Klara söng á meðan Kim Kardashian gekk inn á veitingastað í Mílanó Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 12. október 2022 14:22 Tónlistarkonan Klara Elias er að gera stóra hluti í tónlistarheiminum. Heyra má tvö lög, samin og flutt af Klöru, í nýjasta þætti af The Kardashians. STEFANIE MOSER_ Getty/Dimitrios Kambouris Glöggir áhorfendur The Kardashians raunveruleikaþáttanna máttu heyra kunnuglega rödd óma í tveimur atriðum í nýjasta þættinum. Það er engin önnur en hin íslenska tónlistarkona Klara Elíasdóttir eða Klara Elias sem syngur í þessum heimsfrægu þáttum - og það ekki í fyrsta sinn. Klara hefur samið tónlist fyrir sjónvarpsþætti í nokkur ár. Lög hennar hafa ómað í stórum þáttum á borð við Selling Sunset, Queer Eye for the Straight Guy, Love Island og NFL Play-offs. Þegar Hulu þættirnir um Kardashians fjölskylduna hófu göngu sína fyrr á árinu var ákveðið að fyrirtækið sem Klara semur gjarnan fyrir skyldi sjá um tónlistarval í þáttunum. Þá hafa lög eftir Klöru orðið fyrir valinu oftar en einu sinni. Fær alltaf jafn mikinn fiðring í magann Klara segir það aldrei venjast að heyra lög eftir sjálfa sig, hvort sem það er í heimsfrægum sjónvarpsþáttum eða úti í matvöruverslun. „Það er alltaf jafn mikill fiðringur í magann að heyra lögin sín spiluð útvarpi eða þáttum eða bara hvar sem er. Ég hef stundum verið í búðum, HM í Stokkhólmi, Starbucks í LA eða á mismunandi stöðum í heiminum og heyrt lag sem ég hef samið, hvort sem ég er að syngja það eða einhver annar og það er alltaf jafn skrítið og gaman.“ Einn vinsælasti raunveruleikaþáttur í heimi Önnur þáttaröð af The Kardashians hóf göngu sína í september. Í nýjasta þættinum má greinilega heyra Klöru syngja á meðan leðurklædd Kim Kardashian labbar inn á veitingastað í Mílanó. Í öðru atriði má svo heyra rödd Klöru óma á meðan Kim labbar út í bíl. „Mér fannst þetta mjög skemmtilegt. Þetta er náttúrulega einn vinsælasti raunveruleikaþáttur í heimi og meira að segja ég hef horft á einn og einn þátt,“ segir Klara. Þó svo Klara sé ekki mikill aðdáandi raunveruleikaþátta, eru Kardashians þættirnir af slíkri stærðargráðu að það er erfitt að láta þá framhjá sér fara. Hitti Kim Kardashian í Playboy setrinu Klara átti einnig lög í fyrri þáttaröð af The Kardashians. Í samtali við Vísi segist Klara þó aðeins einu sinni hafa hitt meðlim Kardashian fjölskyldunnar. Það var fyrir mörgum árum síðan þegar hún hitti Kim í veislu sem haldin var í Playboy setrinu. „Ég spjallaði vissulega ekkert við hana meira en að heilsast ef ég man rétt.“ Kardashian áhorfendur skulu leggja vel við hlustir við áhorf á nýju þáttaröðinni, því það er ekki útilokað fleiri lög eftir Klöru eigi eftir að heyrast. View this post on Instagram A post shared by Klara Elias (@klaraelias) Vinnur að nýrri plötu Í næsta mánuði er Klara á leið til Los Angeles þar sem hún mun vinna að nýrri plötu. Þá hefur hún verið mikið á faraldsfæti á þessu ári og ferðast meðal annars til London, Danmerkur, Svíþjóðar og Noregs til þess að vinna í tónlist. „Það er það sem ég elska mest við að vera flutt heim. Ég á auðveldara með að taka að mér verkefni sem eru í Evrópu og Norðurlöndunum. Það var ekki hlaupið að því að fara svona langar ferðir þegar ég bjó ennþá í LA,“ segir Klara. Tónlist Íslendingar erlendis Hollywood Tengdar fréttir Klara í The Kardashians Söngkonan Klara Elias hefur verið að gera öfluga hluti í tónlistarheiminum að undanförnu. Ásamt því að syngja Þjóðhátíðarlagið í ár og koma fram víða í sumar má heyra rödd Klöru syngja í nýjustu Kardashian raunveruleikaþáttunum. Blaðamaður fékk að taka púlsinn á Klöru og forvitnast um samstarfið við eina frægustu fjölskyldu í heimi. 5. júlí 2022 11:00 Mest lesið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Elti ástina til Íslands Tónlist Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Fleiri fréttir Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Sjá meira
