„Ótrúlegt að við skulum hafa náð þessu“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 27. september 2022 21:41 Rúnar Alex Rúnarsson stóð vaktina í marki Íslands í kvöld. Matthew Pearce/Icon Sportswire via Getty Images „Mér líður bara eins og við höfum unnið þennan leik,“ sagði markvörðurinn Rúnar Alex Rúnarsson eftir 1-1 jafntefli Íslands gegn Albaníu í kvöld. Íslenska liðið var manni færri frá tíundu mínútu leiksins þar sem fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson var rekinn af velli með beint rautt spjald. Rúnar segist varla trúa því að liðið hafi náð að kreista út úrlit úr leiknum. „Þetta var bara ótrúlegt að við skulum hafa náð þessu. Við erum manni færri í 80 mínútur og svo fimm og sjö mínútur í uppbótartíma þannig þetta er bara 90 mínútna leikur einum færri. Það er ótrúlegt að við höfum náð þessu, en sýnir bara karakterinn í liðinu. Hversu mikið við viljum gera þetta fyrir hvern annan og ég er bara ótrúlega stoltur.“ Albanir tóku forystuna þegar um tíu mínútur voru eftir af fyrri hálfleik. Rúnar var í boltanum, en skallinn var fastur og erfiður viðureignar. „Ég held að þetta hefði sennilega verið besta varslan á ferlinum ef ég hefði varið þetta. En svona gerist og það er aldrei hægt að stoppa öll færi í 90 mínútna fótboltaleik. Þeir nýttu það vel í fyrri hálfleik að vera manni færri og voru að láta okkur hlaupa. Þeir voru að skipta á milli kanta og það gerist alltaf á einhverjum tímapunkti að þeir nái að opna okkur og búa til einhver færi og þeir nýttu þetta færi vel.“ Rúnar átti þó eina virkilega góða vörslu í upphafi síðari hálfleiks, en hann segir að brekkan fyrir íslenska liðið hefði mögurlega orðið of brött ef liðið myndi lenda tveimur mörkum undir. „Til þess er ég hérna. Til að reyna að hjálpa liðinu eins mikið og ég get. Það er rosalega ánægjulegt að hafa náð að halda þessu í 1-0 á þessum tímapunkti því annars verður þetta ansi brött brekka fyrir okkur,“ sagði Rúnar að lokum. Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Markaskorarinn Mikael: Ég hafði engu að tapa í kvöld Mikael Neville Anderson skoraði jöfnunarmark Íslands á sjöttu mínútu uppbótartíma er íslenska karlalandsliðið í fótbolta gerði 1-1 jafntefli gegn Albaníu í lokaleik riðilsins í Þjóðadeild UEFA í kvöld. 27. september 2022 21:31 Umfjöllun: Albanía - Ísland 1-1 | Leikur tveggja hálfleika í Tírana og jafntefli niðurstaðan Það stefndi allt í afleitt kvöld í Albaníu fyrir íslenska landsliðið í fótbolta. Aron Einar Gunnarsson var rekinn út af eftir 10 mínútur og mjög erfiður fyrri hálfleikur. Seinni hálfleikur var allt önnur saga, Ísland betra liðið og sanngjarnt jafntefli niðurstaðan. Ísland endar í öðru sæti riðilsins og hægt að gera sér vonir um að umspil gæti orðið að raunveruleika eftir ár. 27. september 2022 21:15 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Fleiri fréttir Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Sjá meira
Íslenska liðið var manni færri frá tíundu mínútu leiksins þar sem fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson var rekinn af velli með beint rautt spjald. Rúnar segist varla trúa því að liðið hafi náð að kreista út úrlit úr leiknum. „Þetta var bara ótrúlegt að við skulum hafa náð þessu. Við erum manni færri í 80 mínútur og svo fimm og sjö mínútur í uppbótartíma þannig þetta er bara 90 mínútna leikur einum færri. Það er ótrúlegt að við höfum náð þessu, en sýnir bara karakterinn í liðinu. Hversu mikið við viljum gera þetta fyrir hvern annan og ég er bara ótrúlega stoltur.“ Albanir tóku forystuna þegar um tíu mínútur voru eftir af fyrri hálfleik. Rúnar var í boltanum, en skallinn var fastur og erfiður viðureignar. „Ég held að þetta hefði sennilega verið besta varslan á ferlinum ef ég hefði varið þetta. En svona gerist og það er aldrei hægt að stoppa öll færi í 90 mínútna fótboltaleik. Þeir nýttu það vel í fyrri hálfleik að vera manni færri og voru að láta okkur hlaupa. Þeir voru að skipta á milli kanta og það gerist alltaf á einhverjum tímapunkti að þeir nái að opna okkur og búa til einhver færi og þeir nýttu þetta færi vel.“ Rúnar átti þó eina virkilega góða vörslu í upphafi síðari hálfleiks, en hann segir að brekkan fyrir íslenska liðið hefði mögurlega orðið of brött ef liðið myndi lenda tveimur mörkum undir. „Til þess er ég hérna. Til að reyna að hjálpa liðinu eins mikið og ég get. Það er rosalega ánægjulegt að hafa náð að halda þessu í 1-0 á þessum tímapunkti því annars verður þetta ansi brött brekka fyrir okkur,“ sagði Rúnar að lokum.
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Markaskorarinn Mikael: Ég hafði engu að tapa í kvöld Mikael Neville Anderson skoraði jöfnunarmark Íslands á sjöttu mínútu uppbótartíma er íslenska karlalandsliðið í fótbolta gerði 1-1 jafntefli gegn Albaníu í lokaleik riðilsins í Þjóðadeild UEFA í kvöld. 27. september 2022 21:31 Umfjöllun: Albanía - Ísland 1-1 | Leikur tveggja hálfleika í Tírana og jafntefli niðurstaðan Það stefndi allt í afleitt kvöld í Albaníu fyrir íslenska landsliðið í fótbolta. Aron Einar Gunnarsson var rekinn út af eftir 10 mínútur og mjög erfiður fyrri hálfleikur. Seinni hálfleikur var allt önnur saga, Ísland betra liðið og sanngjarnt jafntefli niðurstaðan. Ísland endar í öðru sæti riðilsins og hægt að gera sér vonir um að umspil gæti orðið að raunveruleika eftir ár. 27. september 2022 21:15 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Fleiri fréttir Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Sjá meira
Markaskorarinn Mikael: Ég hafði engu að tapa í kvöld Mikael Neville Anderson skoraði jöfnunarmark Íslands á sjöttu mínútu uppbótartíma er íslenska karlalandsliðið í fótbolta gerði 1-1 jafntefli gegn Albaníu í lokaleik riðilsins í Þjóðadeild UEFA í kvöld. 27. september 2022 21:31
Umfjöllun: Albanía - Ísland 1-1 | Leikur tveggja hálfleika í Tírana og jafntefli niðurstaðan Það stefndi allt í afleitt kvöld í Albaníu fyrir íslenska landsliðið í fótbolta. Aron Einar Gunnarsson var rekinn út af eftir 10 mínútur og mjög erfiður fyrri hálfleikur. Seinni hálfleikur var allt önnur saga, Ísland betra liðið og sanngjarnt jafntefli niðurstaðan. Ísland endar í öðru sæti riðilsins og hægt að gera sér vonir um að umspil gæti orðið að raunveruleika eftir ár. 27. september 2022 21:15