Karen Knúts ætlaði alltaf að spila í vetur en „Toggi tók mig úr umferð“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. október 2022 11:00 Karen Knútsdóttir var flottur gestur í Seinni bylgjunni. S2 Sport Karen Knútsdóttir hefur farið á kostum inn á handboltavellinum undanfarin ár og var kosin besti leikmaður úrslitakeppninnar þegar Fram varð Íslandsmeistari síðasta vor. Hún spilar ekki með Fram í vetur. Karen var gestur í síðustu Seinni bylgju og sýndi þar að hún gæti átt framtíð sína þar þegar handboltaskórnir fara upp á hillu sem verður þó vonandi ekki strax. Einar Jónsson, sérfræðingur í Seinni bylgjunni, sagðist hafa verið búinn að reyna mikið að fá Karen í þáttinn. „Loksins tókst það,“ sagði Einar. Kom pínu á óvart „Toggi tók mig úr leik og eitthvað varð ég að gera,“ sagði Karen hlæjandi. „Þetta gengur bara ljómandi vel, takk fyrir að spyrja,“ sagði Karen aðspurð um hvernig meðgangan gengur. „Þetta kom alveg pínu á óvart ég ætla ekki að ljúga neitt um það. Ég komst að þessu á degi þrjú á undirbúningstímabilinu og ég ákvað að vera ekkert með,“ sagði Karen. Best geymdi leyndarmálið „Þetta varð að best geymda leyndarmálinu,“ sagði Karen sem er þá búin að ná sér að kálfameiðslunum. „Á næsta tímabili verður kálfurinn orðinn nógu góður,“ sagði Karen létt en hélt svo áfram. „Það voru mjög mikið að stærðfræðingum sem voru að leggja saman tvo og tvo og föttuðu að ég væri ólétt,“ sagði Karen. „Þetta er alltaf gleðiefni en ég verð að spyrja þig: Hvernig var að segja Stebba frá þessu,“ spurði Svava Kristín Grétarsdóttir, umsjónarkona Seinni bylgjunnar og er þar að tala um Stefán Arnarson, þjálfara Framliðsins. Var ekkert eðlilega stressuð „Ég var ekkert eðlilega stressuð. Þetta var eins og ég væri að fara að hringja í pabba minn til að segja honum að ég hefði gert eitthvað vitlaust af mér. Þetta eru bara gleðifréttir og Stebbi tók því bara þannig. Þetta var ekki fyrsta óléttusímtalið sem hann hefur fengið,“ sagði Karen. „Ég gæti trúað því að Addi P hafi fengið tvö á ferlinum og bæði frá mér. Hann hefur aldrei þjálfað stelpur áður,“ sagði Karen og var þar að tala um Arnar Pétursson, þjálfara íslenska kvennalandsliðsins. Það má horfa á spjallið þeirra hér fyrir neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Karen Knútsdóttir um óléttuna sína Olís-deild kvenna Seinni bylgjan Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Fleiri fréttir Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Sjá meira
Karen var gestur í síðustu Seinni bylgju og sýndi þar að hún gæti átt framtíð sína þar þegar handboltaskórnir fara upp á hillu sem verður þó vonandi ekki strax. Einar Jónsson, sérfræðingur í Seinni bylgjunni, sagðist hafa verið búinn að reyna mikið að fá Karen í þáttinn. „Loksins tókst það,“ sagði Einar. Kom pínu á óvart „Toggi tók mig úr leik og eitthvað varð ég að gera,“ sagði Karen hlæjandi. „Þetta gengur bara ljómandi vel, takk fyrir að spyrja,“ sagði Karen aðspurð um hvernig meðgangan gengur. „Þetta kom alveg pínu á óvart ég ætla ekki að ljúga neitt um það. Ég komst að þessu á degi þrjú á undirbúningstímabilinu og ég ákvað að vera ekkert með,“ sagði Karen. Best geymdi leyndarmálið „Þetta varð að best geymda leyndarmálinu,“ sagði Karen sem er þá búin að ná sér að kálfameiðslunum. „Á næsta tímabili verður kálfurinn orðinn nógu góður,“ sagði Karen létt en hélt svo áfram. „Það voru mjög mikið að stærðfræðingum sem voru að leggja saman tvo og tvo og föttuðu að ég væri ólétt,“ sagði Karen. „Þetta er alltaf gleðiefni en ég verð að spyrja þig: Hvernig var að segja Stebba frá þessu,“ spurði Svava Kristín Grétarsdóttir, umsjónarkona Seinni bylgjunnar og er þar að tala um Stefán Arnarson, þjálfara Framliðsins. Var ekkert eðlilega stressuð „Ég var ekkert eðlilega stressuð. Þetta var eins og ég væri að fara að hringja í pabba minn til að segja honum að ég hefði gert eitthvað vitlaust af mér. Þetta eru bara gleðifréttir og Stebbi tók því bara þannig. Þetta var ekki fyrsta óléttusímtalið sem hann hefur fengið,“ sagði Karen. „Ég gæti trúað því að Addi P hafi fengið tvö á ferlinum og bæði frá mér. Hann hefur aldrei þjálfað stelpur áður,“ sagði Karen og var þar að tala um Arnar Pétursson, þjálfara íslenska kvennalandsliðsins. Það má horfa á spjallið þeirra hér fyrir neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Karen Knútsdóttir um óléttuna sína
Olís-deild kvenna Seinni bylgjan Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Fleiri fréttir Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni