Í tilefni af þessum stóra leik fékk Svava Kristín Grétarsdóttir til sín tvo góða gesti í Pallborðið á Vísi.
Þetta eru Katrín Ásbjörnsdóttir, nítján landsleikja kona og leikmaður Stjörnunnar, og Vilhjálmur Kári Haraldsson, þjálfari Augnabliks og faðir landsliðskonunnar Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur sem er reyndar fjarri góðu gamni vegna meiðsla. Einnig var rætt við Kolbein Tuma Daðason, fréttastjóra Vísis, sem er staddur úti í Pacos de Ferreira.
Pallborðið hófst klukkan 14:00 og sjá má útsendingu frá því í spilaranum hér fyrir ofan.
Sem fyrr sagði hefst leikur Portúgals og Íslands klukkan 17:00. Hægt verður að fylgjast með honum í beinni textalýsingu á Vísi.