Vann ekki Eddu en getur þakkað Eddu fyrir augnablik sem gleymist seint Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. september 2022 23:47 Kristjana nýbúin að skella lummunni undir efri vörina þegar hún virðist átta sig á því að kastljósið beinist að svæðinu hennar í Háskólabíó. Kristjana Arnarsdóttir íþróttafréttamaður á Ríkisútvarpinu vann ekki í flokknum sjónvarpsmaður ársins á Eddunni í kvöld. Hún átti þó eitt af augnablikum kvöldsins í beinni útsendingu á RÚV. Kristjana var mætt á hátíðina ásamt vinkonu sinni og samstarfskonu Eddu Sif Pálsdóttur. Mögulega hugsar hún samstarfskonunni þegjandi þörfinni eftir birtingu myndskeiðs frá útsendingu kvöldsins en líklegra er þó að hún hlæi að öllu saman. Kristjana og Edda sátu á bekk fyrir aftan sjónvarpsframleiðandann Margréti Jónasdóttur. Margrét framleiddi heimildarmynd ársins, Hækkum rána, sem vann í flokknum Heimildarmynd ársins. Við tilkynninguna reis Margrét fagnandi úr sæti og fyrir aftan sat Kristjana í sakleysi sínu. Ekki vildi betur til en svo að Kristjana var að troða nikótínpoka í efri vörina á sér. Augnablikið sást vel í sjónvarpi allra landsmanna en væri líklega týnt og tröllum gefið ef ekki væri fyrir vökult auga Eddu Sifjar. Edda, sem einnig var tilnefnd í flokknum sjónvarpsmaður ársins, birti nokkurra sekúndna myndskeið á Twitter í kvöld. Segja má að myndskeiðið sé í þessum töluðu á sigurför á samfélagsmiðlinum. „Má aðeins hafa gaman mamma þarf að djamma SLAKIÐ Á!!“ skrifar Edda og ekki sér fyrir endann á ummælum og lækum sem myndbrotið safnar. Öllum til gamans, meira að segja Kristjönu. Gleðileg jól bara frá okkur á Eddunni pic.twitter.com/8JjyiAUru6— Edda Sif Pálsdóttir (@EddaSifPalsd) September 18, 2022 Stuðið hjá Eddu og Kristjönu var mikið í kvöld. Auk þeirra voru Guðrún Sóley Gestsdóttir á RÚV og Sigrún Ósk Kristjánsdóttir á Stöð 2 tilnefnd sem sjónvarpsmaður ársins. Það var hins vegar Helgi Seljan, blaðamaður á Stundinni, sem hlaut verðlaunin. Það var annað tilefni fyrir sjónvarpskonurnar á RÚV til að slá á létta strengi í Háskólabíó í kvöld. Varpaði Edda Sif fram spurningunni, augljóslega í gríni, hvort allir væru ekki búnir að fá nóg af Helga Seljan? Með fylgdi mynd af vinkonunum þar sem þær þóttust afar ósáttar með niðurstöðuna. Meðal þeirra sem svara tístinu var Helgi sjálfur sem átti ekki heimangengt á hátíðina. „Tengi!!“ skrifar Helgi á léttum nótum. Hver er í alvörunni ekki búinn að fá nóg af @helgiseljan ?! #eddan pic.twitter.com/2HeCcuHgmv— Edda Sif Pálsdóttir (@EddaSifPalsd) September 18, 2022 Edduverðlaunin Bíó og sjónvarp Ríkisútvarpið Tengdar fréttir Dýrið sankaði að sér verðlaunum Það er óhætt að segja að kvikmyndin Dýrið í leikstjórn Valdimars Jóhannssonar hafi verið sigurvegari kvöldsins á Edduverðlaununum þetta árið en myndin hlaut alls 12 verðlaun. Þar á meðal hlaut myndin verðlaun fyrir handrit og leikstjórn ársins en myndin var einnig valin kvikmynd ársins. 19. september 2022 00:02 „Ekki kann lögreglan að meta það“ Í þakkarræðu sinni á Edduverðlaununum í kvöld skaut Þóra Arnórsdóttir föstum skotum að lögreglu og Samherja þegar hún tók við verðlaunum fyrir hönd umsjónarmanna Kveiks, sem hlutu verðlaun fyrir fréttaskýringaþátt ársins. 18. september 2022 22:19 Berdreymi framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna Framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna 2023 er kvikmyndin Berdreymi eftir leikstjórann Guðmund Arnar Guðmundsson. Þetta tilkynnti Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra á Eddunni fyrr í kvöld. 18. september 2022 21:42 Mest lesið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Borgin býður í tívolíveislu Tónlist Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Fleiri fréttir Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Sjá meira
Kristjana var mætt á hátíðina ásamt vinkonu sinni og samstarfskonu Eddu Sif Pálsdóttur. Mögulega hugsar hún samstarfskonunni þegjandi þörfinni eftir birtingu myndskeiðs frá útsendingu kvöldsins en líklegra er þó að hún hlæi að öllu saman. Kristjana og Edda sátu á bekk fyrir aftan sjónvarpsframleiðandann Margréti Jónasdóttur. Margrét framleiddi heimildarmynd ársins, Hækkum rána, sem vann í flokknum Heimildarmynd ársins. Við tilkynninguna reis Margrét fagnandi úr sæti og fyrir aftan sat Kristjana í sakleysi sínu. Ekki vildi betur til en svo að Kristjana var að troða nikótínpoka í efri vörina á sér. Augnablikið sást vel í sjónvarpi allra landsmanna en væri líklega týnt og tröllum gefið ef ekki væri fyrir vökult auga Eddu Sifjar. Edda, sem einnig var tilnefnd í flokknum sjónvarpsmaður ársins, birti nokkurra sekúndna myndskeið á Twitter í kvöld. Segja má að myndskeiðið sé í þessum töluðu á sigurför á samfélagsmiðlinum. „Má aðeins hafa gaman mamma þarf að djamma SLAKIÐ Á!!“ skrifar Edda og ekki sér fyrir endann á ummælum og lækum sem myndbrotið safnar. Öllum til gamans, meira að segja Kristjönu. Gleðileg jól bara frá okkur á Eddunni pic.twitter.com/8JjyiAUru6— Edda Sif Pálsdóttir (@EddaSifPalsd) September 18, 2022 Stuðið hjá Eddu og Kristjönu var mikið í kvöld. Auk þeirra voru Guðrún Sóley Gestsdóttir á RÚV og Sigrún Ósk Kristjánsdóttir á Stöð 2 tilnefnd sem sjónvarpsmaður ársins. Það var hins vegar Helgi Seljan, blaðamaður á Stundinni, sem hlaut verðlaunin. Það var annað tilefni fyrir sjónvarpskonurnar á RÚV til að slá á létta strengi í Háskólabíó í kvöld. Varpaði Edda Sif fram spurningunni, augljóslega í gríni, hvort allir væru ekki búnir að fá nóg af Helga Seljan? Með fylgdi mynd af vinkonunum þar sem þær þóttust afar ósáttar með niðurstöðuna. Meðal þeirra sem svara tístinu var Helgi sjálfur sem átti ekki heimangengt á hátíðina. „Tengi!!“ skrifar Helgi á léttum nótum. Hver er í alvörunni ekki búinn að fá nóg af @helgiseljan ?! #eddan pic.twitter.com/2HeCcuHgmv— Edda Sif Pálsdóttir (@EddaSifPalsd) September 18, 2022
Edduverðlaunin Bíó og sjónvarp Ríkisútvarpið Tengdar fréttir Dýrið sankaði að sér verðlaunum Það er óhætt að segja að kvikmyndin Dýrið í leikstjórn Valdimars Jóhannssonar hafi verið sigurvegari kvöldsins á Edduverðlaununum þetta árið en myndin hlaut alls 12 verðlaun. Þar á meðal hlaut myndin verðlaun fyrir handrit og leikstjórn ársins en myndin var einnig valin kvikmynd ársins. 19. september 2022 00:02 „Ekki kann lögreglan að meta það“ Í þakkarræðu sinni á Edduverðlaununum í kvöld skaut Þóra Arnórsdóttir föstum skotum að lögreglu og Samherja þegar hún tók við verðlaunum fyrir hönd umsjónarmanna Kveiks, sem hlutu verðlaun fyrir fréttaskýringaþátt ársins. 18. september 2022 22:19 Berdreymi framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna Framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna 2023 er kvikmyndin Berdreymi eftir leikstjórann Guðmund Arnar Guðmundsson. Þetta tilkynnti Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra á Eddunni fyrr í kvöld. 18. september 2022 21:42 Mest lesið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Borgin býður í tívolíveislu Tónlist Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Fleiri fréttir Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Sjá meira
Dýrið sankaði að sér verðlaunum Það er óhætt að segja að kvikmyndin Dýrið í leikstjórn Valdimars Jóhannssonar hafi verið sigurvegari kvöldsins á Edduverðlaununum þetta árið en myndin hlaut alls 12 verðlaun. Þar á meðal hlaut myndin verðlaun fyrir handrit og leikstjórn ársins en myndin var einnig valin kvikmynd ársins. 19. september 2022 00:02
„Ekki kann lögreglan að meta það“ Í þakkarræðu sinni á Edduverðlaununum í kvöld skaut Þóra Arnórsdóttir föstum skotum að lögreglu og Samherja þegar hún tók við verðlaunum fyrir hönd umsjónarmanna Kveiks, sem hlutu verðlaun fyrir fréttaskýringaþátt ársins. 18. september 2022 22:19
Berdreymi framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna Framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna 2023 er kvikmyndin Berdreymi eftir leikstjórann Guðmund Arnar Guðmundsson. Þetta tilkynnti Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra á Eddunni fyrr í kvöld. 18. september 2022 21:42