Handbolti

Stór­leikur Golla dugði ekki gegn Svíum

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Tólf mörk Golla dugðu ekki í kvöld.
Tólf mörk Golla dugðu ekki í kvöld. Martin Rose/Getty Images

Johannes Golla, leikmaður Flensburg, átti sannkallaðan stórleik fyrir lærisveina Alfreðs Gíslasonar í þýska landsliðinu í handbolta í kvöld. Því miður dugði það ekki til sigurs gegn Svíþjóð er þjóðirnar mættust í Evrópubikar EHF, lokatölur 37-33 Svíum í vil.

Ásamt Þýskalandi og Svíþjóð eru Danmörk og Spánn einnig í riðlinum. Leikin er tvöföld umferð, heima og að heiman. Danmörk lagði Spán í gærkvöld, 39-31 og nú var komið að leik Þýskalands og Svíþjóðar.

Þýskaland byrjaði leikinn af krafti og komst í 3-0. Leikurinn snerist svo alfarið við og Svíþjóð var þremur mörkum yfir í hálfleik, staðan 16-19 þá. Í síðari hálfleik bættu gestirnir frá Svíþjóð í forystuna og voru um tíma átta mörkum yfir. Fór það svo að Svíþjóð vann fjögurra marka sigur, lokatölur 33-37.

Golla var markahæstur allra á vellinum með 12 mörk á meðan Eric Johansson skoraði sex mörk fyrir Svíþjóð og var markahæstur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×