Staðan í leikhléi var jöfn, 15-15 en í síðari hálfleik stigu gestirnir rækilega á bensíngjöfina og sigldu öruggum sex marka sigri í höfn, 29-35.
Aron var næstmarkahæstur í liði Álaborgar með sex mörk auk þess sem hann lagði upp þrjú mörk. Lukas Sandell markahæstur með sjö mörk.
Með sigrinum lyfti Álaborg sér upp í toppsætið sem GOG vermdi áður en þetta var jafnframt fyrsta tap GOG á tímabilinu.