Hvorugu liðinu tókst að skora í fyrri hálfleik og staðan var því enn markalaus þegar liðin gegnu til búningsherbergja.
Svava kom gestunum í Brann hins vegar í forystu snemma í síðari hálfleik með góðum skalla á 50. mínútu áður en Therese Sessy Asland tvöfaldaði forystu liðsins rúmum tíu mínútum síðar.
Heimakonur minnkuðu muninn á 65. mínútu leiksins, en nær komust þær ekki og niðurstaðan því 1-2 sigur Brann.
Sigurinn þýðir að Svava og stöllur eru nú búnar að tryggja sér efsta sæti efri hluta norsku deildarinnar þrátt fyrir að ein umferð sé enn eftir. Selma Sól og liðsfélagar hennar sitja hins vegar í þriðja sæti og geta hvorki endað ofar né neðar en það.
90+7 min: DER er det slutt på Koteng Arena, og vi vinner 2-1 over Rosenborg!!! VI HAR TATT SERIEGULL ❤️🤍🔥 pic.twitter.com/4vJhQCrJfq
— SK Brann Kvinner (@skbrannkvinner) October 23, 2022