Furðufluga vekur athygli í Kringlunni Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 20. október 2022 15:26 Flugan er fjögurra metra löng. Alda Ægisdóttir Risastór furðufluga hefur vakið athygli gesta verslunarmiðstöðvarinnar Kringlunnar í dag. Um er að ræða fjögurra metra listaverk eftir myndlistarnema í Listaháskólanum. „Ég er í áfanga í skólanum sem gengur út á að búa til verk og setja upp í almenningrými. Flestir gera verk sem eru sýnd úti, en mig langaði til þess að gera einhvað sem væri inni og þá datt mér í hug að hafa samband við Kringluna. Það kom mér á óvart hvað þau voru opin fyrir þessu, en ég var ekki með neitt bilaðslega háar vonir fyrir að fá að gera þetta,“ segir Alda Ægisdóttir í samtali við Vísi. Listakonan upprennandi er fædd árið 1999 og er myndlistarnemi á öðru ári í Listaháskóla Íslands. Fjögurra metra flugan mun hanga uppi næstu daga. „Mér finnst þetta verk sérstaklega spennandi af því að ég vil gjarnan að listin mín sé aðgengileg fyrir almenning. Það er svo afmarkaður hópur sem mætir alla jafna á listasýningar, og fólkið sem ég vil ná til eru ekki endilega þeir sem hafa stúderað myndlist. Til dæmis hafa börn verið mjög hrifin af verkum mínum,“ segir Alda. Hún vonar að flugan gleðji gesti verslunarmiðstöðvarinnar um helgina. Myndlistarneminn Alda Ægisdóttir. „Á tímum eins og í dag þar sem margt slæmt er að gerast í heiminum, finnst mér listin gegna mikilvægu hlutverki við að skína ljósi á fallegu og glaðlegu hliðar lífsins. Flugan mín í Kringlunni tilheyrir heimi sem ég hef verið að þróa með innblæstri frá náttúrunni, teiknimyndum og öðrum myndlistarmönnum. Ég fæ mjög mikinn innblástur úr náttúrunni. Ég skoða oft munstur í blómum og laufblöðum þegar ég er að labba. Síðan finnst mér teiknimyndir líka mjög góður efniviður.“ Starfsfólk Kringlunnar aðstoðaði við uppsetningu verksins. „Starfsmennirnir í Kringlunni voru alveg æðislegir og hjálpuðu mér að setja verkið upp. Það var svaka ævintýri að setja þetta upp, við setum verkið upp á lyftu/lyftara sem fór örugglega 6 metra upp í loftið og festum síðan fluguna við víra sem þeir höfðu tengt við loftið. Ég var og er en í mjög miklu spennufalli. Það var alveg mögnuð tilfinning að sjá verkið í Kringlunni.“ Flugan er fjögurra metra löng.Alda Ægisdóttir Alda er spennt að sýna fleiri verk á áberandi stöðum í framtíðinni. „Ég er ekki með neitt planað. Mér finnst svo skemmtilegt þegar myndlist er lifandi partur af umhverfinu. Ég fékk nýlega hugmynd að gera verk sem væri í almenningsgarði, til dæmis Hljómskólagarðinum eða Grasagarðinum. Þá myndi ég vilja búa til einhverskonar plöntuskúlptúra. Næsta verk sem mig langar að búa til er stop-motion videóverk, en ég bjó til svoleiðis verk í fyrra. Það er hægt að sjá meira eftir mig á vefsíðunni minni www.aldaaegisdottir.com.“ Listakonan er einnig með sýningu í Grófinni sem lýkur um helgina. „Ég er með sýningu sem heitir Útópía á Borgarbókasafninu Grófinni með verkum sem tilheyra sömu veröld, en þeirri sýningu lýkur núna á sunnudaginn 23. október. 66°Norður er einnig með nokkra skúlptúra úr þessum heimi í búðargluggunum sínum á Hafnartorginu, en verslunin keypti þessa skúlptúra af mér fyrr í haust.“ Myndlist Kringlan Reykjavík Mest lesið Sinners slær met yfir flestar Óskarstilnefningar Bíó og sjónvarp Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Kristinn Svavarsson er látinn Tónlist Hætta óvænt við tónleikaferðalög sín Tónlist Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Lífið Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Lífið Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Menning Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Lífið Fleiri fréttir Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi Sjá meira
