Furðufluga vekur athygli í Kringlunni Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 20. október 2022 15:26 Flugan er fjögurra metra löng. Alda Ægisdóttir Risastór furðufluga hefur vakið athygli gesta verslunarmiðstöðvarinnar Kringlunnar í dag. Um er að ræða fjögurra metra listaverk eftir myndlistarnema í Listaháskólanum. „Ég er í áfanga í skólanum sem gengur út á að búa til verk og setja upp í almenningrými. Flestir gera verk sem eru sýnd úti, en mig langaði til þess að gera einhvað sem væri inni og þá datt mér í hug að hafa samband við Kringluna. Það kom mér á óvart hvað þau voru opin fyrir þessu, en ég var ekki með neitt bilaðslega háar vonir fyrir að fá að gera þetta,“ segir Alda Ægisdóttir í samtali við Vísi. Listakonan upprennandi er fædd árið 1999 og er myndlistarnemi á öðru ári í Listaháskóla Íslands. Fjögurra metra flugan mun hanga uppi næstu daga. „Mér finnst þetta verk sérstaklega spennandi af því að ég vil gjarnan að listin mín sé aðgengileg fyrir almenning. Það er svo afmarkaður hópur sem mætir alla jafna á listasýningar, og fólkið sem ég vil ná til eru ekki endilega þeir sem hafa stúderað myndlist. Til dæmis hafa börn verið mjög hrifin af verkum mínum,“ segir Alda. Hún vonar að flugan gleðji gesti verslunarmiðstöðvarinnar um helgina. Myndlistarneminn Alda Ægisdóttir. „Á tímum eins og í dag þar sem margt slæmt er að gerast í heiminum, finnst mér listin gegna mikilvægu hlutverki við að skína ljósi á fallegu og glaðlegu hliðar lífsins. Flugan mín í Kringlunni tilheyrir heimi sem ég hef verið að þróa með innblæstri frá náttúrunni, teiknimyndum og öðrum myndlistarmönnum. Ég fæ mjög mikinn innblástur úr náttúrunni. Ég skoða oft munstur í blómum og laufblöðum þegar ég er að labba. Síðan finnst mér teiknimyndir líka mjög góður efniviður.“ Starfsfólk Kringlunnar aðstoðaði við uppsetningu verksins. „Starfsmennirnir í Kringlunni voru alveg æðislegir og hjálpuðu mér að setja verkið upp. Það var svaka ævintýri að setja þetta upp, við setum verkið upp á lyftu/lyftara sem fór örugglega 6 metra upp í loftið og festum síðan fluguna við víra sem þeir höfðu tengt við loftið. Ég var og er en í mjög miklu spennufalli. Það var alveg mögnuð tilfinning að sjá verkið í Kringlunni.“ Flugan er fjögurra metra löng.Alda Ægisdóttir Alda er spennt að sýna fleiri verk á áberandi stöðum í framtíðinni. „Ég er ekki með neitt planað. Mér finnst svo skemmtilegt þegar myndlist er lifandi partur af umhverfinu. Ég fékk nýlega hugmynd að gera verk sem væri í almenningsgarði, til dæmis Hljómskólagarðinum eða Grasagarðinum. Þá myndi ég vilja búa til einhverskonar plöntuskúlptúra. Næsta verk sem mig langar að búa til er stop-motion videóverk, en ég bjó til svoleiðis verk í fyrra. Það er hægt að sjá meira eftir mig á vefsíðunni minni www.aldaaegisdottir.com.“ Listakonan er einnig með sýningu í Grófinni sem lýkur um helgina. „Ég er með sýningu sem heitir Útópía á Borgarbókasafninu Grófinni með verkum sem tilheyra sömu veröld, en þeirri sýningu lýkur núna á sunnudaginn 23. október. 66°Norður er einnig með nokkra skúlptúra úr þessum heimi í búðargluggunum sínum á Hafnartorginu, en verslunin keypti þessa skúlptúra af mér fyrr í haust.“ Myndlist Kringlan Reykjavík Mest lesið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Lífið Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Lífið Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Menning Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Lífið Fleiri fréttir Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Sjá meira
„Ég er í áfanga í skólanum sem gengur út á að búa til verk og setja upp í almenningrými. Flestir gera verk sem eru sýnd úti, en mig langaði til þess að gera einhvað sem væri inni og þá datt mér í hug að hafa samband við Kringluna. Það kom mér á óvart hvað þau voru opin fyrir þessu, en ég var ekki með neitt bilaðslega háar vonir fyrir að fá að gera þetta,“ segir Alda Ægisdóttir í samtali við Vísi. Listakonan upprennandi er fædd árið 1999 og er myndlistarnemi á öðru ári í Listaháskóla Íslands. Fjögurra metra flugan mun hanga uppi næstu daga. „Mér finnst þetta verk sérstaklega spennandi af því að ég vil gjarnan að listin mín sé aðgengileg fyrir almenning. Það er svo afmarkaður hópur sem mætir alla jafna á listasýningar, og fólkið sem ég vil ná til eru ekki endilega þeir sem hafa stúderað myndlist. Til dæmis hafa börn verið mjög hrifin af verkum mínum,“ segir Alda. Hún vonar að flugan gleðji gesti verslunarmiðstöðvarinnar um helgina. Myndlistarneminn Alda Ægisdóttir. „Á tímum eins og í dag þar sem margt slæmt er að gerast í heiminum, finnst mér listin gegna mikilvægu hlutverki við að skína ljósi á fallegu og glaðlegu hliðar lífsins. Flugan mín í Kringlunni tilheyrir heimi sem ég hef verið að þróa með innblæstri frá náttúrunni, teiknimyndum og öðrum myndlistarmönnum. Ég fæ mjög mikinn innblástur úr náttúrunni. Ég skoða oft munstur í blómum og laufblöðum þegar ég er að labba. Síðan finnst mér teiknimyndir líka mjög góður efniviður.“ Starfsfólk Kringlunnar aðstoðaði við uppsetningu verksins. „Starfsmennirnir í Kringlunni voru alveg æðislegir og hjálpuðu mér að setja verkið upp. Það var svaka ævintýri að setja þetta upp, við setum verkið upp á lyftu/lyftara sem fór örugglega 6 metra upp í loftið og festum síðan fluguna við víra sem þeir höfðu tengt við loftið. Ég var og er en í mjög miklu spennufalli. Það var alveg mögnuð tilfinning að sjá verkið í Kringlunni.“ Flugan er fjögurra metra löng.Alda Ægisdóttir Alda er spennt að sýna fleiri verk á áberandi stöðum í framtíðinni. „Ég er ekki með neitt planað. Mér finnst svo skemmtilegt þegar myndlist er lifandi partur af umhverfinu. Ég fékk nýlega hugmynd að gera verk sem væri í almenningsgarði, til dæmis Hljómskólagarðinum eða Grasagarðinum. Þá myndi ég vilja búa til einhverskonar plöntuskúlptúra. Næsta verk sem mig langar að búa til er stop-motion videóverk, en ég bjó til svoleiðis verk í fyrra. Það er hægt að sjá meira eftir mig á vefsíðunni minni www.aldaaegisdottir.com.“ Listakonan er einnig með sýningu í Grófinni sem lýkur um helgina. „Ég er með sýningu sem heitir Útópía á Borgarbókasafninu Grófinni með verkum sem tilheyra sömu veröld, en þeirri sýningu lýkur núna á sunnudaginn 23. október. 66°Norður er einnig með nokkra skúlptúra úr þessum heimi í búðargluggunum sínum á Hafnartorginu, en verslunin keypti þessa skúlptúra af mér fyrr í haust.“
Myndlist Kringlan Reykjavík Mest lesið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Lífið Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Lífið Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Menning Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Lífið Fleiri fréttir Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Sjá meira
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið