Segir að óvænta hetjan á Old Trafford eigi eftir að fá Jerry Maguire símtal Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. október 2022 08:00 Francis Uzoho og svo Tom Cruise í hlutverki umboðsmannsins Jerry Maguire. Samsett/Getty Francis Uzoho sló í gegn með frammistöðu sinni í marki Omonia Nicosia á Old Trafford í gærkvöldi en þessi 23 ára gamli markvörður hefur stolið fyrirsögnunum eftir leikinn þrátt fyrir tap kýpverska liðsins. Manchester United var í stórsókn allan leikinn en Francis Uzoho varði hvert skotið á fætur og öðru og öll þar til að Scott McTominay skoraði sigurmark United í uppbótatíma. Uzoho hafði aðeins spilað í 134 mínútur á þessu tímabili en var í miklu stuði í gær og var búinn að verja tólf skot þegar McTominay kom boltanum fram hjá honum. Francis Uzoho made 12 saves against his boyhood club before being beaten in stoppage time pic.twitter.com/rZIlJ75qDm— GOAL (@goal) October 13, 2022 Sagan varð enn betri þegar kom í ljóst að Uzoho er mikill stuðningsmaður Manchester United. Francis Uzoho á að baki 26 landseliki fyrir Nígeríu og hélt hreinu á móti Íslandi á HM í Rússlandi sumarið 2018. Owen Hargreaves, knattspyrnusérfræðingur á BT Sport, telur að þessi frammistaða munu breyta ferli nígeríska markvarðarins. BBC segir frá. „Hann átti besta leik lífs síns og hann var stórkostlegur,“ sagði Owen Hargreaves. „Hann mun tryggja sér samning með þessu. Að hugsa sér að hann hafi verið varamarkvörðurinn þeirra. Hann var eins og veggur,“ sagði Owen. "It's a dream come true for me!"Omonia goalkeeper and Manchester United fan Francis Uzoho was delighted with the chance to play at Old Trafford... @DannyJamieson pic.twitter.com/xWVfy2D2NL— Football on BT Sport (@btsportfootball) October 13, 2022 „Umboðsmaðurinn hans verður mikið í símanum á næstunni og Francis mun fá Jerry Maguire símtal frá honum,“ sagði Owen. Hann vísaði þar til kvikmyndarinnar Jerry Maguire með Tom Cruise og Cuba Gooding Jr. þar sem Cruise leikur umboðsmann og Gooding Jr. leikmanninn. „Við höfum allir átt móment, leiki sem breyta lífi okkar. Nú munu allir þekkja nafnið hans. Þessi leikur mun gerbreyta ferli hans og líklegast breyta lífi hans. Hann sagði okkur svo margt með þessu stóra brosi sínu í viðtalinu,“ sagði Owen. Evrópudeild UEFA Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Í beinni: Fram - FH | Fyrsti heimaleikur Fram í efstu deild í 37 ár Í beinni: Stjarnan - Víkingur | Bæði lið fengu skell síðast Í beinni: Þróttur - Breiðablik | Blikar virka ógnvekjandi Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby Sjá meira
Manchester United var í stórsókn allan leikinn en Francis Uzoho varði hvert skotið á fætur og öðru og öll þar til að Scott McTominay skoraði sigurmark United í uppbótatíma. Uzoho hafði aðeins spilað í 134 mínútur á þessu tímabili en var í miklu stuði í gær og var búinn að verja tólf skot þegar McTominay kom boltanum fram hjá honum. Francis Uzoho made 12 saves against his boyhood club before being beaten in stoppage time pic.twitter.com/rZIlJ75qDm— GOAL (@goal) October 13, 2022 Sagan varð enn betri þegar kom í ljóst að Uzoho er mikill stuðningsmaður Manchester United. Francis Uzoho á að baki 26 landseliki fyrir Nígeríu og hélt hreinu á móti Íslandi á HM í Rússlandi sumarið 2018. Owen Hargreaves, knattspyrnusérfræðingur á BT Sport, telur að þessi frammistaða munu breyta ferli nígeríska markvarðarins. BBC segir frá. „Hann átti besta leik lífs síns og hann var stórkostlegur,“ sagði Owen Hargreaves. „Hann mun tryggja sér samning með þessu. Að hugsa sér að hann hafi verið varamarkvörðurinn þeirra. Hann var eins og veggur,“ sagði Owen. "It's a dream come true for me!"Omonia goalkeeper and Manchester United fan Francis Uzoho was delighted with the chance to play at Old Trafford... @DannyJamieson pic.twitter.com/xWVfy2D2NL— Football on BT Sport (@btsportfootball) October 13, 2022 „Umboðsmaðurinn hans verður mikið í símanum á næstunni og Francis mun fá Jerry Maguire símtal frá honum,“ sagði Owen. Hann vísaði þar til kvikmyndarinnar Jerry Maguire með Tom Cruise og Cuba Gooding Jr. þar sem Cruise leikur umboðsmann og Gooding Jr. leikmanninn. „Við höfum allir átt móment, leiki sem breyta lífi okkar. Nú munu allir þekkja nafnið hans. Þessi leikur mun gerbreyta ferli hans og líklegast breyta lífi hans. Hann sagði okkur svo margt með þessu stóra brosi sínu í viðtalinu,“ sagði Owen.
Evrópudeild UEFA Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Í beinni: Fram - FH | Fyrsti heimaleikur Fram í efstu deild í 37 ár Í beinni: Stjarnan - Víkingur | Bæði lið fengu skell síðast Í beinni: Þróttur - Breiðablik | Blikar virka ógnvekjandi Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby Sjá meira