Musk vildi þrjátíu prósenta afslátt Samúel Karl Ólason skrifar 6. október 2022 11:23 Eftir að honum var neitað um þrjátíu prósenta afslátt er Musk sagður hafa farið fram á tíu prósent. Honum var einnig neitað um þann afslátt. EPA Fulltrúar Elons Musks og Twitter eiga enn í viðræðum um kaupsamkomulag auðjöfursins á samfélagsmiðlafyrirtækinu. Viðræður um að Musk fengi allt að þrjátíu prósenta afslátt á kaupverðinu sem segir til um í kaupsamningi sem hann skrifaði undir í apríl. Elon Musk, sem á og rekur fyrirtæki eins og Tesla og Spacex, kom öllum á óvart á mánudaginn þegar hann lýsti því yfir að hann ætlaði að standa við upprunalega kaupsamninginn en útlit var fyrir að málið myndi enda fyrir dómstólum. Hann átti að fara í skýrslutöku í dag en henni var frestað vegna yfirlýsingar Musks. Musk skrifaði í apríl undir samning um að kaupa Twitter á 44 milljarða dala, eða 54 dali á hlut. Skömmu síðar lýsti hann þó því yfir að hann væri hættur við kaupin. Hann sakaði stjórn Twitter um að hafa ekki útvegað sér gögn sem hann bað um varðandi raunverulegan fjölda falskra reikninga, eða botta, á Twitter. Auðjöfurinn sagði að þær upplýsingar væru nauðsynlegar svo hann gæti metið raunverulegt verðmæti Twitter. Þetta gerði hann þó eftir að hafa skrifað undir kaupsamning og hófust málaferli. Þau eru ekki komin langt á veg en sérfræðingar eru að mestu sammála um að útlitið hafi ekki verið gott fyrir Musk.. Sjá einnig: Selur í Tesla af ótta við þvinguð kaup á Twitter Musk hefur viljað fá afslátt en viðræður þar að lútandi hafa ekki skilað árangri. New York Times segir að Musk hafi viljað allt að þrjátíu prósenta afslátt. Þá myndi hann kaupa fyrirtækið á um 31 milljarð dala. Í gær var það metið á 39,2 milljarða. Hann bað svo um tíu prósenta afslátt en fékk það ekki heldur. Því lýsti hann því yfir á mánudaginn að hann væri tilbúinn til að kaupa Twitter á upprunalega verðinu, 44 milljarða dala, og samþykkti stjórn Twitter það. Samkvæmt heimildum Wall Street Journal er viðræðum þó ekki lokið, þó Musk hafi gefið upp vonina á afslætti. Meðal þess sem viðræðurnar snúast nú um er hvaða skilyrði þurfi að uppfylla svo báðir aðilar samþykki að fella lögsóknir sínar niður og fjármögnun Musks á samfélagsmiðlafyrirtækinu. Twitter Samfélagsmiðlar Bandaríkin Tengdar fréttir Musk til í að standa við kaupin Elon Musk segist til í að standa við fyrirhuguð kaup á samfélagsmiðlinum Twitter. Musk hafði áður neitað að standa við kaupin en tvær vikur eru í að fyrirhuguð réttarhöld vegna meintra samningsbrota fari fram. Stjórn Twitter ætlar að hugsa málið. 4. október 2022 17:59 Hollenskur bær í mál við Twitter vegna sögusagna um sataníska barnaníðinga Hollenski bærinn Bodegraven-Reeuwijk hefur krafist þess að Twitter fjarlægi færslur sem bendla bæinn við satanískan söfnuð barnaníðinga. Sögusagnir um söfnuðinn hafa fengið að viðgangast á miðlinum síðan árið 2020. 16. september 2022 16:46 Musk má nota yfirlýsingar uppljóstrarans gegn Twitter Auðjöfurinn Elon Musk má breyta lögsókn sinni gegn Twitter og nota uppljóstranir fyrrverandi öryggisstjóra fyrirtækisins. Þetta ákvað dómari sem er með málið á sínu borði í dag en hann neitaði beiðni Musks um að aðalmeðferð málsins yrði frestað frá október til nóvember. 7. september 2022 14:58 Mest lesið Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Viðskipti innlent Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Viðskipti innlent Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Viðskipti innlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Viðskipti innlent Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Viðskipti erlent Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Viðskipti innlent Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Elon Musk, sem á og rekur fyrirtæki eins og Tesla og Spacex, kom öllum á óvart á mánudaginn þegar hann lýsti því yfir að hann ætlaði að standa við upprunalega kaupsamninginn en útlit var fyrir að málið myndi enda fyrir dómstólum. Hann átti