Haukar unnu sex marka heimasigur er Selfoss kom í heimsókn á Ásvelli þann 8. október síðastliðinn, lokatölur 39-33. Það var hins vegar atvik undir lok fyrri hálfleiks sem vakti athygli Seinni bylgjunnar.
Haukar taka leikhlé þar sem sú ákvörðun er tekin að Margrét Einarsdóttir, markvörður, komi af velli og planið sé að spila sex á móti sex í lokasókninni. Margrét fór hins vegar ekkert út af og trítlar í markið. Sóknin rennur út í sandinn en svo upphefst töluverð reikistefna.
Dómararnir velta fyrir sér hvort mómentið sé ekki örugglega búið. „Jú strákar, mómentið er búið og hálfleikurinn byrjaður,“ sagði Svava Kristín Grétarsdóttir, þáttastjórnandi. Sjá má atvikið sem og umræðu Seinni bylgjunnar í spilaranum hér að neðan.