„Þurfum að brýna stálið“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. september 2022 17:27 Jón Þór Hauksson og Skagamenn hafa fimm leiki til að bjarga sér frá falli. vísir/diego Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA, var þungur á brún eftir tapið fyrir Leikni, 1-2, í fallslag í Bestu deild karla í dag. Skagamenn skoruðu öll þrjú mörk leiksins. „Þetta er gríðarlegt áfall og líka í ljósi þess hvernig leikurinn var. Þetta var slagur og við töpuðum á tveimur sjálfsmörkum eftir föst leikatriði. Við sofnuðum á verðinum og það er það sem réði úrslitum og er gríðarlega svekkjandi,“ sagði Jón Þór í samtali við Vísi í leikslok. ÍA var yfir í hálfleik en náði ekki að fylgja því eftir. Jón Þór vildi samt ekki meina að sínir menn hefðu farið of aftarlega í byrjun seinni hálfleiks. „Nei, við gerðum það svo sem líka á köflum í fyrri hálfleik og gerðum það nokkuð vel. Þeir spiluðu sig aldrei í gegnum okkur eða sköpuðu sér mörg færi. Það er ekki stóra atriðið í þessu. Það eru þessi tvö föstu leikatriði þar sem við sofnuðum á verðinum á einhvern óskiljanlegan hátt. Það réði úrslitum,“ sagði Jón Þór. Leiknir féll fjölmargar hornspyrnur í leiknum en ÍA varðist þeim vel, allt fram að þeirri síðustu á 88. mínútu sem sigurmarkið kom eftir. „Eins og ég sagði menn gleymdu sér og voru ekki rétt staðsettir á þeim stöðum sem þeir áttu að vera á og þá fer þetta svona. Það er ekki flóknara en það. Við skildum nærsvæðið eftir mannlaust í öðru marki Leiknis. Við eigum að manna það svæði en af einhverjum óskiljanlegum ástæðum láta menn sig hverfa og okkur var refsað fyrir það,“ sagði Jón Þór. Skagamenn voru súrir og svekktir í leikslok.vísir/diego Ef gamla fyrirkomulagið væri enn við lýði væri ÍA fallið. En góðu fréttirnar fyrir Skagamenn eru að það eru fimm leikir eftir svo þeir geta enn bjargað sér. „Við þurfum að brýna stálið og mæta af krafti til leiks eftir þessar tvær vikur. Við þurfum að byrja úrslitakeppnina af krafti. Það eru fimm leikir eftir og mörg stig í pottinum. Þetta er ekki búið en við getum ekki gefið þetta frá sér eins og við gerðum í dag. Það er alveg ljóst,“ sagði Jón Þór að endingu. Besta deild karla ÍA Leiknir Reykjavík Mest lesið Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Fótbolti Fleiri fréttir Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Sjá meira
„Þetta er gríðarlegt áfall og líka í ljósi þess hvernig leikurinn var. Þetta var slagur og við töpuðum á tveimur sjálfsmörkum eftir föst leikatriði. Við sofnuðum á verðinum og það er það sem réði úrslitum og er gríðarlega svekkjandi,“ sagði Jón Þór í samtali við Vísi í leikslok. ÍA var yfir í hálfleik en náði ekki að fylgja því eftir. Jón Þór vildi samt ekki meina að sínir menn hefðu farið of aftarlega í byrjun seinni hálfleiks. „Nei, við gerðum það svo sem líka á köflum í fyrri hálfleik og gerðum það nokkuð vel. Þeir spiluðu sig aldrei í gegnum okkur eða sköpuðu sér mörg færi. Það er ekki stóra atriðið í þessu. Það eru þessi tvö föstu leikatriði þar sem við sofnuðum á verðinum á einhvern óskiljanlegan hátt. Það réði úrslitum,“ sagði Jón Þór. Leiknir féll fjölmargar hornspyrnur í leiknum en ÍA varðist þeim vel, allt fram að þeirri síðustu á 88. mínútu sem sigurmarkið kom eftir. „Eins og ég sagði menn gleymdu sér og voru ekki rétt staðsettir á þeim stöðum sem þeir áttu að vera á og þá fer þetta svona. Það er ekki flóknara en það. Við skildum nærsvæðið eftir mannlaust í öðru marki Leiknis. Við eigum að manna það svæði en af einhverjum óskiljanlegum ástæðum láta menn sig hverfa og okkur var refsað fyrir það,“ sagði Jón Þór. Skagamenn voru súrir og svekktir í leikslok.vísir/diego Ef gamla fyrirkomulagið væri enn við lýði væri ÍA fallið. En góðu fréttirnar fyrir Skagamenn eru að það eru fimm leikir eftir svo þeir geta enn bjargað sér. „Við þurfum að brýna stálið og mæta af krafti til leiks eftir þessar tvær vikur. Við þurfum að byrja úrslitakeppnina af krafti. Það eru fimm leikir eftir og mörg stig í pottinum. Þetta er ekki búið en við getum ekki gefið þetta frá sér eins og við gerðum í dag. Það er alveg ljóst,“ sagði Jón Þór að endingu.
Besta deild karla ÍA Leiknir Reykjavík Mest lesið Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Fótbolti Fleiri fréttir Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Sjá meira