Símtöl til Bretlands geta kostað formúu ef menn passa sig ekki Jakob Bjarnar skrifar 24. október 2022 10:49 Ef menn eru sér ekki meðvitaðir um breytinguna sem orðið hefur á fyrirkomulagi símtala til og frá Bretlandi og gæta sín gætu þeir hæglega kjaftað sig í gjaldþrot. Getty Brexit hefur þegar haft ýmis áhrif á Bretland og á þá sem eiga í samskiptum við breska heimsveldið. Ef menn passa sig ekki gæti kostað skildinginn að tala í síma á Bretlandseyjum. Margir sem ferðuðust til Evrópu á árum áður minnast þess með hrolli að hafa fengið ævintýralega háan símreikning ef þeir gáðu ekki að sér og töluðu frjálslega í síma við landa sína heima. Aðild Íslands að EES-samningnum breytti þessu hins vegar og 2017 féllu sérstök reikigjöld niður innan EES-svæðisins. Sem þýddi einfaldlega að Íslendingar gátu hringt innan þess svæðis eins og um innanlandssímtöl væri að ræða. Brexit, útganga Breta úr Evrópusambandinu, breytir hins vegar ýmsu og nú er staðan sú að símtöl Íslendinga þaðan og þangað geta kostað sitt. Arnór Fannar Theódórsson vörustjóri hjá Vodafone mætti í Bítið í morgun og útskýrði þetta fyrir þáttastjórnendum sem vöktu máls á að á Bretlandi er fólk nú að upplifa mestu verðhækkanir í manna minnum, eða í ein 42 ár. Harður vetur er framundan og þetta á við um símtölin eins og ýmislegt annað. Arnór Fannar sagði að sú breyting, sem kom til framkvæmda 1. október, hafi komið flatt upp á ýmsa viðskiptavini þó Vodafone hafi lagt mikið í að kynna hvað í vændum væri. Fyrirtækið býður upp á ýmsar lausnir en símaglaðir gá ekki að sér eins og með því að kaupa sérstakt daggjald sem nemur 990 krónum þá getur reikningurinn orðið hár. Mínútugjald er 33 krónur og ef menn eru staddir í Bretlandi og símreikningurinn getur því orðið fljótur að bólgna ef menn eru málglaðir. Þáttastjórnandi Bítisins vildi fá nánari útlistun á fyrirkomulaginu og setti upp dæmi; ef hann hringdi í vin sinn og hefði ekki hugmynd um að sá væri í Bretlandi, það kæmi ekki í ljós fyrr en eftir 20 mínútna símtal, hvort hann væri þá í vondum málum? Nei, það er ekki svo, að sögn Arnórs. Hins vegar gæti sá sem móttekur símtalið þurft að reiða fram fúlgur. „Hann er ábyrgur fyrir kostnaðinum og getur þá valið um að svara ekki símtalinu. Þú ert hins vegar að hringja eins og þú sért að hringja innan Íslands,“ sagði Arnór Fannar. Vísir er í eigu Sýnar sem jafnframt á Vodafone. Neytendur Fjarskipti Brexit Evrópusambandið Mest lesið Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Viðskipti innlent Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Kvartanir borist vegna aflýstra flugferða Olíuefni í Bugles sem eiga ekki að vera í snakkinu Opinn fundur HMS um endurmat brunabótamats Kalla inn geislavirka límmiða Verðlagssæti Íslands enn eitt árið komi ekki á óvart Konur geta tryggt sig á meðgöngu í fyrsta sinn Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Nóa-nammið hækkar í stórum skrefum Rækja fannst í skinkusalati „Það er svo mikið rugl í gangi“ Húsgagnahöllin sektuð fyrir ósanngjarnar auglýsingar Fleiri bílastæðafyrirtæki til skoðunar hjá Neytendastofu Bílastæðafyrirtæki fá á baukinn Tókst ekki að sýna fram á galla og situr uppi með körfuboltaskóna Gera fjölmargar breytingar á kílómetragjaldinu Tveggja ára skjár fæst ekki bættur vegna „dauðs depils“ Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Sjá meira
Margir sem ferðuðust til Evrópu á árum áður minnast þess með hrolli að hafa fengið ævintýralega háan símreikning ef þeir gáðu ekki að sér og töluðu frjálslega í síma við landa sína heima. Aðild Íslands að EES-samningnum breytti þessu hins vegar og 2017 féllu sérstök reikigjöld niður innan EES-svæðisins. Sem þýddi einfaldlega að Íslendingar gátu hringt innan þess svæðis eins og um innanlandssímtöl væri að ræða. Brexit, útganga Breta úr Evrópusambandinu, breytir hins vegar ýmsu og nú er staðan sú að símtöl Íslendinga þaðan og þangað geta kostað sitt. Arnór Fannar Theódórsson vörustjóri hjá Vodafone mætti í Bítið í morgun og útskýrði þetta fyrir þáttastjórnendum sem vöktu máls á að á Bretlandi er fólk nú að upplifa mestu verðhækkanir í manna minnum, eða í ein 42 ár. Harður vetur er framundan og þetta á við um símtölin eins og ýmislegt annað. Arnór Fannar sagði að sú breyting, sem kom til framkvæmda 1. október, hafi komið flatt upp á ýmsa viðskiptavini þó Vodafone hafi lagt mikið í að kynna hvað í vændum væri. Fyrirtækið býður upp á ýmsar lausnir en símaglaðir gá ekki að sér eins og með því að kaupa sérstakt daggjald sem nemur 990 krónum þá getur reikningurinn orðið hár. Mínútugjald er 33 krónur og ef menn eru staddir í Bretlandi og símreikningurinn getur því orðið fljótur að bólgna ef menn eru málglaðir. Þáttastjórnandi Bítisins vildi fá nánari útlistun á fyrirkomulaginu og setti upp dæmi; ef hann hringdi í vin sinn og hefði ekki hugmynd um að sá væri í Bretlandi, það kæmi ekki í ljós fyrr en eftir 20 mínútna símtal, hvort hann væri þá í vondum málum? Nei, það er ekki svo, að sögn Arnórs. Hins vegar gæti sá sem móttekur símtalið þurft að reiða fram fúlgur. „Hann er ábyrgur fyrir kostnaðinum og getur þá valið um að svara ekki símtalinu. Þú ert hins vegar að hringja eins og þú sért að hringja innan Íslands,“ sagði Arnór Fannar. Vísir er í eigu Sýnar sem jafnframt á Vodafone.
Neytendur Fjarskipti Brexit Evrópusambandið Mest lesið Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Viðskipti innlent Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Kvartanir borist vegna aflýstra flugferða Olíuefni í Bugles sem eiga ekki að vera í snakkinu Opinn fundur HMS um endurmat brunabótamats Kalla inn geislavirka límmiða Verðlagssæti Íslands enn eitt árið komi ekki á óvart Konur geta tryggt sig á meðgöngu í fyrsta sinn Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Nóa-nammið hækkar í stórum skrefum Rækja fannst í skinkusalati „Það er svo mikið rugl í gangi“ Húsgagnahöllin sektuð fyrir ósanngjarnar auglýsingar Fleiri bílastæðafyrirtæki til skoðunar hjá Neytendastofu Bílastæðafyrirtæki fá á baukinn Tókst ekki að sýna fram á galla og situr uppi með körfuboltaskóna Gera fjölmargar breytingar á kílómetragjaldinu Tveggja ára skjár fæst ekki bættur vegna „dauðs depils“ Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Sjá meira
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent