„Þeir héldu að þú myndir verða einn af bestu leikmönnum í heimi“ Sindri Sverrisson skrifar 22. september 2022 14:01 Ásgeir Örn Hallgrímsson í leik með GOG gegn Barcelona en spænska stórveldið var lengi með hann í sigti sínu. EPA/Alberto Estévez Arnar Freyr Theodórsson fór að „fikta“ við umboðsmennsku árið 2007 og hefur síðan tekið að sér marga handknattleiksmenn og kynnst ýmsu. Hann fékk eitt sinn að sjá skýrslu njósnara Barcelona um íslenskan leikmann sem spænska stórveldið taldi að yrði einn sá albesti í heimi í sinni stöðu. Arnar Freyr var gestur þeirra Stefáns Árna Pálssonar og Ásgeirs Arnar Hallgrímssonar í hlaðvarpi Seinni bylgjunnar í vikunni og hafði frá ýmsu að segja. Hann er í dag með um 60 handknattleiksmenn á sínum snærum eftir að hafa byrjað í umboðsmennsku þegar hann kom að sölu á Elíasi Má Halldórssyni frá Stjörnunni til Rostock fyrir fimmtán árum. Arnar sagði einnig frá því þegar Barcelona fylgdist spennt með Ásgeiri Erni í byrjun þessarar aldar. Ásgeir var fyrirliði U18-liðs Íslands sem varð Evrópumeistari árið 2003, markakóngur mótsins og valinn í úrvalsliðið. Þá vann hann tíu stóra titla með Haukum áður en hann fór til þýska liðsins Lemgo árið 2005, aðeins 21 árs gamall. Fékk að sjá skýrsluna um Ásgeir „Barcelona var í gamla daga með mjög öflugt „scouting network“ til að fylgjast með leikmönnum og þróun þeirra. Ég fékk fyrir nokkrum árum að sjá skýrsluna hans Ásgeirs Arnar og það var mjög skemmtilegt og áhugavert að sjá hana. Þar fóru þeir yfir eiginleika hans sem leikmanns; gæði, kosti, ókosti og hvað þeir töldu að hann yrði. Þetta var mjög ítarlegt – framþróunarskýrsla um ár eftir ár,“ sagði Arnar Freyr en Börsungar voru með Ásgeir í sigti sínu strax frá 16 ára aldri: „Þeir héldu að þú myndir verða einn af bestu leikmönnum í heimi í þinni stöðu. Mér fannst þú ekki alveg ná því þó þú næðir mjög langt. Mér fannst þú vera í næsta klassa fyrir neðan,“ sagði Arnar Freyr og Ásgeir var alveg sammála því þrátt fyrir mjög góðan feril, þar sem hann fór til að mynda á sextán stórmót með íslenska landsliðinu og vann til að mynda EHF-bikarinn með Lemgo og titla með PSG. Seinni bylgjan Handbolti Mest lesið Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Ísland eignaðist tvo heimsmeistara í Höfðaborg í dag Sport Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi Fótbolti Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Sport Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Enski boltinn „Ég spila fyrir mömmu mína“ Fótbolti „Það var engin liðsheild hjá liðinu mínu í kvöld“ Sport Þorleifur sýndi brautina fyrir HM í bakgarðshlaupum fyrir helgina Sport „Frábær stemning og ég er ánægður að sjá fólkið okkar aftur“ Sport Fleiri fréttir Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Donni öflugur í sigri á Spáni Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss „Þá geta menn alveg eins verið heima í stofu í Playstation“ Snýr aftur í landsliðið eftir að hafa fengið blóðtappa í heila og farið í hjartaaðgerð Langþráður sigur FH fyrir austan fjall Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Sjá meira
Arnar Freyr var gestur þeirra Stefáns Árna Pálssonar og Ásgeirs Arnar Hallgrímssonar í hlaðvarpi Seinni bylgjunnar í vikunni og hafði frá ýmsu að segja. Hann er í dag með um 60 handknattleiksmenn á sínum snærum eftir að hafa byrjað í umboðsmennsku þegar hann kom að sölu á Elíasi Má Halldórssyni frá Stjörnunni til Rostock fyrir fimmtán árum. Arnar sagði einnig frá því þegar Barcelona fylgdist spennt með Ásgeiri Erni í byrjun þessarar aldar. Ásgeir var fyrirliði U18-liðs Íslands sem varð Evrópumeistari árið 2003, markakóngur mótsins og valinn í úrvalsliðið. Þá vann hann tíu stóra titla með Haukum áður en hann fór til þýska liðsins Lemgo árið 2005, aðeins 21 árs gamall. Fékk að sjá skýrsluna um Ásgeir „Barcelona var í gamla daga með mjög öflugt „scouting network“ til að fylgjast með leikmönnum og þróun þeirra. Ég fékk fyrir nokkrum árum að sjá skýrsluna hans Ásgeirs Arnar og það var mjög skemmtilegt og áhugavert að sjá hana. Þar fóru þeir yfir eiginleika hans sem leikmanns; gæði, kosti, ókosti og hvað þeir töldu að hann yrði. Þetta var mjög ítarlegt – framþróunarskýrsla um ár eftir ár,“ sagði Arnar Freyr en Börsungar voru með Ásgeir í sigti sínu strax frá 16 ára aldri: „Þeir héldu að þú myndir verða einn af bestu leikmönnum í heimi í þinni stöðu. Mér fannst þú ekki alveg ná því þó þú næðir mjög langt. Mér fannst þú vera í næsta klassa fyrir neðan,“ sagði Arnar Freyr og Ásgeir var alveg sammála því þrátt fyrir mjög góðan feril, þar sem hann fór til að mynda á sextán stórmót með íslenska landsliðinu og vann til að mynda EHF-bikarinn með Lemgo og titla með PSG.
Seinni bylgjan Handbolti Mest lesið Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Ísland eignaðist tvo heimsmeistara í Höfðaborg í dag Sport Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi Fótbolti Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Sport Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Enski boltinn „Ég spila fyrir mömmu mína“ Fótbolti „Það var engin liðsheild hjá liðinu mínu í kvöld“ Sport Þorleifur sýndi brautina fyrir HM í bakgarðshlaupum fyrir helgina Sport „Frábær stemning og ég er ánægður að sjá fólkið okkar aftur“ Sport Fleiri fréttir Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Donni öflugur í sigri á Spáni Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss „Þá geta menn alveg eins verið heima í stofu í Playstation“ Snýr aftur í landsliðið eftir að hafa fengið blóðtappa í heila og farið í hjartaaðgerð Langþráður sigur FH fyrir austan fjall Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Sjá meira