Ólgusjór í Vestmannaeyjum | Jonathan Glenn rekinn frá ÍBV Atli Arason skrifar 15. október 2022 19:11 Jonathan Glenn hefur verið sagt upp störfum hjá ÍBV. Vísir/Vilhelm Jonathan Glenn, þjálfara ÍBV, hefur verið sagt upp störfum sem aðalþjálfari kvennaliðs félagsins í fótbolta. ÍBV er harðlega gagnrýnt á samfélagsmiðlum fyrir ákvörðunina, meðal annars frá leikmönnum íslenska landsliðsins. Þórhildur Ólafsdóttir, eiginkona Glenn og nú fyrrum leikmaður ÍBV, greindi fyrst frá tíðindunum á Facebook í dag. Þar gagnrýnir Þórhildur ÍBV fyrir framkomu félagsins gagnvart Glenn og telur að ÍBV forgangsraði karlaliðinu fram yfir og kvennalið félagsins. Þórhildur lék með kvennaliði ÍBV í sumar en hefur sagt skilið við félagið eftir tíðindi dagsins. „Upp komu nokkur leiðindamál yfir tímabilið. Glenn ýtti því sem ógnaði hans ímynd og orðspori til hliðar með velferð liðsins í huga. Það sem ekki var mikilvægt, gat beðið og setti hann allan fókusinn á leikmennina og liðið. Þessi atvik voru samt sem áður mikill stessvaldur og höfðu ekki bara áhrif á þjálfara, heldur klefann allan,“ skrifaði Þórhildur og bætir við að Glenn hafi borist hótanir fyrir störf sín hjá ÍBV. Þórhildur Ólafsdóttir lék 12 leiki fyrir ÍBV í sumar.ÍBV Sport „Foreldrar og öðrum fannst þeir eiga rétt á að skipta sér af störfum hans og reyndu jafnvel að þvinga hans ákvörðunartöku með því að ýta á hann sjálfan sem og ráðið. Það gekk svo langt að honum bárust hótanir í facebook samskiptum við eitt foreldrið (já í meistaraflokki). Knattspyrnuráð sýndi lítinn sem engan stuðning eða vilja til að leysa þessi mál og draga línuna þar sem hún á að liggja.“ ÍBV vildi ekki leyfa Glenn að fá aðstoðarþjálfara þar sem sá einstaklingur var ekki íslenskur en á sama tíma var karlalið ÍBV með þrjá erlenda aðstoðarþjálfara. Seint og síðar meir kom inn aðstoðarþjálfari sem var einnig markmannsþjálfari karlaliðsins. „Það var svo loksins samþykkt að markmannsþjálfari klúbbsins yrði ráðinn í stöðu aðstoðarþjálfara en á þeim tímapunkti var Glenn orðinn örvæntingarfullur að ekki myndi vera ráðið í stöðuna. Þetta þýddi jú að hann hefði ekki aðstoðarþjálfara heila æfingu og svo gerðist það oft að aðstoðarþjálfarinn var í öðrum verkefnum, til að mynda með karlaliðinu, enda ráðinn í 100% stöðu sem markmannsþjálfari. Þetta var ekki það eina en fram að sumri var enginn sjúkraþjálfari aðgengilegur fyrir liðið, Glenn þurfti einfaldlega að bjarga þessu sjálfur, teypa ökkla og fleira sem er alveg hreint ótrúlegt,“ skrifaði Þórhildur Ólafsdóttir en pistil Þórhildar í heild má lesa hér að neðan. > Öll spjót standa nú að ÍBV en landsliðskonan Ingibjörg Sigurðardóttir skrifaði á Twitter að hún væri í áfalli yfir tíðindum dagsins. Er ekki allt í góðu hjá ÍBV? Ég er í áfalli að lesa hvernig komið er fram við kvennaliðið… getum við gefið þessu athygli, stelpurnar eiga meira skilið en þetta!! https://t.co/cF58ctGVLy— Ingibjörg Sigurðar. (@ingibjorg25) October 15, 2022 Glódís Perla Viggósdóttir, leikmaður íslenska landsliðsins, hvatti ÍBV til að gera betur og spyr Daníel Geir Moritz, formann knattspyrnudeildar ÍBV, hvort félagið sé stolt af framkomu sinni. Þessi grein… @DanelGeirMoritz eru þið stolt af þessu? Gerið betur. https://t.co/ztxySEjEnw— Glódís Perla Viggósdóttir (@glodisperla) October 15, 2022 Arnar Páll Garðarsson, fráfarandi þjálfari KR, lagði einnig orð í belg en honum finnst sláandi að lesa um mál félagsins. Tvö félög í efstu deild þar sem er búið að gagnrýna stjórn harkalega vegna áhugaleysis í rauninni. Væri athyglisvert að vita hvernig þetta er í raun og veru hjá öllum liðum landsins. Þetta er sláandi lesning https://t.co/WDG1aLohKg— Arnar Páll (@arnar9) October 15, 2022 Fréttin hefur verið uppfærð.
