Sjö úr meistaraliði Blika í nóvemberhópi íslenska landsliðsins: Tíu nýliðar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. október 2022 15:05 Blikar urðu Íslandsmeistarar þegar þrír leikir voru eftir af deildinni. Vísir/Diego Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, hefur valið 23 manna hóp fyrir vináttuleiki í nóvember og að auki eru fimm leikmenn til vara. Íslenska liðið mun mæta Sádi-Arabíu í Sameinuðu arabísku furstadæmunum 6. nóvember en unnið er að staðfestingu annars leiks. Sá yrði hluti af sama verkefni, og vonast KSÍ til að geta staðfest þann leik strax eftir helgi. Arnar velur sjö nýkrýnda Íslandsmeistara Blika í hópinn en það eru Viktor Örn Margeirsson, Damir Muminovic, Höskuldur Gunnlaugsson, Ísak Snær Þorvaldsson, Dagur Dan Þórhallsson, Viktor Karl Einarsson og Jason Daði Svanþórsson. Arnar Þór Viðarsson, þjálfari A landsliðs karla, hefur valið leikmannahóp fyrir fyrra nóvember-verkefni liðsins. Leikgreinandi og þolþjálfari frá Víkingi R. verða hluti af starfsliði landsliðsins í þessu verkefni. https://t.co/TqJGGpYbpJ— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) October 21, 2022 Alls eru tíu leikmenn í hópnum sem hafa ekki spilað A-landsleik og þar af eru Blikarnir Viktor Örn, Ísak Snær og Dagur Dan. Hinir nýliðarnir eru Sindri Kristinn Ólafsson úr Keflavík, Róbert Orri Þorkelsson frá Montreal, Logi Tómasson og Danijel Dejan Djuric úr Víkingi, Daníel Hafsteinsson úr KA, Bjarki Steinn Bjarkason hjá Venezia FC og Jónatan Ingi Jónsson hjá Sogndal. „Leikirnir í fyrra verkefninu eru ekki innan FIFA-glugga og þess vegna veljum við 23 manna hóp, með 5 leikmenn til vara þar sem það er óvissa með þátttöku nokkurra leikmanna sem gætu verið að leika með sínum félagsliðum í umspilsleikjum. Þetta á eftir að skýrast. Sú staða gæti komið upp að einhverjir þeirra leikmanna sem eru á varalistanum yrðu kallaðir inn í 23 manna hópinn og við erum að tilkynna hópinn svona snemma að þessu sinni til að leikmenn sem eru að ljúka keppnistímabilum með sínum félagsliðum geti gert viðeigandi ráðstafanir. Vonandi náum við að klára að staðfesta annan leik fyrr þennan hóp og það skýrist væntanlega strax eftir helgi,“ sagði Arnar Þór Viðarsson í frétt á heimasíðu KSÍ. Markús Árni Vernharðsson leikgreinandi og Guðjón Örn Ingólfsson þolþjálfari, báðir frá Víkingi R., verða hluti af starfsliði landsliðsins í þessu verkefni. „Þetta styrkir samstarfið og gefur aðilum sem eru að standa sig mjög vel í tiltölulega nýjum störfum í íslenskri knattspyrnu möguleika á að vinna í landsliðsumhverfinu og gefur öllum aðilum möguleika á að læra af hver öðrum,“ sagði Arnar Þór. Landsliðshópurinn: Frederik August Albrecht Schram (M) - Valur - 5 leikir Hákon Rafn Valdimarsson (M) - IF Elfsborg - 2 leikir Sindri Kristinn Ólafsson (M) - Keflavík Viktor Örn Margeirsson - Breiðablik Róbert Orri Þorkelsson - CF Montreal Damir Muminovic - Breiðablik - 2 leikir Guðlaugur Victor Pálsson - D.C. United - 31 leikur, 1 mark Rúnar Þór Sigurgeirsson - Keflavík - 1 leikur Logi Tómasson - Víkingur R. Hörður Ingi Gunnarsson - Sogndal IL - 1 leikur Höskuldur Gunnlaugsson - Breiðablik - 5 leikir Ísak Snær Þorvaldsson - Breiðablik Dagur Dan Þórhallsson - Breiðablik Viktor Karl Einarsson - Breiðablik - 2 leikir Daníel Hafsteinsson - KA Viktor Örlygur Andrason - Víkingur R. - 2 leikir Aron Einar Gunnarsson - Al Arabi - 99 leikir, 2 mörk Bjarki Steinn Bjarkason - Venezia FC Valdimar Þór Ingimundarson - Sogndal IL - 1 leikur Jónatan Ingi Jónsson - Sogndal IL Jason Daði Svanþórsson - Breiðablik - 1 leikur Danijel Dejan Djuric - Víkingur R. Óttar Magnús Karlsson - Oakland Roots - 9 leikir, 2 mörk Leikmenn til vara Ólafur Kristófer Helgason (M) - Fylkir Ívar Örn Árnason - KA Þorri Már Þórisson - KA Ari Sigurpálsson - Víkingur R. Adam Ægir Pálsson - Víkingur R. Landslið karla í fótbolta Mest lesið Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Markasúpa í Mjólkurbikarnum Fótbolti Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Fótbolti Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Handbolti Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Handbolti Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Körfubolti Fleiri fréttir Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Markasúpa í Mjólkurbikarnum Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Segja Barcelona hafa svindlað og kærðu Arnór fyrsta nafn á eftirsóknarverðum lista Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Spyrja sig hvort Freyr geti heillað eins og Slot í Liverpool „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Slegin út með tíu mörkum í tveimur leikjum Fögnuðu grimmt og gætu fengið bann Helgi Kolviðs aftur í þjálfun Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Brassar vilja fá Ancelotti til bjargar Eiginkonan varð að færa Marquinhos miklar sorgarfréttir Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari Til skoðunar að tilkynna málið til lögreglu Chelsea og Man City gætu þénað sextán milljarða á HM félagsliða Glæsimark Russo fullkomnaði endurkomu Arsenal Lyon örugglega áfram á kostnað Bayern Glódís Perla aftur á bekknum Umboðsmaður Davies gagnrýnir landsliðsþjálfarann Reiði í Danmörku: Sagður skvapaður og eins og barn með lömunarveiki Sjá meira
Íslenska liðið mun mæta Sádi-Arabíu í Sameinuðu arabísku furstadæmunum 6. nóvember en unnið er að staðfestingu annars leiks. Sá yrði hluti af sama verkefni, og vonast KSÍ til að geta staðfest þann leik strax eftir helgi. Arnar velur sjö nýkrýnda Íslandsmeistara Blika í hópinn en það eru Viktor Örn Margeirsson, Damir Muminovic, Höskuldur Gunnlaugsson, Ísak Snær Þorvaldsson, Dagur Dan Þórhallsson, Viktor Karl Einarsson og Jason Daði Svanþórsson. Arnar Þór Viðarsson, þjálfari A landsliðs karla, hefur valið leikmannahóp fyrir fyrra nóvember-verkefni liðsins. Leikgreinandi og þolþjálfari frá Víkingi R. verða hluti af starfsliði landsliðsins í þessu verkefni. https://t.co/TqJGGpYbpJ— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) October 21, 2022 Alls eru tíu leikmenn í hópnum sem hafa ekki spilað A-landsleik og þar af eru Blikarnir Viktor Örn, Ísak Snær og Dagur Dan. Hinir nýliðarnir eru Sindri Kristinn Ólafsson úr Keflavík, Róbert Orri Þorkelsson frá Montreal, Logi Tómasson og Danijel Dejan Djuric úr Víkingi, Daníel Hafsteinsson úr KA, Bjarki Steinn Bjarkason hjá Venezia FC og Jónatan Ingi Jónsson hjá Sogndal. „Leikirnir í fyrra verkefninu eru ekki innan FIFA-glugga og þess vegna veljum við 23 manna hóp, með 5 leikmenn til vara þar sem það er óvissa með þátttöku nokkurra leikmanna sem gætu verið að leika með sínum félagsliðum í umspilsleikjum. Þetta á eftir að skýrast. Sú staða gæti komið upp að einhverjir þeirra leikmanna sem eru á varalistanum yrðu kallaðir inn í 23 manna hópinn og við erum að tilkynna hópinn svona snemma að þessu sinni til að leikmenn sem eru að ljúka keppnistímabilum með sínum félagsliðum geti gert viðeigandi ráðstafanir. Vonandi náum við að klára að staðfesta annan leik fyrr þennan hóp og það skýrist væntanlega strax eftir helgi,“ sagði Arnar Þór Viðarsson í frétt á heimasíðu KSÍ. Markús Árni Vernharðsson leikgreinandi og Guðjón Örn Ingólfsson þolþjálfari, báðir frá Víkingi R., verða hluti af starfsliði landsliðsins í þessu verkefni. „Þetta styrkir samstarfið og gefur aðilum sem eru að standa sig mjög vel í tiltölulega nýjum störfum í íslenskri knattspyrnu möguleika á að vinna í landsliðsumhverfinu og gefur öllum aðilum möguleika á að læra af hver öðrum,“ sagði Arnar Þór. Landsliðshópurinn: Frederik August Albrecht Schram (M) - Valur - 5 leikir Hákon Rafn Valdimarsson (M) - IF Elfsborg - 2 leikir Sindri Kristinn Ólafsson (M) - Keflavík Viktor Örn Margeirsson - Breiðablik Róbert Orri Þorkelsson - CF Montreal Damir Muminovic - Breiðablik - 2 leikir Guðlaugur Victor Pálsson - D.C. United - 31 leikur, 1 mark Rúnar Þór Sigurgeirsson - Keflavík - 1 leikur Logi Tómasson - Víkingur R. Hörður Ingi Gunnarsson - Sogndal IL - 1 leikur Höskuldur Gunnlaugsson - Breiðablik - 5 leikir Ísak Snær Þorvaldsson - Breiðablik Dagur Dan Þórhallsson - Breiðablik Viktor Karl Einarsson - Breiðablik - 2 leikir Daníel Hafsteinsson - KA Viktor Örlygur Andrason - Víkingur R. - 2 leikir Aron Einar Gunnarsson - Al Arabi - 99 leikir, 2 mörk Bjarki Steinn Bjarkason - Venezia FC Valdimar Þór Ingimundarson - Sogndal IL - 1 leikur Jónatan Ingi Jónsson - Sogndal IL Jason Daði Svanþórsson - Breiðablik - 1 leikur Danijel Dejan Djuric - Víkingur R. Óttar Magnús Karlsson - Oakland Roots - 9 leikir, 2 mörk Leikmenn til vara Ólafur Kristófer Helgason (M) - Fylkir Ívar Örn Árnason - KA Þorri Már Þórisson - KA Ari Sigurpálsson - Víkingur R. Adam Ægir Pálsson - Víkingur R.
Landsliðshópurinn: Frederik August Albrecht Schram (M) - Valur - 5 leikir Hákon Rafn Valdimarsson (M) - IF Elfsborg - 2 leikir Sindri Kristinn Ólafsson (M) - Keflavík Viktor Örn Margeirsson - Breiðablik Róbert Orri Þorkelsson - CF Montreal Damir Muminovic - Breiðablik - 2 leikir Guðlaugur Victor Pálsson - D.C. United - 31 leikur, 1 mark Rúnar Þór Sigurgeirsson - Keflavík - 1 leikur Logi Tómasson - Víkingur R. Hörður Ingi Gunnarsson - Sogndal IL - 1 leikur Höskuldur Gunnlaugsson - Breiðablik - 5 leikir Ísak Snær Þorvaldsson - Breiðablik Dagur Dan Þórhallsson - Breiðablik Viktor Karl Einarsson - Breiðablik - 2 leikir Daníel Hafsteinsson - KA Viktor Örlygur Andrason - Víkingur R. - 2 leikir Aron Einar Gunnarsson - Al Arabi - 99 leikir, 2 mörk Bjarki Steinn Bjarkason - Venezia FC Valdimar Þór Ingimundarson - Sogndal IL - 1 leikur Jónatan Ingi Jónsson - Sogndal IL Jason Daði Svanþórsson - Breiðablik - 1 leikur Danijel Dejan Djuric - Víkingur R. Óttar Magnús Karlsson - Oakland Roots - 9 leikir, 2 mörk Leikmenn til vara Ólafur Kristófer Helgason (M) - Fylkir Ívar Örn Árnason - KA Þorri Már Þórisson - KA Ari Sigurpálsson - Víkingur R. Adam Ægir Pálsson - Víkingur R.
Landslið karla í fótbolta Mest lesið Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Markasúpa í Mjólkurbikarnum Fótbolti Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Fótbolti Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Handbolti Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Handbolti Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Körfubolti Fleiri fréttir Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Markasúpa í Mjólkurbikarnum Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Segja Barcelona hafa svindlað og kærðu Arnór fyrsta nafn á eftirsóknarverðum lista Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Spyrja sig hvort Freyr geti heillað eins og Slot í Liverpool „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Slegin út með tíu mörkum í tveimur leikjum Fögnuðu grimmt og gætu fengið bann Helgi Kolviðs aftur í þjálfun Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Brassar vilja fá Ancelotti til bjargar Eiginkonan varð að færa Marquinhos miklar sorgarfréttir Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari Til skoðunar að tilkynna málið til lögreglu Chelsea og Man City gætu þénað sextán milljarða á HM félagsliða Glæsimark Russo fullkomnaði endurkomu Arsenal Lyon örugglega áfram á kostnað Bayern Glódís Perla aftur á bekknum Umboðsmaður Davies gagnrýnir landsliðsþjálfarann Reiði í Danmörku: Sagður skvapaður og eins og barn með lömunarveiki Sjá meira