„Ég er í áfanga í skólanum sem gengur út á að búa til verk og setja upp í almenningrými. Flestir gera verk sem eru sýnd úti, en mig langaði til þess að gera einhvað sem væri inni og þá datt mér í hug að hafa samband við Kringluna. Það kom mér á óvart hvað þau voru opin fyrir þessu, en ég var ekki með neitt bilaðslega háar vonir fyrir að fá að gera þetta,“ segir Alda Ægisdóttir í samtali við Vísi. Listakonan upprennandi er fædd árið 1999 og er myndlistarnemi á öðru ári í Listaháskóla Íslands. Fjögurra metra flugan mun hanga uppi næstu daga. „Mér finnst þetta verk sérstaklega spennandi af því að ég vil gjarnan að listin mín sé aðgengileg fyrir almenning. Það er svo afmarkaður hópur sem mætir alla jafna á listasýningar, og fólkið sem ég vil ná til eru ekki endilega þeir sem hafa stúderað myndlist. Til dæmis hafa börn verið mjög hrifin af verkum mínum,“ segir Alda. Hún vonar að flugan gleðji gesti verslunarmiðstöðvarinnar um helgina. Myndlistarneminn Alda Ægisdóttir. „Á tímum eins og í dag þar sem margt slæmt er að gerast í heiminum, finnst mér listin gegna mikilvægu hlutverki við að skína ljósi á fallegu og glaðlegu hliðar lífsins. Flugan mín í Kringlunni tilheyrir heimi sem ég hef verið að þróa með innblæstri frá náttúrunni, teiknimyndum og öðrum myndlistarmönnum. Ég fæ mjög mikinn innblástur úr náttúrunni. Ég skoða oft munstur í blómum og laufblöðum þegar ég er að labba. Síðan finnst mér teiknimyndir líka mjög góður efniviður.“ Starfsfólk Kringlunnar aðstoðaði við uppsetningu verksins. „Starfsmennirnir í Kringlunni voru alveg æðislegir og hjálpuðu mér að setja verkið upp. Það var svaka ævintýri að setja þetta upp, við setum verkið upp á lyftu/lyftara sem fór örugglega 6 metra upp í loftið og festum síðan fluguna við víra sem þeir höfðu tengt við loftið. Ég var og er en í mjög miklu spennufalli. Það var alveg mögnuð tilfinning að sjá verkið í Kringlunni.“ Flugan er fjögurra metra löng.Alda Ægisdóttir Alda er spennt að sýna fleiri verk á áberandi stöðum í framtíðinni. „Ég er ekki með neitt planað. Mér finnst svo skemmtilegt þegar myndlist er lifandi partur af umhverfinu. Ég fékk nýlega hugmynd að gera verk sem væri í almenningsgarði, til dæmis Hljómskólagarðinum eða Grasagarðinum. Þá myndi ég vilja búa til einhverskonar plöntuskúlptúra. Næsta verk sem mig langar að búa til er stop-motion videóverk, en ég bjó til svoleiðis verk í fyrra. Það er hægt að sjá meira eftir mig á vefsíðunni minni www.aldaaegisdottir.com.“ Listakonan er einnig með sýningu í Grófinni sem lýkur um helgina. „Ég er með sýningu sem heitir Útópía á Borgarbókasafninu Grófinni með verkum sem tilheyra sömu veröld, en þeirri sýningu lýkur núna á sunnudaginn 23. október. 66°Norður er einnig með nokkra skúlptúra úr þessum heimi í búðargluggunum sínum á Hafnartorginu, en verslunin keypti þessa skúlptúra af mér fyrr í haust.“
Myndlist Kringlan Reykjavík Mest lesið Sinners slær met yfir flestar Óskarstilnefningar Bíó og sjónvarp Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Kristinn Svavarsson er látinn Tónlist Hætta óvænt við tónleikaferðalög sín Tónlist Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Lífið Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Lífið Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Menning Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Lífið Fleiri fréttir Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi Sjá meira
Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Menning
Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Menning