Flottur endir á góðu tímabili í Stóru Laxá Karl Lúðvíksson skrifar 3. október 2022 12:01 Þessi 97 sm hængur veiddist lokadaginn í Stóru Laxá Veiði er lokið í Stóru Laxá í Hreppum en tímabilið þar fór bæði vel og stað í byrjun sumars og kláraðist að sama skapi afskaplega vel. Heildarveiðin í ánni í sumar er 934 laxar og þar komu lokadagarnir ansi sterkir inn og þá sérstaklega í stórum löxum. Síðasta daginn var í það minnsta tveimur stórlöxum landað en annar var 96 sm og hinn 97 sm. Þar áður var búið að landa nokkrum á síðustu metrunum sem voru yfir 90 sm en líklega er hlutfall stórlaxa hvergi hærra á landinu en í Stóru Laxá. Það hefur verið mjög jöfn veiði á bæði neðra og efra svæðinu en veitt er á fjórar stangir á efra svæði (gamla svæði 4) og sex stangir á neðra svæðinu (gamla svæði 1-2-3). Næsta sumar verður nýtt veiðihús tekið í notkun fyrir neðra svæðið en það kemur til með að standa við brekkuna austanverða fyrir ofan Skarðsstrengi. Annar stórlax, 96 sm úr Stóru Laxá á lokadeginum Stangveiði Mest lesið Góð veiði í Breiðdalsá og Jökla að fara í gang Veiði Bleikjan horfin úr Tungufljóti? Veiði Iron Fly hnýtingarkeppni Veiði Tilkynning frá SVFR vegna Hítará Veiði Erlendir veiðimenn uggandi yfir líklegu eldgosi Veiði Fleiri lokatölur úr laxveiðiánum Veiði Laxinn mættur í Þjórsá Veiði Sjáðu 111 sm lax ganga í Laugardalsá Veiði Uppskeruhátið SVFR haldin á föstudagskvöld Veiði Fjórir komu í land á Blöndu í morgun Veiði
Heildarveiðin í ánni í sumar er 934 laxar og þar komu lokadagarnir ansi sterkir inn og þá sérstaklega í stórum löxum. Síðasta daginn var í það minnsta tveimur stórlöxum landað en annar var 96 sm og hinn 97 sm. Þar áður var búið að landa nokkrum á síðustu metrunum sem voru yfir 90 sm en líklega er hlutfall stórlaxa hvergi hærra á landinu en í Stóru Laxá. Það hefur verið mjög jöfn veiði á bæði neðra og efra svæðinu en veitt er á fjórar stangir á efra svæði (gamla svæði 4) og sex stangir á neðra svæðinu (gamla svæði 1-2-3). Næsta sumar verður nýtt veiðihús tekið í notkun fyrir neðra svæðið en það kemur til með að standa við brekkuna austanverða fyrir ofan Skarðsstrengi. Annar stórlax, 96 sm úr Stóru Laxá á lokadeginum
Stangveiði Mest lesið Góð veiði í Breiðdalsá og Jökla að fara í gang Veiði Bleikjan horfin úr Tungufljóti? Veiði Iron Fly hnýtingarkeppni Veiði Tilkynning frá SVFR vegna Hítará Veiði Erlendir veiðimenn uggandi yfir líklegu eldgosi Veiði Fleiri lokatölur úr laxveiðiánum Veiði Laxinn mættur í Þjórsá Veiði Sjáðu 111 sm lax ganga í Laugardalsá Veiði Uppskeruhátið SVFR haldin á föstudagskvöld Veiði Fjórir komu í land á Blöndu í morgun Veiði