Fótbolti

„Þetta eru gríðarleg vonbrigði“

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Mikel Arteta var eðlilega ósáttur eftir jafntefli sinna manna í dag.
Mikel Arteta var eðlilega ósáttur eftir jafntefli sinna manna í dag. Robin Jones/Getty Images

Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, var vonsvikinn eftir 1-1 jafntefli liðsins gegn Southampton í dag. Hann segir að liðið hafi skapað sér nógu mikið til að vinna leikinn.

„Þetta hefði átt að enda öðruvísi. Ég vil samt hrósa Southampton, þeir gerðu virkilega vel í dag,“ sagði Arteta að leik loknum.

„Þeir fengu mikið af innköstum þar sem þair gátu kastað langt. Við áttum tvö bestu færi seinni hálfleiksins en það var ekki nóg til að vinna leikinn.“

„Við settum boltann bara ekki í netið. Við sköpuðum nóg af færum til að vinna. Þetta eru gríðarleg vonbrigði, en við lærum af þessu af því að við vildum vinna þennan leik. Þeir settu meiri pressu á okkur í opnum leik í síðari hálfleik og við áttum í erfiðleikum með það,“ sagði Arteta að lokum.


Tengdar fréttir

Southampton sótti stig gegn toppliðinu

Topplið Arsenal þurfti að sætta sig við 1-1 jafntefli er liðið heimsótti Southampton í 12. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×