„Það er ekkert sem er manni óviðkomandi“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 17. september 2022 11:30 Chanel Björk er viðmælandi vikunnar í Innblæstrinum. Aðsend Chanel Björk er baráttu- og fjölmiðlakona sem berst fyrir fjölbreytileika þjóðarinnar. Hún var valin í hóp topp tíu framúrskarandi ungra Íslendinga árið 2021 og lýsir sér meðal annars sem miklum pælara. Chanel Björk er viðmælandi vikunnar í Innblæstrinum. Innblásturinn er fastur liður hjá Lífinu á Vísi þar sem rætt er við ólíkt fólk um hvað veitir því innblástur í tilverunni og hvaða ráðum þau luma á varðandi andlega heilsu. View this post on Instagram A post shared by Chanel Bjo rk (@chanelbjork) Hver ert þú í þínum eigin orðum? Ég er baráttukona fyrir málefnum fólks af erlendum uppruna á Íslandi og fyrir fjölbreytileika þjóðarinnar. Ég er fjölmiðlakona, ég er mikill pælari, ég er kærasta, systir, dóttir, Íslendingur og eitthvað annað. Ég er líka Breti og ég er líka frá Jamaica en það eru önnur þjóðerni sem ég tengi mjög mikið við. Varðandi það að vera Íslendingur þá er það ekki endilega það fyrsta sem fólk sér þegar það sér mig. View this post on Instagram A post shared by Chanel Bjo rk (@chanelbjork) Hvað veitir þér innblástur? Ég leita mjög mikið í bækur og hlaðvörp sem fjalla um málefni svartra, sérstaklega málefni svartra kvenna og hef leitað mjög mikið í svoleiðis efni núna á fullorðinsárunum. Kannski vegna þess að þessar sögur og þessir reynsluheimar voru ekkert rosalega aðgengilegir fyrir mig sem barn. Ég ólst upp fyrstu tíu árin í Englandi, svo fluttum við til Íslands og það var í raun hvorki á Íslandi né í Englandi þar sem ég var umkringd mikið af menningu svartra. Þannig að ég fæ alveg klárlega minn innblástur frá svoleiðis bókum og hlaðvörpum og fyrirmyndum. En ég sæki líka innblástur frá fólkinu í kringum mig, mömmu minni og pabba, vinum mínum, kærastanum mínum og fólkinu sem mér þykir vænt um og er að gera flotta hluti. View this post on Instagram A post shared by Chanel Bjo rk (@chanelbjork) Hvað er þitt besta ráð til að næra andlega heilsu? Að vera bara samkvæm sjálfri sér. Að vera ekki of áhrifagjörn gagnvart því sem aðrir í kringum mann eru að gera, því ég hef klárlega þurft að stoppa sjálfa mig af í að verða ekki of mikið undir áhrifum annarra eða vera ekki of mikið að bera mig saman við aðra. Ef allir vinir mínir eru að fara að gera eitthvað saman eitt kvöldið en ég vil kannski meira vera heima að horfa á bíómynd eða eitthvað svoleiðis þá hef ég svona lært á seinni árum að það sé allt í lagi. Það sé allt í lagi að gera hlutina öðruvísi en aðrir og svo finnst mér bara mikilvægt að hreyfa mig reglulega. Mér finnst það alveg klárlega besta leiðin til að næra andlega heilsu og reyna eins og maður getur aðeins að slökkva á símanum og vera án samfélagsmiðla sem geta verið alveg rosalega ávanabindandi. View this post on Instagram A post shared by Chanel Bjo rk (@chanelbjork) Hvernig er hefðbundinn dagur í þínu lífi? Ég vakna yfirleitt ágætlega snemma svo ég nái í ræktina fyrir vinnu, elska Inshape tímana hjá Gerðu í World Class en fer líka í Hot fit eða tek góða æfingu með lóðum inn á milli. Annars er RÚV orðið mitt annað heimili núna þar sem ég er í fullu starfi í Kastljósi. Stundum er ég heilu dagana í Efstaleiti að klippa viðtöl og undirbúa efni, en aðra daga er ég mikið á flakki í tökum. Kvöldin