Ted Lasso mætir í FIFA 23 Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 22. september 2022 22:21 Sudeikis er sagður hæstánægður með viðbótina í tölvuleiknum. Getty/David M. Benett FIFA áhugamenn munu sjá knattspyrnustjórann Ted Lasso úr samnefndum þáttum á vegum streymisveitu Apple, Apple+ í tölvuleiknum FIFA23. EA games sendu frá sér stiklu í gær þar sem nýjasti knattspyrnustjóri tölvuleiksins er kynntur. Lasso verður þó ekki sá eini úr þáttunum sem fær að láta ljós sitt skína en leikmenn liðsins í sjónvarpsþáttunum, AFC Richmond verða einnig með. BBC greinir frá þessu. Það sem gerir þessa nýjung innan leiksins merkilega er sú staðreynd að fótboltaliðið AFC Richmond er ekki til í raunheimum. Þættirnir hófu göngu sína árið 2020 og hafa notið mikilla vinsælda. Þeir fjalla um bandaríska þjálfarann Ted Lasso sem vanur er að þjálfa leikmenn í amerískum fótbolta. Hann er ráðinn til London til þess að gerast knattspyrnustjóri AFC Richmond en veit lítið sem ekkert um fótbolta. Ástsæli leikarinn Jason Sudeikis fer með hlutverk Lasso en þættirnir hafa unnið til Emmy og Golden Globe verðlauna. Hér að ofan má sjá tilkynningu EA games. Bíó og sjónvarp Apple Mest lesið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech Lífið Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Fleiri fréttir Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Sjá meira
EA games sendu frá sér stiklu í gær þar sem nýjasti knattspyrnustjóri tölvuleiksins er kynntur. Lasso verður þó ekki sá eini úr þáttunum sem fær að láta ljós sitt skína en leikmenn liðsins í sjónvarpsþáttunum, AFC Richmond verða einnig með. BBC greinir frá þessu. Það sem gerir þessa nýjung innan leiksins merkilega er sú staðreynd að fótboltaliðið AFC Richmond er ekki til í raunheimum. Þættirnir hófu göngu sína árið 2020 og hafa notið mikilla vinsælda. Þeir fjalla um bandaríska þjálfarann Ted Lasso sem vanur er að þjálfa leikmenn í amerískum fótbolta. Hann er ráðinn til London til þess að gerast knattspyrnustjóri AFC Richmond en veit lítið sem ekkert um fótbolta. Ástsæli leikarinn Jason Sudeikis fer með hlutverk Lasso en þættirnir hafa unnið til Emmy og Golden Globe verðlauna. Hér að ofan má sjá tilkynningu EA games.
Bíó og sjónvarp Apple Mest lesið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech Lífið Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Fleiri fréttir Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Sjá meira