„Ég var ekki sáttur með þetta rauða spjald “ Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifar 30. september 2022 21:49 Rúnar Sigtryggsson, þjálfari Hauka Vísir: Hulda Margrét „Ég er ánægðastur með það, úr því sem komið var, að við náum að snúa þessu við með því að fara í framliggjandi vörn og vorum agaðir og með smá trikki frá Binna í horninu að ná að jafna leikinn,“ sagði Rúnar Sigtryggsson, þjálfari Hauka, eftir jafntefli á móti Stjörnunni í kvöld. Haukar voru tveimur mörkum undir þegar tæplega fimm mínútur voru til leiksloka en tókst, með klókinum að jafna leikinn, 29-29. „Ég er ánægðastur með síðustu vörnina, hvernig hún hélt, að menn voru ekkert að veigrast við að taka ábyrgð og Stefán Huldar náttúrulega frábær í markinu, annan leikinn í röð.“ „Sóknarleikurinn var góður í fyrri, það kom mjög mikið hikst á hann í seinni. Maður hefði mátt skipta meira, svona eftiráhyggja en mér fannst við eiga hægri vænginn inni sóknarlega. Adam kom sterkur inn, mátti vera meira en þetta hugsar maður alltaf þegar maður fær ekki bæði stigin. Ég er ánægður með útkomuna úr því sem komið var. Ég var ekki sáttur með þetta rauða spjald og víti miðað við hvernig þetta var kynnt fyrir okkur. Ef boltinn breytir ekki um stefnu á þetta að vera bara mark og það skiptir máli finnst mér.“ Þegar um stundarfjórðungur var eftir fengu Haukarnir víti og Stefán Rafn fór á punktinn gegn Arnóri Frey Stefánsyni. Það gekk ekki betur en svo að boltinn fór í höfuðið á Arnóri sem lá óvígur eftir og uppskar Stefán rautt spjald. „Boltinn fer í höfðið á honum, á hliðina en boltinn breytir ekki um stefnu. Boltinn er tekinn frá hægri til vinstri. Ég hefði allavega viljað að þeir hefðu kíkt á þetta í sjónvarpi fyrst að allir eru hérna á staðnum og allt er í boði. Ef þeir höfðu sömu skoðun þá er ekkert við því að segja en ég hefði viljað að þeir hefðu skorað VAR-ið.“ Haukar fá Aftureldingu í heimsókn í næstu umferð og vill Rúnar að þeir stækki góðu kaflana og spili fjölbreyttari sóknarleik. „Við þurfum að stækka góðu kaflana. Við byrjuðum leikinn ekkert sérstaklega vel. Við spiluðum fanta varnarleik á tímabili. Stefán er náttúrulega að koma inn eftir margra vikna pásu og það þarf aðeins að ná honum í betra form. Sóknarleikurinn má vera aðeins fjölbreyttari fyrir minn smekk en þetta er allt í lagi og þetta er allt á réttri leið.“ Haukar Olís-deild karla Handbolti Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - Haukar 29-29 | Garðbæingar köstuðu sigrinum frá sér Stjarnan og Haukar skiptu stigunum á milli sín er liðin gerði 29-29 jafntefli í lokaleik 4. umferðar Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. Heimamenn voru með þetta hendi sér þegar skammt var eftir af leiknum, en köstuðu sigrinum frá sér. 30. september 2022 23:10 Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Postecoglou rekinn Enski boltinn Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Sport Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi Fótbolti Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fótbolti Ísland eignaðist tvo heimsmeistara í Höfðaborg í dag Sport Fleiri fréttir Donni með skotsýningu Níu marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Donni öflugur í sigri á Spáni Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss „Þá geta menn alveg eins verið heima í stofu í Playstation“ Snýr aftur í landsliðið eftir að hafa fengið blóðtappa í heila og farið í hjartaaðgerð Sjá meira
„Ég er ánægðastur með síðustu vörnina, hvernig hún hélt, að menn voru ekkert að veigrast við að taka ábyrgð og Stefán Huldar náttúrulega frábær í markinu, annan leikinn í röð.“ „Sóknarleikurinn var góður í fyrri, það kom mjög mikið hikst á hann í seinni. Maður hefði mátt skipta meira, svona eftiráhyggja en mér fannst við eiga hægri vænginn inni sóknarlega. Adam kom sterkur inn, mátti vera meira en þetta hugsar maður alltaf þegar maður fær ekki bæði stigin. Ég er ánægður með útkomuna úr því sem komið var. Ég var ekki sáttur með þetta rauða spjald og víti miðað við hvernig þetta var kynnt fyrir okkur. Ef boltinn breytir ekki um stefnu á þetta að vera bara mark og það skiptir máli finnst mér.“ Þegar um stundarfjórðungur var eftir fengu Haukarnir víti og Stefán Rafn fór á punktinn gegn Arnóri Frey Stefánsyni. Það gekk ekki betur en svo að boltinn fór í höfuðið á Arnóri sem lá óvígur eftir og uppskar Stefán rautt spjald. „Boltinn fer í höfðið á honum, á hliðina en boltinn breytir ekki um stefnu. Boltinn er tekinn frá hægri til vinstri. Ég hefði allavega viljað að þeir hefðu kíkt á þetta í sjónvarpi fyrst að allir eru hérna á staðnum og allt er í boði. Ef þeir höfðu sömu skoðun þá er ekkert við því að segja en ég hefði viljað að þeir hefðu skorað VAR-ið.“ Haukar fá Aftureldingu í heimsókn í næstu umferð og vill Rúnar að þeir stækki góðu kaflana og spili fjölbreyttari sóknarleik. „Við þurfum að stækka góðu kaflana. Við byrjuðum leikinn ekkert sérstaklega vel. Við spiluðum fanta varnarleik á tímabili. Stefán er náttúrulega að koma inn eftir margra vikna pásu og það þarf aðeins að ná honum í betra form. Sóknarleikurinn má vera aðeins fjölbreyttari fyrir minn smekk en þetta er allt í lagi og þetta er allt á réttri leið.“
Haukar Olís-deild karla Handbolti Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - Haukar 29-29 | Garðbæingar köstuðu sigrinum frá sér Stjarnan og Haukar skiptu stigunum á milli sín er liðin gerði 29-29 jafntefli í lokaleik 4. umferðar Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. Heimamenn voru með þetta hendi sér þegar skammt var eftir af leiknum, en köstuðu sigrinum frá sér. 30. september 2022 23:10 Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Postecoglou rekinn Enski boltinn Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Sport Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi Fótbolti Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fótbolti Ísland eignaðist tvo heimsmeistara í Höfðaborg í dag Sport Fleiri fréttir Donni með skotsýningu Níu marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Donni öflugur í sigri á Spáni Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss „Þá geta menn alveg eins verið heima í stofu í Playstation“ Snýr aftur í landsliðið eftir að hafa fengið blóðtappa í heila og farið í hjartaaðgerð Sjá meira
Leik lokið: Stjarnan - Haukar 29-29 | Garðbæingar köstuðu sigrinum frá sér Stjarnan og Haukar skiptu stigunum á milli sín er liðin gerði 29-29 jafntefli í lokaleik 4. umferðar Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. Heimamenn voru með þetta hendi sér þegar skammt var eftir af leiknum, en köstuðu sigrinum frá sér. 30. september 2022 23:10