fara í að elda góðan mat og horfa á fréttir og Kastljós, svo er ég núna að einbeita mér að eftirvinnslunni á sjónvarpsþáttunum Mannflóran sem ég vann með Álfheiði Mörtu í sumar. Þættirnir fjalla um fjölmenningu í íslensku samfélagi og verða sýndir á RÚV í byrjun næsta árs. Um helgar kemur kærastinn stundum heim frá London en hann er búsettur þar vegna vinnu, þannig við höfum það bara huggulegt með fjölskyldu og vinum þegar hann er hér. View this post on Instagram A post shared by Chanel Bjo rk (@chanelbjork) Uppáhalds lag og af hverju? Alveg klárlega Don´t Touch My Hair með Solange, og í raun eru bara öll lögin hennar Solange í miklu uppáhaldi hjá mér. Ég held að það sé vegna þess að hún er að tala um hluti sem ég tengi mikið við, um hár og fegurð svartra kvenna. Einnig hvernig svartar konur hafa verið jaðarsettar í gegnum söguna og hvað það krefst í raun mikils styrks og sjálfstraust kannski líka til að finna fegurðina í sjálfri sér og styrkinn í sjálfri sér þegar það er ekki beint það sem samfélagið er að segja þér eða þú fittar ekki alveg inn í ímynd samfélagsins um fegurð og kvenleika. Uppáhalds matur og af hverju? Mér finnst mjög erfitt að velja eina tegund af mat sem uppáhalds mat því mér finnst bæði mjög gaman að elda heima og líka fara út að borða og upplifa mismunandi veitingastaði og mismunandi matargerð frá ólíkum heimshlutum. En ég er alveg klárlega mjög hrifin af jamaískum mat, sérstaklega jerk chicken, dumplings, ackee og saltfisk. Ég er mjög hrifin af fisk og sjálfarfangi, rækjum, calamari og öllu þannig. Ég held að ég geti ekki valið eitthvað eitt, mér finnst gott að borða allt. Líka þetta hefðbundna íslenska, fisk og soðnar kartöflur. Besta ráð sem þú hefur fengið? Ég leita oft til pabba þegar að ég er einhvern veginn áttavillt og veit ekki alveg hvað sé best að gera þá er pabbi mjög góður í að ná manni niður og hjálpa mér að átta mig á því að þetta er kannski ekki það mikið stórmál það sem ég er að velta fyrir mér. Hann segir oft að það sé engin þörf á því að hafa áhyggjur af hlutum sem maður getur ekkert gert í og það hefur alveg setið eftir í mér og eitthvað sem ég minni mig á reglulega. Að vera ekki að hafa of miklar áhyggjur af hlutum sem ég get ekkert gert í. Svo segir hann oft að við skulum láta Guðjón sjá um þetta, sem mér finnst líka skemmtilegt. Guðjón þá as in God. View this post on Instagram A post shared by Chanel Bjo rk (@chanelbjork) Hvað er það skemmtilegasta við lífið? Ég held að það sé bara hvað það eru endalaust af tækifærum. Ef mann langar virkilega til þess að gera eitthvað, upplifa eitthvað eða verða eitthvað þá að mínu mati er ekkert sem á að stoppa mann í því. Maður getur alltaf breytt aðstæðum til að þær henti manni betur. Ég held að fólk eigi ekki að vera hrætt við það. Þetta er svo lítil eyja sem við búum á hér á Íslandi og lífið er svo þægilegt og gott á Íslandi en það er alveg líka mjög mikilvægt að upplifa eitthvað annað. Upplifa hvernig aðrir lifa lífinu í öðrum heimshlutum og breyta um umhverfi. Það er ekkert sem er manni óviðkomandi, mér finnst það kannski það skemmtilegasta og besta við lífið og ég er spennt fyrir framtíðinni. View this post on Instagram A post shared by Chanel Bjo rk (@chanelbjork) Innblásturinn Mannréttindi Menning Tengdar fréttir Þau eru tilnefnd sem framúrskarandi ungir Íslendingar 2021 Tíu hafa hlotið tilnefningu sem framúrskarandi Íslendingar árið 2021. JCI á Íslandi veitir verðlaunin árlega en að endingu er einn úr hópi tilnefndra útnefndur verðlaunahafi. 20. nóvember 2021 15:26 „Ég er bestur“ Leikstjórinn og rapparinn Jóhann Kristófer er lífskúnstner mikill sem sækir innblástur í margbreytileika tilverunnar. Í daglegu lífi reynir hann að anda djúpt og leyfa sér að vera, segir gott ráð að sleppa og finnst hamborgari og franskar vera hin fullkomna máltíð. Jóhann Kristófer er viðmælandi vikunnar í Innblæstrinum. 10. september 2022 11:31 „Hausinn minn er eina heimilið sem ég mun búa í alla ævi“ Leikkonan Elín Sif Hall var að stíga sín fyrstu skref í Borgarleikhúsinu í leikritinu 9 líf en hún vakti meðal annars athygli fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni Lof mér að falla fyrir nokkrum árum. Hún lýsir sér sem listamanni í mótun sem elskar að kaupa notuð föt og drekka kaffi. Auk þess reynir hún að finna innblástur í öllu en sköpunargleðin nærir andlega heilsu hennar hvað mest. Elín Hall er viðmælandi vikunnar í Innblæstrinum. 3. september 2022 11:30 „Fallegt að geta horft á sjálfa mig á þennan hátt“ Katrín Myrra er mikill lífskúnstner sem hefur vakið athygli bæði sem tónlistarkona og jógakennari. Hún segir innblásturinn í lífi hennar yfirleitt tengjast lífinu sjálfu, leyfir sér að finna fyrir tilfinningum sínum og elskar bæði Britney Spears og pizzu. Katrín Myrra er viðmælandi vikunnar í Innblæstrinum. 20. ágúst 2022 11:30 Erfitt en mikilvægt að taka athugasemdum ekki persónulega Tónlistarkonan Guðlaug Sóley, þekkt undir listamannsnafni sínu Gugusar, skaust upp á stjörnuhimininn fyrir skömmu síðan og hefur spilað víðs vegar um landið. Gugusar elskar beyglur, umkringir sig góðu fólki og endar eiginlega alla daga í stúdíóinu sínu að semja tónlist. Gugusar er viðmælandi vikunnar í Innblæstrinum. 13. ágúst 2022 11:30 „Ég gef ekki ráð“ Bjarni Snæbjörnsson er lífskúnstner mikill en hann hefur sem dæmi vakið athygli fyrir söngleik sinn Góðan daginn faggi ásamt því að syngja Pride lagið í ár, Næs. Fyrir Bjarna er sannleikurinn mesti innblásturinn og hann elskar að læra eitthvað nýtt um sjálfan sig. Bjarni á enga hefðbundna daga og elskar hreyfingu, hollan og góðan mat og hugleiðslu. Bjarni Snæbjörnsson er viðmælandi vikunnar í Innblæstrinum. 6. ágúst 2022 11:31 Mest lesið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Sjá meira
Innblásturinn er fastur liður hjá Lífinu á Vísi þar sem rætt er við ólíkt fólk um hvað veitir því innblástur í tilverunni og hvaða ráðum þau luma á varðandi andlega heilsu. View this post on Instagram A post shared by Chanel Bjo rk (@chanelbjork) Hver ert þú í þínum eigin orðum? Ég er baráttukona fyrir málefnum fólks af erlendum uppruna á Íslandi og fyrir fjölbreytileika þjóðarinnar. Ég er fjölmiðlakona, ég er mikill pælari, ég er kærasta, systir, dóttir, Íslendingur og eitthvað annað. Ég er líka Breti og ég er líka frá Jamaica en það eru önnur þjóðerni sem ég tengi mjög mikið við. Varðandi það að vera Íslendingur þá er það ekki endilega það fyrsta sem fólk sér þegar það sér mig. View this post on Instagram A post shared by Chanel Bjo rk (@chanelbjork) Hvað veitir þér innblástur? Ég leita mjög mikið í bækur og hlaðvörp sem fjalla um málefni svartra, sérstaklega málefni svartra kvenna og hef leitað mjög mikið í svoleiðis efni núna á fullorðinsárunum. Kannski vegna þess að þessar sögur og þessir reynsluheimar voru ekkert rosalega aðgengilegir fyrir mig sem barn. Ég ólst upp fyrstu tíu árin í Englandi, svo fluttum við til Íslands og það var í raun hvorki á Íslandi né í Englandi þar sem ég var umkringd mikið af menningu svartra. Þannig að ég fæ alveg klárlega minn innblástur frá svoleiðis bókum og hlaðvörpum og fyrirmyndum. En ég sæki líka innblástur frá fólkinu í kringum mig, mömmu minni og pabba, vinum mínum, kærastanum mínum og fólkinu sem mér þykir vænt um og er að gera flotta hluti. View this post on Instagram A post shared by Chanel Bjo rk (@chanelbjork) Hvað er þitt besta ráð til að næra andlega heilsu? Að vera bara samkvæm sjálfri sér. Að vera ekki of áhrifagjörn gagnvart því sem aðrir í kringum mann eru að gera, því ég hef klárlega þurft að stoppa sjálfa mig af í að verða ekki of mikið undir áhrifum annarra eða vera ekki of mikið að bera mig saman við aðra. Ef allir vinir mínir eru að fara að gera eitthvað saman eitt kvöldið en ég vil kannski meira vera heima að horfa á bíómynd eða eitthvað svoleiðis þá hef ég svona lært á seinni árum að það sé allt í lagi. Það sé allt í lagi að gera hlutina öðruvísi en aðrir og svo finnst mér bara mikilvægt að hreyfa mig reglulega. Mér finnst það alveg klárlega besta leiðin til að næra andlega heilsu og reyna eins og maður getur aðeins að slökkva á símanum og vera án samfélagsmiðla sem geta verið alveg rosalega ávanabindandi. View this post on Instagram A post shared by Chanel Bjo rk (@chanelbjork) Hvernig er hefðbundinn dagur í þínu lífi? Ég vakna yfirleitt ágætlega snemma svo ég nái í ræktina fyrir vinnu, elska Inshape tímana hjá Gerðu í World Class en fer líka í Hot fit eða tek góða æfingu með lóðum inn á milli. Annars er RÚV orðið mitt annað heimili núna þar sem ég er í fullu starfi í Kastljósi. Stundum er ég heilu dagana í Efstaleiti að klippa viðtöl og undirbúa efni, en aðra daga er ég mikið á flakki í tökum. Kvöldin fara í að elda góðan mat og horfa á fréttir og Kastljós, svo er ég núna að einbeita mér að eftirvinnslunni á sjónvarpsþáttunum Mannflóran sem ég vann með Álfheiði Mörtu í sumar. Þættirnir fjalla um fjölmenningu í íslensku samfélagi og verða sýndir á RÚV í byrjun næsta árs. Um helgar kemur kærastinn stundum heim frá London en hann er búsettur þar vegna vinnu, þannig við höfum það bara huggulegt með fjölskyldu og vinum þegar hann er hér. View this post on Instagram A post shared by Chanel Bjo rk (@chanelbjork) Uppáhalds lag og af hverju? Alveg klárlega Don´t Touch My Hair með Solange, og í raun eru bara öll lögin hennar Solange í miklu uppáhaldi hjá mér. Ég held að það sé vegna þess að hún er að tala um hluti sem ég tengi mikið við, um hár og fegurð svartra kvenna. Einnig hvernig svartar konur hafa verið jaðarsettar í gegnum söguna og hvað það krefst í raun mikils styrks og sjálfstraust kannski líka til að finna fegurðina í sjálfri sér og styrkinn í sjálfri sér þegar það er ekki beint það sem samfélagið er að segja þér eða þú fittar ekki alveg inn í ímynd samfélagsins um fegurð og kvenleika. Uppáhalds matur og af hverju? Mér finnst mjög erfitt að velja eina tegund af mat sem uppáhalds mat því mér finnst bæði mjög gaman að elda heima og líka fara út að borða og upplifa mismunandi veitingastaði og mismunandi matargerð frá ólíkum heimshlutum. En ég er alveg klárlega mjög hrifin af jamaískum mat, sérstaklega jerk chicken, dumplings, ackee og saltfisk. Ég er mjög hrifin af fisk og sjálfarfangi, rækjum, calamari og öllu þannig. Ég held að ég geti ekki valið eitthvað eitt, mér finnst gott að borða allt. Líka þetta hefðbundna íslenska, fisk og soðnar kartöflur. Besta ráð sem þú hefur fengið? Ég leita oft til pabba þegar að ég er einhvern veginn áttavillt og veit ekki alveg hvað sé best að gera þá er pabbi mjög góður í að ná manni niður og hjálpa mér að átta mig á því að þetta er kannski ekki það mikið stórmál það sem ég er að velta fyrir mér. Hann segir oft að það sé engin þörf á því að hafa áhyggjur af hlutum sem maður getur ekkert gert í og það hefur alveg setið eftir í mér og eitthvað sem ég minni mig á reglulega. Að vera ekki að hafa of miklar áhyggjur af hlutum sem ég get ekkert gert í. Svo segir hann oft að við skulum láta Guðjón sjá um þetta, sem mér finnst líka skemmtilegt. Guðjón þá as in God. View this post on Instagram A post shared by Chanel Bjo rk (@chanelbjork) Hvað er það skemmtilegasta við lífið? Ég held að það sé bara hvað það eru endalaust af tækifærum. Ef mann langar virkilega til þess að gera eitthvað, upplifa eitthvað eða verða eitthvað þá að mínu mati er ekkert sem á að stoppa mann í því. Maður getur alltaf breytt aðstæðum til að þær henti manni betur. Ég held að fólk eigi ekki að vera hrætt við það. Þetta er svo lítil eyja sem við búum á hér á Íslandi og lífið er svo þægilegt og gott á Íslandi en það er alveg líka mjög mikilvægt að upplifa eitthvað annað. Upplifa hvernig aðrir lifa lífinu í öðrum heimshlutum og breyta um umhverfi. Það er ekkert sem er manni óviðkomandi, mér finnst það kannski það skemmtilegasta og besta við lífið og ég er spennt fyrir framtíðinni. View this post on Instagram A post shared by Chanel Bjo rk (@chanelbjork)
Innblásturinn Mannréttindi Menning Tengdar fréttir Þau eru tilnefnd sem framúrskarandi ungir Íslendingar 2021 Tíu hafa hlotið tilnefningu sem framúrskarandi Íslendingar árið 2021. JCI á Íslandi veitir verðlaunin árlega en að endingu er einn úr hópi tilnefndra útnefndur verðlaunahafi. 20. nóvember 2021 15:26 „Ég er bestur“ Leikstjórinn og rapparinn Jóhann Kristófer er lífskúnstner mikill sem sækir innblástur í margbreytileika tilverunnar. Í daglegu lífi reynir hann að anda djúpt og leyfa sér að vera, segir gott ráð að sleppa og finnst hamborgari og franskar vera hin fullkomna máltíð. Jóhann Kristófer er viðmælandi vikunnar í Innblæstrinum. 10. september 2022 11:31 „Hausinn minn er eina heimilið sem ég mun búa í alla ævi“ Leikkonan Elín Sif Hall var að stíga sín fyrstu skref í Borgarleikhúsinu í leikritinu 9 líf en hún vakti meðal annars athygli fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni Lof mér að falla fyrir nokkrum árum. Hún lýsir sér sem listamanni í mótun sem elskar að kaupa notuð föt og drekka kaffi. Auk þess reynir hún að finna innblástur í öllu en sköpunargleðin nærir andlega heilsu hennar hvað mest. Elín Hall er viðmælandi vikunnar í Innblæstrinum. 3. september 2022 11:30 „Fallegt að geta horft á sjálfa mig á þennan hátt“ Katrín Myrra er mikill lífskúnstner sem hefur vakið athygli bæði sem tónlistarkona og jógakennari. Hún segir innblásturinn í lífi hennar yfirleitt tengjast lífinu sjálfu, leyfir sér að finna fyrir tilfinningum sínum og elskar bæði Britney Spears og pizzu. Katrín Myrra er viðmælandi vikunnar í Innblæstrinum. 