Klara hefur samið tónlist fyrir sjónvarpsþætti í nokkur ár. Lög hennar hafa ómað í stórum þáttum á borð við Selling Sunset, Queer Eye for the Straight Guy, Love Island og NFL Play-offs. Þegar Hulu þættirnir um Kardashians fjölskylduna hófu göngu sína fyrr á árinu var ákveðið að fyrirtækið sem Klara semur gjarnan fyrir skyldi sjá um tónlistarval í þáttunum. Þá hafa lög eftir Klöru orðið fyrir valinu oftar en einu sinni. Fær alltaf jafn mikinn fiðring í magann Klara segir það aldrei venjast að heyra lög eftir sjálfa sig, hvort sem það er í heimsfrægum sjónvarpsþáttum eða úti í matvöruverslun. „Það er alltaf jafn mikill fiðringur í magann að heyra lögin sín spiluð útvarpi eða þáttum eða bara hvar sem er. Ég hef stundum verið í búðum, HM í Stokkhólmi, Starbucks í LA eða á mismunandi stöðum í heiminum og heyrt lag sem ég hef samið, hvort sem ég er að syngja það eða einhver annar og það er alltaf jafn skrítið og gaman.“ Einn vinsælasti raunveruleikaþáttur í heimi Önnur þáttaröð af The Kardashians hóf göngu sína í september. Í nýjasta þættinum má greinilega heyra Klöru syngja á meðan leðurklædd Kim Kardashian labbar inn á veitingastað í Mílanó. Í öðru atriði má svo heyra rödd Klöru óma á meðan Kim labbar út í bíl. „Mér fannst þetta mjög skemmtilegt. Þetta er náttúrulega einn vinsælasti raunveruleikaþáttur í heimi og meira að segja ég hef horft á einn og einn þátt,“ segir Klara. Þó svo Klara sé ekki mikill aðdáandi raunveruleikaþátta, eru Kardashians þættirnir af slíkri stærðargráðu að það er erfitt að láta þá framhjá sér fara. Hitti Kim Kardashian í Playboy setrinu Klara átti einnig lög í fyrri þáttaröð af The Kardashians. Í samtali við Vísi segist Klara þó aðeins einu sinni hafa hitt meðlim Kardashian fjölskyldunnar. Það var fyrir mörgum árum síðan þegar hún hitti Kim í veislu sem haldin var í Playboy setrinu. „Ég spjallaði vissulega ekkert við hana meira en að heilsast ef ég man rétt.“ Kardashian áhorfendur skulu leggja vel við hlustir við áhorf á nýju þáttaröðinni, því það er ekki útilokað fleiri lög eftir Klöru eigi eftir að heyrast. View this post on Instagram A post shared by Klara Elias (@klaraelias) Vinnur að nýrri plötu Í næsta mánuði er Klara á leið til Los Angeles þar sem hún mun vinna að nýrri plötu. Þá hefur hún verið mikið á faraldsfæti á þessu ári og ferðast meðal annars til London, Danmerkur, Svíþjóðar og Noregs til þess að vinna í tónlist. „Það er það sem ég elska mest við að vera flutt heim. Ég á auðveldara með að taka að mér verkefni sem eru í Evrópu og Norðurlöndunum. Það var ekki hlaupið að því að fara svona langar ferðir þegar ég bjó ennþá í LA,“ segir Klara.
Tónlist Íslendingar erlendis Hollywood Tengdar fréttir Klara í The Kardashians Söngkonan Klara Elias hefur verið að gera öfluga hluti í tónlistarheiminum að undanförnu. Ásamt því að syngja Þjóðhátíðarlagið í ár og koma fram víða í sumar má heyra rödd Klöru syngja í nýjustu Kardashian raunveruleikaþáttunum. Blaðamaður fékk að taka púlsinn á Klöru og forvitnast um samstarfið við eina frægustu fjölskyldu í heimi. 5. júlí 2022 11:00 Mest lesið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Elti ástina til Íslands Tónlist Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Fleiri fréttir Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Sjá meira
Klara í The Kardashians Söngkonan Klara Elias hefur verið að gera öfluga hluti í tónlistarheiminum að undanförnu. Ásamt því að syngja Þjóðhátíðarlagið í ár og koma fram víða í sumar má heyra rödd Klöru syngja í nýjustu Kardashian raunveruleikaþáttunum. Blaðamaður fékk að taka púlsinn á Klöru og forvitnast um samstarfið við eina frægustu fjölskyldu í heimi. 5. júlí 2022 11:00
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“