Hafa fjölgað starfsmönnum um 40 prósent á tveimur árum Atli Ísleifsson skrifar 23. október 2022 07:00 Ingvar Hjálmarsson er framkvæmdastjóri stefnumótunar hjá Nox Medical. Aðsend Starfsmönnum íslenska svefnrannsóknarfyrirtækisins Nox Medical hefur fjölgað um 40 prósent á síðustu tveimur árum. Fyrirtækið auglýsti níu stöður lausar í gær og gera forsvarsmenn fyrirtækisins ráð fyrir að starfsfólki muni fjölga enn frekar á næstu mánuðum. Ingvar Hjálmarsson, framkvæmdastjóri stefnumótunar hjá Nox Medical, segir að vöxtur félagsins hafi nánast verið ævintýralegur síðustu ár en að nú sé verið að undirbúa næstu sókn. „Nox er með skýra framtíðarsýn um vöxt næstu ára og vantar fleira fólk í hópinn sem er áhugasamt um heilbrigði annarra,“ segir Ingvar. Hjá Nox Medical starfa nú um áttatíu manns á Íslandi og um tuttugu manns í fjórum öðrum löndum. Um er að ræða hátæknifyrirtæki sem þróar og framleiðir lækningatæki til svefnrannsókna. Tæknin gerir læknum og heilbrigðisstarfsfólki kleift að greina svefntruflanir á borð við kæfisvefn og fótaóeirð og þannig bjóða upp á viðeigandi meðferð í kjölfarið. „Svefn er ein af undirstöðunum að heilbrigðum lífsstíl. Nox Medical hefur þegar hjálpað tíu milljónir manna en tækifæri fyrirtækisins liggja í því að hjálpa þeim tugi milljóna um allan heim sem enn eiga eftir að finna lausn á sínum svefnvandamálum,“ segir Ingvar. Nox Medical hefur meðal annars verið að þróa lausnir og bjóða upp á svefnmælingaþjónustu í gegnum skýið. Lausnirnar eru notaðar til að þjónusta núverandi markaði betur ásamt því að komast inn í nýja markaði og segir Ingvar að í Þýskalandi hafi nú þegar um tvö þúsund manns fundið leið að betri svefni með hinni nýju þjónustu. Nox Medical er hluti af Nox Health sem býður fjarlækningaþjónustu á svefni í Bandaríkjunum. Þannig starfa rúmlega þrjú hundruð manns hjá samstæðunni í dag. Svefn Vinnumarkaður Mest lesið Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Neytendur Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Endurgreiða viðskiptavinum sem mæta í skimun mánaðariðgjald Neytendur Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Viðskipti innlent Finnur þægilegu heimatilfinninguna þegar hann lendir í Keflavík Atvinnulíf Annað markaðsleyfi í höfn í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Viðskipti innlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Smá kvef, hausverkur eða flensa og vinnan Atvinnulíf Fleiri fréttir Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Sjá meira
Ingvar Hjálmarsson, framkvæmdastjóri stefnumótunar hjá Nox Medical, segir að vöxtur félagsins hafi nánast verið ævintýralegur síðustu ár en að nú sé verið að undirbúa næstu sókn. „Nox er með skýra framtíðarsýn um vöxt næstu ára og vantar fleira fólk í hópinn sem er áhugasamt um heilbrigði annarra,“ segir Ingvar. Hjá Nox Medical starfa nú um áttatíu manns á Íslandi og um tuttugu manns í fjórum öðrum löndum. Um er að ræða hátæknifyrirtæki sem þróar og framleiðir lækningatæki til svefnrannsókna. Tæknin gerir læknum og heilbrigðisstarfsfólki kleift að greina svefntruflanir á borð við kæfisvefn og fótaóeirð og þannig bjóða upp á viðeigandi meðferð í kjölfarið. „Svefn er ein af undirstöðunum að heilbrigðum lífsstíl. Nox Medical hefur þegar hjálpað tíu milljónir manna en tækifæri fyrirtækisins liggja í því að hjálpa þeim tugi milljóna um allan heim sem enn eiga eftir að finna lausn á sínum svefnvandamálum,“ segir Ingvar. Nox Medical hefur meðal annars verið að þróa lausnir og bjóða upp á svefnmælingaþjónustu í gegnum skýið. Lausnirnar eru notaðar til að þjónusta núverandi markaði betur ásamt því að komast inn í nýja markaði og segir Ingvar að í Þýskalandi hafi nú þegar um tvö þúsund manns fundið leið að betri svefni með hinni nýju þjónustu. Nox Medical er hluti af Nox Health sem býður fjarlækningaþjónustu á svefni í Bandaríkjunum. Þannig starfa rúmlega þrjú hundruð manns hjá samstæðunni í dag.
Svefn Vinnumarkaður Mest lesið Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Neytendur Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Endurgreiða viðskiptavinum sem mæta í skimun mánaðariðgjald Neytendur Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Viðskipti innlent Finnur þægilegu heimatilfinninguna þegar hann lendir í Keflavík Atvinnulíf Annað markaðsleyfi í höfn í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Viðskipti innlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Smá kvef, hausverkur eða flensa og vinnan Atvinnulíf Fleiri fréttir Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Sjá meira