Þórhildur Ólafsdóttir, eiginkona Glenn og nú fyrrum leikmaður ÍBV, greindi fyrst frá tíðindunum á Facebook í dag. Þar gagnrýnir Þórhildur ÍBV fyrir framkomu félagsins gagnvart Glenn og telur að ÍBV forgangsraði karlaliðinu fram yfir og kvennalið félagsins. Þórhildur lék með kvennaliði ÍBV í sumar en hefur sagt skilið við félagið eftir tíðindi dagsins. „Upp komu nokkur leiðindamál yfir tímabilið. Glenn ýtti því sem ógnaði hans ímynd og orðspori til hliðar með velferð liðsins í huga. Það sem ekki var mikilvægt, gat beðið og setti hann allan fókusinn á leikmennina og liðið. Þessi atvik voru samt sem áður mikill stessvaldur og höfðu ekki bara áhrif á þjálfara, heldur klefann allan,“ skrifaði Þórhildur og bætir við að Glenn hafi borist hótanir fyrir störf sín hjá ÍBV. Þórhildur Ólafsdóttir lék 12 leiki fyrir ÍBV í sumar.ÍBV Sport „Foreldrar og öðrum fannst þeir eiga rétt á að skipta sér af störfum hans og reyndu jafnvel að þvinga hans ákvörðunartöku með því að ýta á hann sjálfan sem og ráðið. Það gekk svo langt að honum bárust hótanir í facebook samskiptum við eitt foreldrið (já í meistaraflokki). Knattspyrnuráð sýndi lítinn sem engan stuðning eða vilja til að leysa þessi mál og draga línuna þar sem hún á að liggja.“ ÍBV vildi ekki leyfa Glenn að fá aðstoðarþjálfara þar sem sá einstaklingur var ekki íslenskur en á sama tíma var karlalið ÍBV með þrjá erlenda aðstoðarþjálfara. Seint og síðar meir kom inn aðstoðarþjálfari sem var einnig markmannsþjálfari karlaliðsins. „Það var svo loksins samþykkt að markmannsþjálfari klúbbsins yrði ráðinn í stöðu aðstoðarþjálfara en á þeim tímapunkti var Glenn orðinn örvæntingarfullur að ekki myndi vera ráðið í stöðuna. Þetta þýddi jú að hann hefði ekki aðstoðarþjálfara heila æfingu og svo gerðist það oft að aðstoðarþjálfarinn var í öðrum verkefnum, til að mynda með karlaliðinu, enda ráðinn í 100% stöðu sem markmannsþjálfari. Þetta var ekki það eina en fram að sumri var enginn sjúkraþjálfari aðgengilegur fyrir liðið, Glenn þurfti einfaldlega að bjarga þessu sjálfur, teypa ökkla og fleira sem er alveg hreint ótrúlegt,“ skrifaði Þórhildur Ólafsdóttir en pistil Þórhildar í heild má lesa hér að neðan. > Öll spjót standa nú að ÍBV en landsliðskonan Ingibjörg Sigurðardóttir skrifaði á Twitter að hún væri í áfalli yfir tíðindum dagsins. Er ekki allt í góðu hjá ÍBV? Ég er í áfalli að lesa hvernig komið er fram við kvennaliðið… getum við gefið þessu athygli, stelpurnar eiga meira skilið en þetta!! https://t.co/cF58ctGVLy— Ingibjörg Sigurðar. (@ingibjorg25) October 15, 2022 Glódís Perla Viggósdóttir, leikmaður íslenska landsliðsins, hvatti ÍBV til að gera betur og spyr Daníel Geir Moritz, formann knattspyrnudeildar ÍBV, hvort félagið sé stolt af framkomu sinni. Þessi grein… @DanelGeirMoritz eru þið stolt af þessu? Gerið betur. https://t.co/ztxySEjEnw— Glódís Perla Viggósdóttir (@glodisperla) October 15, 2022 Arnar Páll Garðarsson, fráfarandi þjálfari KR, lagði einnig orð í belg en honum finnst sláandi að lesa um mál félagsins. Tvö félög í efstu deild þar sem er búið að gagnrýna stjórn harkalega vegna áhugaleysis í rauninni. Væri athyglisvert að vita hvernig þetta er í raun og veru hjá öllum liðum landsins. Þetta er sláandi lesning https://t.co/WDG1aLohKg— Arnar Páll (@arnar9) October 15, 2022 Fréttin hefur verið uppfærð.
ÍBV Besta deild kvenna Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Vill sýna að KR sé að gera mistök Arnar Páll Garðarsson, þjálfari kvennaliðs KR, er á förum frá félaginu eftir tímabilið en hann er ekki sáttur með viðskilnaðinn við KR. 10. september 2022 13:31 Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Íslenski boltinn Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn Í beinni: Ármann - Hamar | Sæti í Bónus deildinni í boði Körfubolti Fleiri fréttir Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar Sjá meira
Vill sýna að KR sé að gera mistök Arnar Páll Garðarsson, þjálfari kvennaliðs KR, er á förum frá félaginu eftir tímabilið en hann er ekki sáttur með viðskilnaðinn við KR. 10. september 2022 13:31
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn