„Veit eiginlega ekki úr hverju Sif er gerð“ Sindri Sverrisson skrifar 15. september 2022 12:56 Sif Atladóttir er búin að koma sér vel fyrir á Selfossi eftir langan feril í atvinnumennsku. mynd/UMF Selfoss Landsliðskonunni Sif Atladóttur var hrósað í hástert í Bestu mörkunum eftir 1-1 jafntefli Selfyssinga við Stjörnuna í Bestu deildinni. Selfyssingar tilkynntu í gær að Sif hefði skrifað undir nýjan samning til tveggja ára við félagið. Hún verður orðin 39 ára í lok samningstímans en lætur engan bilbug á sér finna og er enn hluti af íslenska landsliðinu sem fór á EM í sumar. „Ég veit eiginlega ekki úr hverju Sif er gerð. Sjáið bara hreyfingarnar. Hún á ekki að vera á léttasta skeiði en hún virkar þannig fyrir mér,“ sagði Helena Ólafsdóttir í Bestu mörkunum, þegar skoðaðar voru klippur af Sif úr 1-1 jafntefli Selfoss við Stjörnuna í síðustu umferð. Umræðuna má sjá hér að neðan. Klippa: Bestu mörkin - Umræða um Sif og Selfoss „Jú, jú, hún er algjörlega á léttasta skeiði. Hún étur allt upp og var stórkostleg í þessum leik,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir. Margrét benti þó einnig á að misheppnuð sending Sifjar hefði átt sinn þátt í marki Stjörnunnar. „Sorrí Sif, við getum ekki bara verið góðar við þig,“ sagði Margrét létt. „Góð lið refsa auðvitað og hún var eðlilega ósátt við sig. Góðir leikmenn gera mistök. Hún sparkar í stöngina þarna, hundfúl út í sjálfa sig,“ sagði Margrét en bætti við hve dýrmæt Sif væri fyrir Selfossliðið: „Maður spyr sig stundum hvar varnarleikurinn væri hjá Selfossi ef hennar nyti ekki við.“ Fer í öll hlutverk sem hún fær og leysir þau ljómandi vel Nýr samningur Sifjar gildir eins og fyrr segir til ársins 2024 og Helena spurði sérfræðingana sína hvort þær teldu að Sif myndi í alvörunni spila áfram næstu tvö árin: „Já, af hverju ekki. Kona í þessu standi. Hún er líka svo mikill leiðtogi. Maður veit ekkert hvernig málin þróast hjá henni næstu tvö árin og mögulega verður hún lykilleikmaður áfram. En eins og ég þekki hana er hún klárlega líka karakterinn í að stíga til baka ef það koma sterkari leikmenn inn, og vera þá í einhvers konar leiðtogahlutverki á hliðarlínunni. Hún er svo mikil eðalmanneskja hún Sif að hún fer í öll hlutverk sem hún fær og leysir þau ljómandi vel,“ sagði Margrét en umræðuna í heild má sjá hér að ofan. Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Besta deild kvenna UMF Selfoss Bestu mörkin Mest lesið Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Fótbolti Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Arsenal að stela Eze frá Tottenham Enski boltinn Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Sjá meira
Selfyssingar tilkynntu í gær að Sif hefði skrifað undir nýjan samning til tveggja ára við félagið. Hún verður orðin 39 ára í lok samningstímans en lætur engan bilbug á sér finna og er enn hluti af íslenska landsliðinu sem fór á EM í sumar. „Ég veit eiginlega ekki úr hverju Sif er gerð. Sjáið bara hreyfingarnar. Hún á ekki að vera á léttasta skeiði en hún virkar þannig fyrir mér,“ sagði Helena Ólafsdóttir í Bestu mörkunum, þegar skoðaðar voru klippur af Sif úr 1-1 jafntefli Selfoss við Stjörnuna í síðustu umferð. Umræðuna má sjá hér að neðan. Klippa: Bestu mörkin - Umræða um Sif og Selfoss „Jú, jú, hún er algjörlega á léttasta skeiði. Hún étur allt upp og var stórkostleg í þessum leik,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir. Margrét benti þó einnig á að misheppnuð sending Sifjar hefði átt sinn þátt í marki Stjörnunnar. „Sorrí Sif, við getum ekki bara verið góðar við þig,“ sagði Margrét létt. „Góð lið refsa auðvitað og hún var eðlilega ósátt við sig. Góðir leikmenn gera mistök. Hún sparkar í stöngina þarna, hundfúl út í sjálfa sig,“ sagði Margrét en bætti við hve dýrmæt Sif væri fyrir Selfossliðið: „Maður spyr sig stundum hvar varnarleikurinn væri hjá Selfossi ef hennar nyti ekki við.“ Fer í öll hlutverk sem hún fær og leysir þau ljómandi vel Nýr samningur Sifjar gildir eins og fyrr segir til ársins 2024 og Helena spurði sérfræðingana sína hvort þær teldu að Sif myndi í alvörunni spila áfram næstu tvö árin: „Já, af hverju ekki. Kona í þessu standi. Hún er líka svo mikill leiðtogi. Maður veit ekkert hvernig málin þróast hjá henni næstu tvö árin og mögulega verður hún lykilleikmaður áfram. En eins og ég þekki hana er hún klárlega líka karakterinn í að stíga til baka ef það koma sterkari leikmenn inn, og vera þá í einhvers konar leiðtogahlutverki á hliðarlínunni. Hún er svo mikil eðalmanneskja hún Sif að hún fer í öll hlutverk sem hún fær og leysir þau ljómandi vel,“ sagði Margrét en umræðuna í heild má sjá hér að ofan. Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Besta deild kvenna UMF Selfoss Bestu mörkin Mest lesið Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Fótbolti Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Arsenal að stela Eze frá Tottenham Enski boltinn Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Sjá meira