Kross 2. umferðar: Svín flugu í Skógarseli Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. september 2022 10:01 Nýliðarnir í Olís-deild karla áttu ólíku gengi að fagna í 2. umferðinni. Önnur umferð Olís-deildar karla í handbolta fór fram í síðustu viku. Hverjir áttu góðan dag og hverjir slæman? Hverjir þurfa að hafa áhyggjur og hvað sagði tölfræðin? Vísir fer yfir umferðina á léttum og gagnrýnum nótum. ÍR vann einn óvæntasta sigur í sögu efstu deildar þegar liðið skellti Haukum í vígsluleiknum í Skógarseli, Hörður átti litla möguleika gegn Val í fyrsta leik sínum í efstu deild frá upphafi, sjötíu mörk voru skoruð þegar KA og ÍBV gerðu jafntefli, Leó Snær Pétursson fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar gegn Fram, Afturelding og FH skildu jöfn í Mosfellsbænum og Selfoss vann Gróttu með minnsta mun. Umfjöllun og viðtöl úr 2. umferð Olís-deildar karla Selfoss 28-27 Grótta ÍR 33-29 Haukar Stjarnan 24-24 Fram Afturelding 25-25 FH Valur 38-28 Hörður KA 35-35 ÍBV Góð umferð fyrir ... Ólafur Rafn Gíslason var frábær í marki ÍR í sigrinum á Haukum.vísir/diego ÍR Ef einhver var svo hugrakkur að veðja á sigur ÍR gegn Haukum er sá hinn sami orðinn vel múraður. Fáir áttu von á því að ÍR-ingar myndu vinna leik í vetur og hvað þá gegn Haukum. En Bjarni Fritzson vann sitt mesta þjálfaraafrek á ferlinum og strákarnir unnu glæsilegan sigur í vígsluleik nýja íþróttahússins í Skógarseli. Frammistaða Breiðhyltinga var hreinasta afbragð og hetjurnar voru margar. Ef þetta gefur þeim ekki byr undir báða vængi og trú á að þeir geti haldið sér uppi gerir ekkert það. Örvhenta leikmenn KA Fyrir utan fyrsta stundarfjórðunginn var sóknarleikur KA gegn Haukum sorp. En það var allt annað að sjá hann gegn ÍBV. KA-menn skoruðu nítján mörk í fyrri hálfleik, aðeins tveimur minna en allan leikinn gegn Haukum, og enduðu með 35 mörk. Örvhentu leikmenn KA skoruðu 22 þeirra. Einar Rafn Eiðsson var í miklum ham, sérstaklega í fyrri hálfleik þegar hann gerði níu af tólf mörkum sínum. Gauti Gunnarsson skoraði átta mörk úr jafn mörgum skotum gegn sínum gömlu félögum og Allan Norðberg lagði tvö mörk í púkkið. Óþekkta vinstri hornamenn Fyrir tímabilið þekktu ekki margir þá Jakob Stefánsson og Össur Haraldsson en þeir eru heldur betur búnir að koma sér á kortið. Þeir voru vissulega báðir í tapliðum í umferðinni en geta samt borið höfuðið hátt. Jakob gerði sex mörk fyrir Gróttu gegn Selfossi og hefur alls skorað þrettán mörk í fyrstu tveimur umferðunum og er enn með hundrað prósent nýtingu. Össur, yngri bróðir Króla, skoraði svo sex mörk fyrir Hauka í tapinu í Breiðholtinu. Igor Kopyshinsky er farinn, Stefán Rafn Sigurmannsson meiddur og Össur ætti því að fá fullt af spiltíma í vetur. Og miðað við frammistöðuna hingað til er hann traustsins verður. Slæm umferð fyrir ... Haukarnir hans Rúnars Sigtryggssonar fengu á baukinn í Breiðholtinu.vísir/diego Kristófer Dag Sigurðsson Það er ljótt að sparka í liggjandi mann svo höfum þetta stutt. Kristófer fylgdi eðlisávísun hornamannsins undir blálokin í leik Stjörnunnar og Fram og var lagður af stað í hraðaupphlaup þegar Pétur Árni Hauksson lét vaða. Boltinn hrökk út í hornið þar sem Kristófer var hvergi sjáanlegur. Þar var Leó Snær hins vegar og jafnaði á dramatískan hátt. Hauka Kannski er réttast fyrir vofu séra Friðriks að halda fyrir eyrun því ekkert annað en hin verstu fúkyrði duga til að lýsa frammistöðu Haukanna hans gegn ÍR-liðinu sem átti varla að fá stig í vetur. Spilamennskan var lélegri en allt sem lélegt er og þetta var klassískt dæmi um lið sem bar ekki næga virðingu fyrir andstæðingnum og leiknum. Það skilaði sér í sennilega versta tapi Hauka á þessari öld. Einar Inga Hrafnsson Línumaðurinn þrautreyndi fagnaði 38 ára afmæli sínu á föstudaginn, sama dag og Afturelding tók á móti FH. Fjöldi fólks mætti á leikinn og allt í toppstandi. Nema hvað afmælisbarnið fékk rautt spjald eftir sex mínútur fyrir að slá í andlitið á nafna sínum, Braga Aðalsteinssyni. Handkastararnir lýstu þessu ágætlega í hlaðvarpinu sínu: þetta var eins og að drepast fyrstur í eigin afmæli. Fokk, við þurfum að hafa áhyggjur Öll sú bjartsýni sem stuðningsmenn Hauka fylltust eftir komu Matas Pranckevicus og Andra Más Rúnarssonar og sigurinn á KA hvarf eins og dögg fyrir sólu eftir tapið neyðarlega fyrir ÍR. Sem fyrr sagði var frammistaðan ekki samboðin Haukum og Rúnar Sigtryggsson, þjálfari liðsins, þarf að fara aftur að teikniborðinu og finna lausnir. Besti ungi leikmaðurinn Viktor Sigurðsson átti stórleik gegn Haukum.vísir/diego Sem fyrr sagði voru hetjur ÍR gegn Haukum margar. Ein þeirra var Viktor Sigurðsson. Hann skoraði níu mörk, flest allra í liði ÍR-inga, og gaf fjórar stoðsendingar. Viktor fékk smjörþefinn af Olís-deildinni fyrir tveimur árum, var svo í lykilhlutverki hjá Breiðhyltingum í Grill 66 deildinni á síðasta tímabili og mætir núna sterkur til leiks í deild þeirra bestu. Tuð umferðarinnar Stundum er eins og starfsfólk íslenskra íþróttahúsi ætli að setja met í að vera fyrst að negla niður sætum í stúkunni eftir að leikjum lýkur. Þessi hávaðasama athöfn stangast oft á við viðtöl fjölmiðla og stundum er ekki hægt að greina hvað viðmælendur hafa að segja. Viðtölin verða því oft einhvern veginn svona: „Við mættum BAMM bara ekki BAMM til leiks BAMM og náðum ekki BAMM upp neinni BAMM vörn og markvörslu.“ Eða þið vitið. Oft sæta ummæli eftir leik engum tíðindum en það er glatað þegar góð ummæli drukkna í hávaða. Það hlýtur að vera hægt að bíða í tíu mínútur eða svo. Tuði lokið. Harðarmenn lentu á vegg gegn Valsmönnum í jómfrúarleiknum í efstu deild.vísir/hulda margrét Tölfræði sem stakk í augun Tvennt réði því öðru fremur að Selfoss vann Gróttu; markvarsla Viliusar Rasimas og gott línuspil Selfyssinga. Heimamenn skoruðu tíu mörk af línunni úr ellefu skotum. Eftir slakan leik gegn Fram í 1. umferðinni svaraði Atli Ævar Ingólfsson fyrir sig og skoraði átta mörk. Menn leiksins samkvæmt HB Statz Einar Sverrisson (Selfoss) - 8,75 í einkunn Leó Snær Pétursson (Stjarnan) - 8,53 Ólafur Rafn Gíslason (ÍR) - 8,84 Ásbjörn Friðriksson (FH) - 10,0 Agnar Smári Jónsson (Valur) - 7,97 Einar Rafn Eiðsson (KA) - 10,0 Handboltarokk umferðarinnar Lykilinn að góðu handboltarokki er að rembast og sjaldan hefur nokkur maður rembst jafn glæsilega og löðursveittur og bringuber Gavin Rossdale á hinni alræmdu Woodstock 99 tónlistarhátíð. Takiði sérstaklega eftir því hvernig hann nær tilkomumiklum hápunkti í rembningnum á 03:25. Það er ekki furða að hin eitursvala Gwen Stefani hafi ekki verið í neinum vafa um Rossdale. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=uHlN1Hy1bR4">watch on YouTube</a> Næsta umferð Svona lítur 3. umferð Olís-deildar karla út.hsí Olís-deild karla Tengdar fréttir Handkastið: „Þolpróf dómara er leikþáttur“ Ekki virðast vera gerðar miklar þolkröfur til dómara í Olís-deildunum í handbolta eins og fjallað var um í Handkastinu. 19. september 2022 11:00 Logi um ótrúlegan sigur ÍR: „Orka sem Haukarnir náðu ekki að brjóta“ „Við ætlum að fara í einhvern ótrúlegasta handboltaleik sem hefur verið spilaður á landinu í mörg ár,“ sagði Stefán Árni Pálsson í síðasta þætti Seinni bylgjunnar er umræðan snerist að ótrúlegum leik ÍR og Hauka í Olís deild karla í handbolta á föstudaginn var. 18. september 2022 10:00 „Gefur þeim ákveðið forskot á leikmenn á sama aldri í öðrum löndum“ „Ég held að fyrsta tímabilið hafi verið þegar ég var nýorðinn sextán ára,“ sagði Arnór Atlason aðspurður hvenær hann hefði byrjað að spila með meistaraflokki í handbolta. Arnór, sem er í dag aðstoðarþjálfari danska stórliðsins Álaborgar sem og danska U-20 ára landsliðið ræddi við þá Stefán Árna Pálsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson í hlaðvarpi Seinni bylgjunnar. 17. september 2022 09:01 Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Fleiri fréttir Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Sjá meira
ÍR vann einn óvæntasta sigur í sögu efstu deildar þegar liðið skellti Haukum í vígsluleiknum í Skógarseli, Hörður átti litla möguleika gegn Val í fyrsta leik sínum í efstu deild frá upphafi, sjötíu mörk voru skoruð þegar KA og ÍBV gerðu jafntefli, Leó Snær Pétursson fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar gegn Fram, Afturelding og FH skildu jöfn í Mosfellsbænum og Selfoss vann Gróttu með minnsta mun. Umfjöllun og viðtöl úr 2. umferð Olís-deildar karla Selfoss 28-27 Grótta ÍR 33-29 Haukar Stjarnan 24-24 Fram Afturelding 25-25 FH Valur 38-28 Hörður KA 35-35 ÍBV Góð umferð fyrir ... Ólafur Rafn Gíslason var frábær í marki ÍR í sigrinum á Haukum.vísir/diego ÍR Ef einhver var svo hugrakkur að veðja á sigur ÍR gegn Haukum er sá hinn sami orðinn vel múraður. Fáir áttu von á því að ÍR-ingar myndu vinna leik í vetur og hvað þá gegn Haukum. En Bjarni Fritzson vann sitt mesta þjálfaraafrek á ferlinum og strákarnir unnu glæsilegan sigur í vígsluleik nýja íþróttahússins í Skógarseli. Frammistaða Breiðhyltinga var hreinasta afbragð og hetjurnar voru margar. Ef þetta gefur þeim ekki byr undir báða vængi og trú á að þeir geti haldið sér uppi gerir ekkert það. Örvhenta leikmenn KA Fyrir utan fyrsta stundarfjórðunginn var sóknarleikur KA gegn Haukum sorp. En það var allt annað að sjá hann gegn ÍBV. KA-menn skoruðu nítján mörk í fyrri hálfleik, aðeins tveimur minna en allan leikinn gegn Haukum, og enduðu með 35 mörk. Örvhentu leikmenn KA skoruðu 22 þeirra. Einar Rafn Eiðsson var í miklum ham, sérstaklega í fyrri hálfleik þegar hann gerði níu af tólf mörkum sínum. Gauti Gunnarsson skoraði átta mörk úr jafn mörgum skotum gegn sínum gömlu félögum og Allan Norðberg lagði tvö mörk í púkkið. Óþekkta vinstri hornamenn Fyrir tímabilið þekktu ekki margir þá Jakob Stefánsson og Össur Haraldsson en þeir eru heldur betur búnir að koma sér á kortið. Þeir voru vissulega báðir í tapliðum í umferðinni en geta samt borið