Systir Ronaldos: „Portúgalir eru veikir, sálarlausir, heimskir og eilíflega vanþakklátir“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. september 2022 08:00 Katia Aveiro, systir Cristianos Ronaldo, dró hvergi af í gagnrýni sinni á þá sem eru ósáttir við bróður hennar. getty/Alfredo Rocha Systir Cristianos Ronaldo er afar ósátt með stuðningsmenn portúgalska landsliðsins eftir að þeir gagnrýndu bróður hennar. Ronaldo tókst ekki að skora í nýafstaðinni landsleikjahrinu og átti sérstaklega erfitt uppdráttar þegar Portúgal laut í lægra haldi fyrir Spáni, 1-0, í Þjóðadeildinni í fyrradag. Ronaldo fékk nokkuð mikla gagnrýni fyrir frammistöðu sína og ýmsir veltu því fyrir sér hvort hann ætti hreinlega skilið að vera í byrjunarliði Portúgals. Katia Aveiro, systir Ronaldos, tók til varna fyrir bróður sinn og kallaði þá sem dirfðust að gagnrýna hann öllum illum nöfnum. „Hann á fjölskyldu og ástvini sem standa við bakið á honum og verða alltaf, sama hvað,“ skrifaði Aveiro á Instagram. „En þetta kemur mér ekkert á óvart. Portúgalir hrækja á diskinn sem þeir borða af. Þetta hefur alltaf verið svona. Þess vegna truflar það þegar einhver rís upp úr öskunni og breytir hlutum. Alltaf með þér, kóngurinn minn. Slakaðu á.“ Aveiro hélt áfram og ítrekaði að stuðningsmenn Portúgals væru afar vanþakklátir. „Portúgalir eru veikir, sálarlausir, heimskir og eilíflega vanþakklátir. Enginn réttir manninum á hnjánum hjálparhönd. Það er grimmilegt. Hann hefur gefið svo mikið og heldur því áfram. Sá sem er á hnjánum er Cristiano Ronaldo og er besti leikmaður heims.“ Ronaldo er markahæsti landsliðsmaður sögunnar með 117 mörk. Hann var fyrirliði portúgalska liðsins sem varð Evrópumeistari 2016 og vann Þjóðadeildina þremur árum síðar. Ronaldo er á leið á sitt fimmta heimsmeistaramót. Portúgalski boltinn Þjóðadeild UEFA Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti Antony á leið til Betis Enski boltinn „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti Fleiri fréttir Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Neymar segir að Mbappé hafi verið afbrýðisamur út í Messi Víkingar fá mikinn liðsstyrk Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Úrslit breyta öllu: „Arnar gerir sér grein fyrir því“ Sjá meira
Ronaldo tókst ekki að skora í nýafstaðinni landsleikjahrinu og átti sérstaklega erfitt uppdráttar þegar Portúgal laut í lægra haldi fyrir Spáni, 1-0, í Þjóðadeildinni í fyrradag. Ronaldo fékk nokkuð mikla gagnrýni fyrir frammistöðu sína og ýmsir veltu því fyrir sér hvort hann ætti hreinlega skilið að vera í byrjunarliði Portúgals. Katia Aveiro, systir Ronaldos, tók til varna fyrir bróður sinn og kallaði þá sem dirfðust að gagnrýna hann öllum illum nöfnum. „Hann á fjölskyldu og ástvini sem standa við bakið á honum og verða alltaf, sama hvað,“ skrifaði Aveiro á Instagram. „En þetta kemur mér ekkert á óvart. Portúgalir hrækja á diskinn sem þeir borða af. Þetta hefur alltaf verið svona. Þess vegna truflar það þegar einhver rís upp úr öskunni og breytir hlutum. Alltaf með þér, kóngurinn minn. Slakaðu á.“ Aveiro hélt áfram og ítrekaði að stuðningsmenn Portúgals væru afar vanþakklátir. „Portúgalir eru veikir, sálarlausir, heimskir og eilíflega vanþakklátir. Enginn réttir manninum á hnjánum hjálparhönd. Það er grimmilegt. Hann hefur gefið svo mikið og heldur því áfram. Sá sem er á hnjánum er Cristiano Ronaldo og er besti leikmaður heims.“ Ronaldo er markahæsti landsliðsmaður sögunnar með 117 mörk. Hann var fyrirliði portúgalska liðsins sem varð Evrópumeistari 2016 og vann Þjóðadeildina þremur árum síðar. Ronaldo er á leið á sitt fimmta heimsmeistaramót.
Portúgalski boltinn Þjóðadeild UEFA Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti Antony á leið til Betis Enski boltinn „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti Fleiri fréttir Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Neymar segir að Mbappé hafi verið afbrýðisamur út í Messi Víkingar fá mikinn liðsstyrk Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Úrslit breyta öllu: „Arnar gerir sér grein fyrir því“ Sjá meira