Emilía er með B.Sc-gráðu í iðnhönnun og sjúkraþjálfun, diplómagráðu í umhverfis- og auðlindafræði og stundar mastersnám í sama fagi.
„Emilía býr yfir fjölbreyttri og alþjóðlegri reynslu af umhverfismálum, ráðgjöf, kennslu, vöruþróun, auk vöru- og innanhússhönnun,“ segir í tilkynningu frá Húsasmiðjunni.
Undanfarin ár hefur Emilía starfað sem sjálfstæður hönnuður og komið að margvíslegum verkefnum um áherslur á vistvæna hönnun, haldið námskeið um hönnun og heimili og skrifað pistla um grænan lífsstíl.