að fara í skýrslutöku í dag en henni var frestað vegna yfirlýsingar Musks. Musk skrifaði í apríl undir samning um að kaupa Twitter á 44 milljarða dala, eða 54 dali á hlut. Skömmu síðar lýsti hann þó því yfir að hann væri hættur við kaupin. Hann sakaði stjórn Twitter um að hafa ekki útvegað sér gögn sem hann bað um varðandi raunverulegan fjölda falskra reikninga, eða botta, á Twitter. Auðjöfurinn sagði að þær upplýsingar væru nauðsynlegar svo hann gæti metið raunverulegt verðmæti Twitter. Þetta gerði hann þó eftir að hafa skrifað undir kaupsamning og hófust málaferli. Þau eru ekki komin langt á veg en sérfræðingar eru að mestu sammála um að útlitið hafi ekki verið gott fyrir Musk.. Sjá einnig: Selur í Tesla af ótta við þvinguð kaup á Twitter Musk hefur viljað fá afslátt en viðræður þar að lútandi hafa ekki skilað árangri. New York Times segir að Musk hafi viljað allt að þrjátíu prósenta afslátt. Þá myndi hann kaupa fyrirtækið á um 31 milljarð dala. Í gær var það metið á 39,2 milljarða. Hann bað svo um tíu prósenta afslátt en fékk það ekki heldur. Því lýsti hann því yfir á mánudaginn að hann væri tilbúinn til að kaupa Twitter á upprunalega verðinu, 44 milljarða dala, og samþykkti stjórn Twitter það. Samkvæmt heimildum Wall Street Journal er viðræðum þó ekki lokið, þó Musk hafi gefið upp vonina á afslætti. Meðal þess sem viðræðurnar snúast nú um er hvaða skilyrði þurfi að uppfylla svo báðir aðilar samþykki að fella lögsóknir sínar niður og fjármögnun Musks á samfélagsmiðlafyrirtækinu.
Twitter Samfélagsmiðlar Bandaríkin Tengdar fréttir Musk til í að standa við kaupin Elon Musk segist til í að standa við fyrirhuguð kaup á samfélagsmiðlinum Twitter. Musk hafði áður neitað að standa við kaupin en tvær vikur eru í að fyrirhuguð réttarhöld vegna meintra samningsbrota fari fram. Stjórn Twitter ætlar að hugsa málið. 4. október 2022 17:59 Hollenskur bær í mál við Twitter vegna sögusagna um sataníska barnaníðinga Hollenski bærinn Bodegraven-Reeuwijk hefur krafist þess að Twitter fjarlægi færslur sem bendla bæinn við satanískan söfnuð barnaníðinga. Sögusagnir um söfnuðinn hafa fengið að viðgangast á miðlinum síðan árið 2020. 16. september 2022 16:46 Musk má nota yfirlýsingar uppljóstrarans gegn Twitter Auðjöfurinn Elon Musk má breyta lögsókn sinni gegn Twitter og nota uppljóstranir fyrrverandi öryggisstjóra fyrirtækisins. Þetta ákvað dómari sem er með málið á sínu borði í dag en hann neitaði beiðni Musks um að aðalmeðferð málsins yrði frestað frá október til nóvember. 7. september 2022 14:58 Mest lesið Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Viðskipti innlent Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Viðskipti innlent Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Viðskipti innlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Viðskipti innlent Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Viðskipti erlent Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Viðskipti innlent Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Musk til í að standa við kaupin Elon Musk segist til í að standa við fyrirhuguð kaup á samfélagsmiðlinum Twitter. Musk hafði áður neitað að standa við kaupin en tvær vikur eru í að fyrirhuguð réttarhöld vegna meintra samningsbrota fari fram. Stjórn Twitter ætlar að hugsa málið. 4. október 2022 17:59
Hollenskur bær í mál við Twitter vegna sögusagna um sataníska barnaníðinga Hollenski bærinn Bodegraven-Reeuwijk hefur krafist þess að Twitter fjarlægi færslur sem bendla bæinn við satanískan söfnuð barnaníðinga. Sögusagnir um söfnuðinn hafa fengið að viðgangast á miðlinum síðan árið 2020. 16. september 2022 16:46
Musk má nota yfirlýsingar uppljóstrarans gegn Twitter Auðjöfurinn Elon Musk má breyta lögsókn sinni gegn Twitter og nota uppljóstranir fyrrverandi öryggisstjóra fyrirtækisins. Þetta ákvað dómari sem er með málið á sínu borði í dag en hann neitaði beiðni Musks um að aðalmeðferð málsins yrði frestað frá október til nóvember. 7. september 2022 14:58