20. ágúst 2022 11:30 Erfitt en mikilvægt að taka athugasemdum ekki persónulega Tónlistarkonan Guðlaug Sóley, þekkt undir listamannsnafni sínu Gugusar, skaust upp á stjörnuhimininn fyrir skömmu síðan og hefur spilað víðs vegar um landið. Gugusar elskar beyglur, umkringir sig góðu fólki og endar eiginlega alla daga í stúdíóinu sínu að semja tónlist. Gugusar er viðmælandi vikunnar í Innblæstrinum. 13. ágúst 2022 11:30 „Ég gef ekki ráð“ Bjarni Snæbjörnsson er lífskúnstner mikill en hann hefur sem dæmi vakið athygli fyrir söngleik sinn Góðan daginn faggi ásamt því að syngja Pride lagið í ár, Næs. Fyrir Bjarna er sannleikurinn mesti innblásturinn og hann elskar að læra eitthvað nýtt um sjálfan sig. Bjarni á enga hefðbundna daga og elskar hreyfingu, hollan og góðan mat og hugleiðslu. Bjarni Snæbjörnsson er viðmælandi vikunnar í Innblæstrinum. 6. ágúst 2022 11:31 Mest lesið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Sjá meira
Þau eru tilnefnd sem framúrskarandi ungir Íslendingar 2021 Tíu hafa hlotið tilnefningu sem framúrskarandi Íslendingar árið 2021. JCI á Íslandi veitir verðlaunin árlega en að endingu er einn úr hópi tilnefndra útnefndur verðlaunahafi. 20. nóvember 2021 15:26
„Ég er bestur“ Leikstjórinn og rapparinn Jóhann Kristófer er lífskúnstner mikill sem sækir innblástur í margbreytileika tilverunnar. Í daglegu lífi reynir hann að anda djúpt og leyfa sér að vera, segir gott ráð að sleppa og finnst hamborgari og franskar vera hin fullkomna máltíð. Jóhann Kristófer er viðmælandi vikunnar í Innblæstrinum. 10. september 2022 11:31
„Hausinn minn er eina heimilið sem ég mun búa í alla ævi“ Leikkonan Elín Sif Hall var að stíga sín fyrstu skref í Borgarleikhúsinu í leikritinu 9 líf en hún vakti meðal annars athygli fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni Lof mér að falla fyrir nokkrum árum. Hún lýsir sér sem listamanni í mótun sem elskar að kaupa notuð föt og drekka kaffi. Auk þess reynir hún að finna innblástur í öllu en sköpunargleðin nærir andlega heilsu hennar hvað mest. Elín Hall er viðmælandi vikunnar í Innblæstrinum. 3. september 2022 11:30
„Fallegt að geta horft á sjálfa mig á þennan hátt“ Katrín Myrra er mikill lífskúnstner sem hefur vakið athygli bæði sem tónlistarkona og jógakennari. Hún segir innblásturinn í lífi hennar yfirleitt tengjast lífinu sjálfu, leyfir sér að finna fyrir tilfinningum sínum og elskar bæði Britney Spears og pizzu. Katrín Myrra er viðmælandi vikunnar í Innblæstrinum. 20. ágúst 2022 11:30
Erfitt en mikilvægt að taka athugasemdum ekki persónulega Tónlistarkonan Guðlaug Sóley, þekkt undir listamannsnafni sínu Gugusar, skaust upp á stjörnuhimininn fyrir skömmu síðan og hefur spilað víðs vegar um landið. Gugusar elskar beyglur, umkringir sig góðu fólki og endar eiginlega alla daga í stúdíóinu sínu að semja tónlist. Gugusar er viðmælandi vikunnar í Innblæstrinum. 13. ágúst 2022 11:30
„Ég gef ekki ráð“ Bjarni Snæbjörnsson er lífskúnstner mikill en hann hefur sem dæmi vakið athygli fyrir söngleik sinn Góðan daginn faggi ásamt því að syngja Pride lagið í ár, Næs. Fyrir Bjarna er sannleikurinn mesti innblásturinn og hann elskar að læra eitthvað nýtt um sjálfan sig. Bjarni á enga hefðbundna daga og elskar hreyfingu, hollan og góðan mat og hugleiðslu. Bjarni Snæbjörnsson er viðmælandi vikunnar í Innblæstrinum. 6. ágúst 2022 11:31