Spánn og Portúgal hafa þegar staðfest umsókn sína um að halda mótið en samkvæmt frétt Reuters mun Úkraína nú bætast í þann hóp og verður líklega tilkynnt um það á morgun. Volodomyr Zelenskiy, forseti Úkraínu, hefur gefið grænt ljós á þátttöku landsins, sem og yfirvöld í Spáni og Portúgal.
Samkvæmt samkomulaginu yrði einn riðill mótsins spilaður í Úkraínu en restin á Íberíuskaganum.
Boðið er eitt fjögurra sem hefur verið staðfest fyrir mótið. Marokkó hefur boðist til að halda mótið og er eina staka landið sem hyggst halda mótið.
Nágrannar þeirra frá Egyptlandi vilja einnig halda HM, en vilja gera HM 2030 að fyrsta mótinu sem er haldið í fleiri en einni heimsálfu - ásamt Sádí-Arabíu og Grikklandi.
Úrúgvæ vill þá halda upp á 100 ára afmæli heimsmeistaramótsins, sem fór fyrst fram árið 1930 í Úrúgvæ, með því að fá mótið „heim“. Með Úrúgvæum í þeirri umsókn eru Argentína, Paragvæ og Síle.