höfuðið hátt. Jakob gerði sex mörk fyrir Gróttu gegn Selfossi og hefur alls skorað þrettán mörk í fyrstu tveimur umferðunum og er enn með hundrað prósent nýtingu. Össur, yngri bróðir Króla, skoraði svo sex mörk fyrir Hauka í tapinu í Breiðholtinu. Igor Kopyshinsky er farinn, Stefán Rafn Sigurmannsson meiddur og Össur ætti því að fá fullt af spiltíma í vetur. Og miðað við frammistöðuna hingað til er hann traustsins verður. Slæm umferð fyrir ... Haukarnir hans Rúnars Sigtryggssonar fengu á baukinn í Breiðholtinu.vísir/diego Kristófer Dag Sigurðsson Það er ljótt að sparka í liggjandi mann svo höfum þetta stutt. Kristófer fylgdi eðlisávísun hornamannsins undir blálokin í leik Stjörnunnar og Fram og var lagður af stað í hraðaupphlaup þegar Pétur Árni Hauksson lét vaða. Boltinn hrökk út í hornið þar sem Kristófer var hvergi sjáanlegur. Þar var Leó Snær hins vegar og jafnaði á dramatískan hátt. Hauka Kannski er réttast fyrir vofu séra Friðriks að halda fyrir eyrun því ekkert annað en hin verstu fúkyrði duga til að lýsa frammistöðu Haukanna hans gegn ÍR-liðinu sem átti varla að fá stig í vetur. Spilamennskan var lélegri en allt sem lélegt er og þetta var klassískt dæmi um lið sem bar ekki næga virðingu fyrir andstæðingnum og leiknum. Það skilaði sér í sennilega versta tapi Hauka á þessari öld. Einar Inga Hrafnsson Línumaðurinn þrautreyndi fagnaði 38 ára afmæli sínu á föstudaginn, sama dag og Afturelding tók á móti FH. Fjöldi fólks mætti á leikinn og allt í toppstandi. Nema hvað afmælisbarnið fékk rautt spjald eftir sex mínútur fyrir að slá í andlitið á nafna sínum, Braga Aðalsteinssyni. Handkastararnir lýstu þessu ágætlega í hlaðvarpinu sínu: þetta var eins og að drepast fyrstur í eigin afmæli. Fokk, við þurfum að hafa áhyggjur Öll sú bjartsýni sem stuðningsmenn Hauka fylltust eftir komu Matas Pranckevicus og Andra Más Rúnarssonar og sigurinn á KA hvarf eins og dögg fyrir sólu eftir tapið neyðarlega fyrir ÍR. Sem fyrr sagði var frammistaðan ekki samboðin Haukum og Rúnar Sigtryggsson, þjálfari liðsins, þarf að fara aftur að teikniborðinu og finna lausnir. Besti ungi leikmaðurinn Viktor Sigurðsson átti stórleik gegn Haukum.vísir/diego Sem fyrr sagði voru hetjur ÍR gegn Haukum margar. Ein þeirra var Viktor Sigurðsson. Hann skoraði níu mörk, flest allra í liði ÍR-inga, og gaf fjórar stoðsendingar. Viktor fékk smjörþefinn af Olís-deildinni fyrir tveimur árum, var svo í lykilhlutverki hjá Breiðhyltingum í Grill 66 deildinni á síðasta tímabili og mætir núna sterkur til leiks í deild þeirra bestu. Tuð umferðarinnar Stundum er eins og starfsfólk íslenskra íþróttahúsi ætli að setja met í að vera fyrst að negla niður sætum í stúkunni eftir að leikjum lýkur. Þessi hávaðasama athöfn stangast oft á við viðtöl fjölmiðla og stundum er ekki hægt að greina hvað viðmælendur hafa að segja. Viðtölin verða því oft einhvern veginn svona: „Við mættum BAMM bara ekki BAMM til leiks BAMM og náðum ekki BAMM upp neinni BAMM vörn og markvörslu.“ Eða þið vitið. Oft sæta ummæli eftir leik engum tíðindum en það er glatað þegar góð ummæli drukkna í hávaða. Það hlýtur að vera hægt að bíða í tíu mínútur eða svo. Tuði lokið. Harðarmenn lentu á vegg gegn Valsmönnum í jómfrúarleiknum í efstu deild.vísir/hulda margrét Tölfræði sem stakk í augun Tvennt réði því öðru fremur að Selfoss vann Gróttu; markvarsla Viliusar Rasimas og gott línuspil Selfyssinga. Heimamenn skoruðu tíu mörk af línunni úr ellefu skotum. Eftir slakan leik gegn Fram í 1. umferðinni svaraði Atli Ævar Ingólfsson fyrir sig og skoraði átta mörk. Menn leiksins samkvæmt HB Statz Einar Sverrisson (Selfoss) - 8,75 í einkunn Leó Snær Pétursson (Stjarnan) - 8,53 Ólafur Rafn Gíslason (ÍR) - 8,84 Ásbjörn Friðriksson (FH) - 10,0 Agnar Smári Jónsson (Valur) - 7,97 Einar Rafn Eiðsson (KA) - 10,0 Handboltarokk umferðarinnar Lykilinn að góðu handboltarokki er að rembast og sjaldan hefur nokkur maður rembst jafn glæsilega og löðursveittur og bringuber Gavin Rossdale á hinni alræmdu Woodstock 99 tónlistarhátíð. Takiði sérstaklega eftir því hvernig hann nær tilkomumiklum hápunkti í rembningnum á 03:25. Það er ekki furða að hin eitursvala Gwen Stefani hafi ekki verið í neinum vafa um Rossdale. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=uHlN1Hy1bR4">watch on YouTube</a> Næsta umferð Svona lítur 3. umferð Olís-deildar karla út.hsí
Olís-deild karla Tengdar fréttir Handkastið: „Þolpróf dómara er leikþáttur“ Ekki virðast vera gerðar miklar þolkröfur til dómara í Olís-deildunum í handbolta eins og fjallað var um í Handkastinu. 19. september 2022 11:00 Logi um ótrúlegan sigur ÍR: „Orka sem Haukarnir náðu ekki að brjóta“ „Við ætlum að fara í einhvern ótrúlegasta handboltaleik sem hefur verið spilaður á landinu í mörg ár,“ sagði Stefán Árni Pálsson í síðasta þætti Seinni bylgjunnar er umræðan snerist að ótrúlegum leik ÍR og Hauka í Olís deild karla í handbolta á föstudaginn var. 18. september 2022 10:00 „Gefur þeim ákveðið forskot á leikmenn á sama aldri í öðrum löndum“ „Ég held að fyrsta tímabilið hafi verið þegar ég var nýorðinn sextán ára,“ sagði Arnór Atlason aðspurður hvenær hann hefði byrjað að spila með meistaraflokki í handbolta. Arnór, sem er í dag aðstoðarþjálfari danska stórliðsins Álaborgar sem og danska U-20 ára landsliðið ræddi við þá Stefán Árna Pálsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson í hlaðvarpi Seinni bylgjunnar. 17. september 2022 09:01 Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Fleiri fréttir Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Sjá meira
Handkastið: „Þolpróf dómara er leikþáttur“ Ekki virðast vera gerðar miklar þolkröfur til dómara í Olís-deildunum í handbolta eins og fjallað var um í Handkastinu. 19. september 2022 11:00
Logi um ótrúlegan sigur ÍR: „Orka sem Haukarnir náðu ekki að brjóta“ „Við ætlum að fara í einhvern ótrúlegasta handboltaleik sem hefur verið spilaður á landinu í mörg ár,“ sagði Stefán Árni Pálsson í síðasta þætti Seinni bylgjunnar er umræðan snerist að ótrúlegum leik ÍR og Hauka í Olís deild karla í handbolta á föstudaginn var. 18. september 2022 10:00
„Gefur þeim ákveðið forskot á leikmenn á sama aldri í öðrum löndum“ „Ég held að fyrsta tímabilið hafi verið þegar ég var nýorðinn sextán ára,“ sagði Arnór Atlason aðspurður hvenær hann hefði byrjað að spila með meistaraflokki í handbolta. Arnór, sem er í dag aðstoðarþjálfari danska stórliðsins Álaborgar sem og danska U-20 ára landsliðið ræddi við þá Stefán Árna Pálsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson í hlaðvarpi Seinni bylgjunnar. 17. september 2022 09:01