Heimamenn í Natnes höfðu góð tök á leiknum allt frá fyrstu mínútu og þegar fyrri hálfleikur var um það vil hálfnaður var liðið komið með sjö marka forskot. Viktor og félagar náðu mest átta marka forystu í fyrri hálfleik, en staðan var 18-11 þegar liðin gengu til búningsherbergja.
Síðari hálfleikur var svo jafnari en sá fyrri, en sigur heimamanna var aldrei nálægt því að verða í nokkurskonar hættu. Liðið vann að lokum öruggan 11 marka sigur, 35-24, og lyfti sér þar með upp fyrir PSG í toppsæti deildarinnar, en Viktor og félagar eru enn með fullt hús stiga eftir sex leiki.
Viktor Gísli átti flottan leik í marki Nantes og varði 13 skot og var með rétt tæplega 40 prósent hlutfallsvörslu.