„Tvær lélegar sóknir hjá sitthvoru liðinu sem skilaði jafntefli“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 29. september 2022 21:10 Einar Sverrisson skoraði tíu mörk fyrir Selfyssinga í kvöld og braut um leið þúsund marka múrinn fyrir félagið. mynd/selfoss Einar Sverrisson, leikmaður Selfoss, átti stórleik þegar liðið gerði jafntefli gegn ÍBV í Olís-deild karla í handbolta í kvöld, 31-31. Einar skoraði tíu mörk fyrir Selfyssinga og hans fjórða mark í leiknum var hans þúsundasta fyrir félagið í opinberum keppnisleikjum. „Eigum við ekki að segja að þetta séu blendnar tilfinningar? Ég er gríðarlega ánægður að vera kominn í þessi þúsund mörk. Það var ákveðið markmið fyrir veturinn þó að það hafi svo sem legið ljóst fyrir að ef maður hefði getað eitthvað þá færi maður alltaf í þúsund. En það er gaman að gera það hér og gaman að fá viðurkenningu fyrir það,“ sagði Einar eftir jafntefli kvöldsins. „En við vorum aðeins klaufar að klára ekki leikinn. Það var það sem var aðalatriðið í kvöld, að reyna að taka tvö stig. En þetta var ekki alveg nógu vel ígrunduð lokasókn hjá okkur og svo var það sama hjá þeim. Tvær lélegar sóknir hjá sitthvoru liðinu sem skilaði jafntefli.“ Leikurinn var gríðarlega jafn í kvöld og munurinn á liðunum varð aldrei meiri en tvö mörk. Einar segir það nokkuð viðbúið þegar þessi lið mætist að leikirnir verði jafnir, en hann þekkir það vel að spila með ÍBV. „Ég þekki náttúrulega vel til Vestmannaeyingana, allavega þeirra fáu sem eru eftir síðan ég var þarna. Mér líkar alltaf vel að spila við þá og þetta eru alltaf svona skemmtilegri leikir fyrir mig og kannski líka fyrir fólkið. Suðurlandsslagur og ég held að þetta hafi verið áhugaverður leikur að horfa á. Þetta var góð skemmtun en því miður hefði ég viljað taka tvö stig.“ Að lokum var Einar spurður að því hvort að hann sæi fyrir sér að bæta við þúsund mörkum í viðbót, enda enn aðeins þrítugur að aldri og nóg eftir af ferlinum. Hann var þó harður á því að það myndi ekki gerast. „Nei, það held ég ekki,“ sagði Einar og hló. Olís-deild karla Handbolti UMF Selfoss Tengdar fréttir Umfjöllun: Selfoss - ÍBV 31-31 | Jafnt í háspennuleik í Suðurlandsslagnum Selfoss og ÍBV gerðu 31-31 jafntefli er liðin mættust í háspennuleik í fjórðu umferð Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. 29. september 2022 20:53 Mest lesið Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Enski boltinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Handbolti Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Körfubolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn Handbolti Fleiri fréttir Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur „Verðum að hlaupa betur til baka“ Risa Evrópuleikur á Hlíðarenda: „Tökum Spánverjana á taugum með fullu húsi“ „Þetta var allsherjar klúður þarna“ „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Framkonur áfram öflugar í Lambhagahöllinni Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Strákarnir hans Arons töpuðu aftur „Held að þetta fylgi bara umræðunni á Íslandi“ Katastrófan vegna klaufa í Kristianstad Gapandi hissa á „katastrófu“ í leik Íslands: „Hvaða grín er þetta?“ Sjá meira
„Eigum við ekki að segja að þetta séu blendnar tilfinningar? Ég er gríðarlega ánægður að vera kominn í þessi þúsund mörk. Það var ákveðið markmið fyrir veturinn þó að það hafi svo sem legið ljóst fyrir að ef maður hefði getað eitthvað þá færi maður alltaf í þúsund. En það er gaman að gera það hér og gaman að fá viðurkenningu fyrir það,“ sagði Einar eftir jafntefli kvöldsins. „En við vorum aðeins klaufar að klára ekki leikinn. Það var það sem var aðalatriðið í kvöld, að reyna að taka tvö stig. En þetta var ekki alveg nógu vel ígrunduð lokasókn hjá okkur og svo var það sama hjá þeim. Tvær lélegar sóknir hjá sitthvoru liðinu sem skilaði jafntefli.“ Leikurinn var gríðarlega jafn í kvöld og munurinn á liðunum varð aldrei meiri en tvö mörk. Einar segir það nokkuð viðbúið þegar þessi lið mætist að leikirnir verði jafnir, en hann þekkir það vel að spila með ÍBV. „Ég þekki náttúrulega vel til Vestmannaeyingana, allavega þeirra fáu sem eru eftir síðan ég var þarna. Mér líkar alltaf vel að spila við þá og þetta eru alltaf svona skemmtilegri leikir fyrir mig og kannski líka fyrir fólkið. Suðurlandsslagur og ég held að þetta hafi verið áhugaverður leikur að horfa á. Þetta var góð skemmtun en því miður hefði ég viljað taka tvö stig.“ Að lokum var Einar spurður að því hvort að hann sæi fyrir sér að bæta við þúsund mörkum í viðbót, enda enn aðeins þrítugur að aldri og nóg eftir af ferlinum. Hann var þó harður á því að það myndi ekki gerast. „Nei, það held ég ekki,“ sagði Einar og hló.
Olís-deild karla Handbolti UMF Selfoss Tengdar fréttir Umfjöllun: Selfoss - ÍBV 31-31 | Jafnt í háspennuleik í Suðurlandsslagnum Selfoss og ÍBV gerðu 31-31 jafntefli er liðin mættust í háspennuleik í fjórðu umferð Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. 29. september 2022 20:53 Mest lesið Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Enski boltinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Handbolti Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Körfubolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn Handbolti Fleiri fréttir Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur „Verðum að hlaupa betur til baka“ Risa Evrópuleikur á Hlíðarenda: „Tökum Spánverjana á taugum með fullu húsi“ „Þetta var allsherjar klúður þarna“ „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Framkonur áfram öflugar í Lambhagahöllinni Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Strákarnir hans Arons töpuðu aftur „Held að þetta fylgi bara umræðunni á Íslandi“ Katastrófan vegna klaufa í Kristianstad Gapandi hissa á „katastrófu“ í leik Íslands: „Hvaða grín er þetta?“ Sjá meira
Umfjöllun: Selfoss - ÍBV 31-31 | Jafnt í háspennuleik í Suðurlandsslagnum Selfoss og ÍBV gerðu 31-31 jafntefli er liðin mættust í háspennuleik í fjórðu umferð Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. 29. september 2022 20:53
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti