Handkastið: „Mjög hissa á að Haukur væri ekki þarna“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. október 2022 13:01 Haukur Þrastarson fylgdist með síðustu landsleikjum úr sjónvarpinu. vísir/vilhelm Rætt var fjarveru Hauks Þrastarsonar, leikmanns Kielce, þegar farið var yfir síðustu tvo leiki íslenska handboltalandsliðsins í Handkastinu. Ísland vann Ísrael og Eistland með samtals 27 marka mun í fyrstu tveimur leikjum sínum í undankeppni EM 2024. Haukur var ekki í íslenska hópnum sem vakti athygli Handkastara. Þeir veltu því fyrir sér hvort Guðmundur Guðmundsson, þjálfari landsliðsins, muni nota hann á HM í Svíþjóð og Póllandi í janúar. „Ég á mjög erfitt með að finna einhverja skýringu aðra en þá að Gummi finnur að hann treystir þessum strákum sem voru á EM í janúar. Þá var Haukur meiddur og ekki með. Gummi er auðvitað íhaldssamur og stundum bítur hann eitthvað í sig. Og núna hefur hann bitið í sig að Haukur væri ekki á þeim stað að ógna þeim sem eru í hópnum og komu svona sterkir inn í janúar,“ sagði Einar Örn Jónsson, íþróttafréttamaður á RÚV og fyrrverandi landsliðsmaður í handbolta. „Ég held að þetta sé ekkert gegn Hauki heldur með þeim strákum sem hann hefur treyst á hingað til. Því getulega á Haukur alltaf að vera inni í hópnum, alveg 120 prósent. Ég vona að hann verði með í janúar því Haukur er strákur sem getur gert hluti sem mjög fáir aðrir í þessum hóp, utan byrjunarliðsins, geta gert. Það getur verið dýrmætt í janúar og svo þurfum við að fara að fá Hauk aftur inn í landsliðið til að byggja hann upp í að verða leiðtoginn sem við vonumst til að hann verði.“ Einar hefði viljað sjá Hauk í landsliðinu í leikjunum í síðustu viku, þar sem þetta voru síðustu alvöru leikir Íslands fyrir HM. „Þess vegna var ég mjög hissa á að Haukur væri ekki þarna, með fullri virðingu fyrir Daníel Þór [Ingasyni]. Hann er traustur og hefur spilað vel með Balingen en Haukur er okkar vonarstjarna til framtíðar.“ Haukur spilar sem leikstjórnandi með Kielce í Póllandi og Ásgeir Jónsson kveðst halda að hann eigi í samkeppni við Gísla Þorgeir Kristjánsson og Janus Daða Smárason um stöðu miðjumanns í landsliðinu. Arnar Daði Arnarsson, þáttastjórnandi Handkastsins, spurði Ásgeir hvort Haukur yrði með á HM í janúar. „Það er erfitt að segja. Gummi og hans þjálfarateymi taka þá ákvörðun. En ég held að allir handboltaunnendur séu sammála um að Haukur á heima í þessum hópi. Vandamálið er hins vegar að þetta eru allt frábærir leikmenn sem hann er að keppa. Þetta er ekki beint auðvelt val,“ sagði Ásgeir. Hlusta má á Handkastið í spilaranum hér fyrir ofan. Landslið karla í handbolta Handkastið EM 2024 í handbolta Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sjá meira
Ísland vann Ísrael og Eistland með samtals 27 marka mun í fyrstu tveimur leikjum sínum í undankeppni EM 2024. Haukur var ekki í íslenska hópnum sem vakti athygli Handkastara. Þeir veltu því fyrir sér hvort Guðmundur Guðmundsson, þjálfari landsliðsins, muni nota hann á HM í Svíþjóð og Póllandi í janúar. „Ég á mjög erfitt með að finna einhverja skýringu aðra en þá að Gummi finnur að hann treystir þessum strákum sem voru á EM í janúar. Þá var Haukur meiddur og ekki með. Gummi er auðvitað íhaldssamur og stundum bítur hann eitthvað í sig. Og núna hefur hann bitið í sig að Haukur væri ekki á þeim stað að ógna þeim sem eru í hópnum og komu svona sterkir inn í janúar,“ sagði Einar Örn Jónsson, íþróttafréttamaður á RÚV og fyrrverandi landsliðsmaður í handbolta. „Ég held að þetta sé ekkert gegn Hauki heldur með þeim strákum sem hann hefur treyst á hingað til. Því getulega á Haukur alltaf að vera inni í hópnum, alveg 120 prósent. Ég vona að hann verði með í janúar því Haukur er strákur sem getur gert hluti sem mjög fáir aðrir í þessum hóp, utan byrjunarliðsins, geta gert. Það getur verið dýrmætt í janúar og svo þurfum við að fara að fá Hauk aftur inn í landsliðið til að byggja hann upp í að verða leiðtoginn sem við vonumst til að hann verði.“ Einar hefði viljað sjá Hauk í landsliðinu í leikjunum í síðustu viku, þar sem þetta voru síðustu alvöru leikir Íslands fyrir HM. „Þess vegna var ég mjög hissa á að Haukur væri ekki þarna, með fullri virðingu fyrir Daníel Þór [Ingasyni]. Hann er traustur og hefur spilað vel með Balingen en Haukur er okkar vonarstjarna til framtíðar.“ Haukur spilar sem leikstjórnandi með Kielce í Póllandi og Ásgeir Jónsson kveðst halda að hann eigi í samkeppni við Gísla Þorgeir Kristjánsson og Janus Daða Smárason um stöðu miðjumanns í landsliðinu. Arnar Daði Arnarsson, þáttastjórnandi Handkastsins, spurði Ásgeir hvort Haukur yrði með á HM í janúar. „Það er erfitt að segja. Gummi og hans þjálfarateymi taka þá ákvörðun. En ég held að allir handboltaunnendur séu sammála um að Haukur á heima í þessum hópi. Vandamálið er hins vegar að þetta eru allt frábærir leikmenn sem hann er að keppa. Þetta er ekki beint auðvelt val,“ sagði Ásgeir. Hlusta má á Handkastið í spilaranum hér fyrir ofan.
Landslið karla í handbolta Handkastið EM 2024 í handbolta Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita