Um var að ræða níundu stýrivaxtahækkunina í röð. Hækkunin þýðir að meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, eru því 5,75 prósent.
Kynningin verður í höndum Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra og Rannveigar Sigurðardóttur, varaseðlabankastjóra peningastefnu. Horfa má á fundinn í beinni útsendingu hér að neðan.
Í yfirlýsingu Peningastefnunefndar frá því í morgun sagði að að vísbendingar séu um að vaxtahækkanir undanfarin misseri hafi hægt á vexti almennrar eftirspurnar og umsvifum á húsnæðismarkaði. Verðbólga mældist 9,3% í september og hefur hjaðnað um 0,6 prósentur frá ágústfundi peningastefnunefndar.
Þar sagði einnig að undirliggjandi verðbólga hafi hins vegar aukist á milli funda nefndarinnar. Þá séu vísbendingar um að verðbólguvæntingar séu farnar að lækka á ný þótt þær séu enn yfir verðbólgumarkmiði bankans.