„Mér finnst bara vera risa hjarta og vilji í þessu liði“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 15. september 2022 21:45 Róbert Gunnarsson er þjálfari Gróttu. Grótta Róbert Gunnarsson, þjálfari Gróttu, var eðlilega súr og svekktur eftir eins marks tap gegn Selfyssingum, 28-27, í Olís-deild karla í handbolta á Selfossi í kvöld. „Mér líður bara mjög illa. Ég er mjög leiður og sorgmæddur,“ sagði Róbert niðurlútur að leik loknum. „Við leggjum allir mikið á okkur. Strákarnir voru frábærir og eiga hrós skilið. Það er hjarta og dugnaður í þessum strákum og rosalega erfitt að tapa með einu. Eins og allir vita er mjótt á milli og þetta gat dottið báðum megin og þá er þetta alltaf mjög sárt. Það er hetjuleg barátta í strákunum, en auðvitað er hellingur af hlutum sem máttu fara betur og ég hugsa að Þórir [Ólafsson, þjálfari Selfyssinga] hugsi það sama með sitt lið.“ Grótta fór með tveggja marka forystu inn í hálfleikinn í stöðunni 13-15. Selfyssingar höfðu verið duglegir að tapa boltanum í fyrri hálfleik og Róbert segir það líklega hafa verið klufagang að vera ekki með stærra forskot þegar gengið var til búningsherbergja. „Mér fannst við eiga að vera mikið meira yfir í leiknum. Við erum líka klaufar og erum með allt of marga tæknifeila og svo ver hann náttúrulega bara mjög vel í markinu hjá þeim. Við erum að fara með mjög góð færi og það er auðvitað mjög svekkjandi.“ Selfyssingar voru þó fljótir að snúa taflinu við í upphafi seinni hálfleiks og taka forystuna, en Róbert hrósaði sínu liði fyrir að halda áfram að berjast á þeim tímapunkti. „Mér finnst bara vera risa hjarta og vilji í þessu liði. Þeir koma til baka og við vorum komnir tveim eða þrem undir, en strákarnir bara halda áfram. Við erum bara óheppnir - eða óheppnir, við bara klúðrum þessu sjálfir í lokin. Við hefðum alveg getað unnið þetta eða gert jafntefli. En svona er þetta og ég get ekki beðið um meira en að menn leggi sig alla fram og þeir gerðu það svo sannarlega.“ Næsti leikur Gróttu er gegn Stjörnunni næstkomandi fimmtudag. „Við höldum bara áfram í því sem við erum að gera og ætlum að sýna þeim það sem ég og þjálfarateymið trúir á. Við vinnum bara saman í þessu og svo er það bara eins og allir aðrir þjálfarar gera, kíkja á andstæðinginn og greina hann. Það er alveg rétt að Stjarnan er með frábært lið, frábæran hóp og mikla breidd. En ég bara trúi á þessa stráka,“ sagði Róbert að lokum. Olís-deild karla Grótta UMF Selfoss Tengdar fréttir Leik lokið: Selfoss - Grótta 28-27 | Dramatískur sigur heimamanna Selfoss vann dramatískan eins marks sigur er liðið tók á móti Gróttu í Olís-deild karla í kvöld, 28-27. 15. september 2022 20:53 Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Fleiri fréttir Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjá meira
„Mér líður bara mjög illa. Ég er mjög leiður og sorgmæddur,“ sagði Róbert niðurlútur að leik loknum. „Við leggjum allir mikið á okkur. Strákarnir voru frábærir og eiga hrós skilið. Það er hjarta og dugnaður í þessum strákum og rosalega erfitt að tapa með einu. Eins og allir vita er mjótt á milli og þetta gat dottið báðum megin og þá er þetta alltaf mjög sárt. Það er hetjuleg barátta í strákunum, en auðvitað er hellingur af hlutum sem máttu fara betur og ég hugsa að Þórir [Ólafsson, þjálfari Selfyssinga] hugsi það sama með sitt lið.“ Grótta fór með tveggja marka forystu inn í hálfleikinn í stöðunni 13-15. Selfyssingar höfðu verið duglegir að tapa boltanum í fyrri hálfleik og Róbert segir það líklega hafa verið klufagang að vera ekki með stærra forskot þegar gengið var til búningsherbergja. „Mér fannst við eiga að vera mikið meira yfir í leiknum. Við erum líka klaufar og erum með allt of marga tæknifeila og svo ver hann náttúrulega bara mjög vel í markinu hjá þeim. Við erum að fara með mjög góð færi og það er auðvitað mjög svekkjandi.“ Selfyssingar voru þó fljótir að snúa taflinu við í upphafi seinni hálfleiks og taka forystuna, en Róbert hrósaði sínu liði fyrir að halda áfram að berjast á þeim tímapunkti. „Mér finnst bara vera risa hjarta og vilji í þessu liði. Þeir koma til baka og við vorum komnir tveim eða þrem undir, en strákarnir bara halda áfram. Við erum bara óheppnir - eða óheppnir, við bara klúðrum þessu sjálfir í lokin. Við hefðum alveg getað unnið þetta eða gert jafntefli. En svona er þetta og ég get ekki beðið um meira en að menn leggi sig alla fram og þeir gerðu það svo sannarlega.“ Næsti leikur Gróttu er gegn Stjörnunni næstkomandi fimmtudag. „Við höldum bara áfram í því sem við erum að gera og ætlum að sýna þeim það sem ég og þjálfarateymið trúir á. Við vinnum bara saman í þessu og svo er það bara eins og allir aðrir þjálfarar gera, kíkja á andstæðinginn og greina hann. Það er alveg rétt að Stjarnan er með frábært lið, frábæran hóp og mikla breidd. En ég bara trúi á þessa stráka,“ sagði Róbert að lokum.
Olís-deild karla Grótta UMF Selfoss Tengdar fréttir Leik lokið: Selfoss - Grótta 28-27 | Dramatískur sigur heimamanna Selfoss vann dramatískan eins marks sigur er liðið tók á móti Gróttu í Olís-deild karla í kvöld, 28-27. 15. september 2022 20:53 Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Fleiri fréttir Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjá meira
Leik lokið: Selfoss - Grótta 28-27 | Dramatískur sigur heimamanna Selfoss vann dramatískan eins marks sigur er liðið tók á móti Gróttu í Olís-deild karla í kvöld, 28-27. 15. september 2022 20:53
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni