Launahæsti markmaður heims en gæti samþykkt launalækkun Smári Jökull Jónsson skrifar 2. nóvember 2022 18:01 Samningur David De Gea rennur út næsta sumar. Vísir/AP Samningur David De Gea hjá Manchester United rennur út næsta sumar. Spánverjinn er launahæsti markvörður í heimi og gæti þurft að taka á sig launalækkun vilji hann fá áframhaldandi samning. De Gea þénar rúmlega sextíu milljónir íslenskra króna á viku sem er meira en tvöfalt meira en það sem kollegi hans Alisson Becker fær í laun hjá Liverpool. Þrátt fyrir ágæta spilamennsku undanfarið þá hafa stuðningsmenn United ekki alltaf verið á eitt sáttir með De Gea og efasemdaraddir heyrst hvort rétt væri að bjóða De Gea framlengingu á samningi. Samkvæmt The Athletic er Spánverjinn þó tilbúinn að leggja sitt af mörkum til að framlengingin verði að veruleika. Miðillinn greinir frá því að De Gea vilji spila áfram á Old Trafford og sé tilbúinn að taka á sig launalækkun í nýjum samningi. Manchester United gæti nýtt sér klásúlu í samningi De Gea sem gerir félaginu kleift að framlengja samningnum um eitt ár en fréttir hafa borist af því að United muni aðeins nýta sér þá klásúlu ef þeim tekst ekki að finna öflugan eftirmann hins 31 árs gamla De Gea. Erik Ten Hag, þjálfari Manchester United, segir að viðræður við De Gea muni fara fram þegar enska deildin fer í hlé á meðan heimsmeistaramótið í Qatar fer fram. Ólíklegt er talið að De Gea verði í spænska landsliðshópnum á mótinu. „Við munum fyrst einbeita okkur að leikjunum sem framundan eru. Þegar þessum hluta mótsins er lokið er komið að HM og þá munum við skoða hans mál. Bakvið tjöldin erum við með áætlun í gangi, sú áætlun er á hreinu eins og ég hef greint frá áður,“ sagði Ten Hag. David De Gea hefur leikið með Manchester United síðan 2011, leikið rúmlega fimmhundruð leiki fyrir félagið og verið valinn leikmaður ársins hjá United alls fjórum sinnum. Enski boltinn Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Í beinni: Fulham - Manchester United | Hvað gera djöflarnir í Lundúnum? Enski boltinn Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Í beinni: KA - Fram | Hart barist á Akureyri Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Í beinni: Fulham - Manchester United | Hvað gera djöflarnir í Lundúnum? María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Sjá meira
De Gea þénar rúmlega sextíu milljónir íslenskra króna á viku sem er meira en tvöfalt meira en það sem kollegi hans Alisson Becker fær í laun hjá Liverpool. Þrátt fyrir ágæta spilamennsku undanfarið þá hafa stuðningsmenn United ekki alltaf verið á eitt sáttir með De Gea og efasemdaraddir heyrst hvort rétt væri að bjóða De Gea framlengingu á samningi. Samkvæmt The Athletic er Spánverjinn þó tilbúinn að leggja sitt af mörkum til að framlengingin verði að veruleika. Miðillinn greinir frá því að De Gea vilji spila áfram á Old Trafford og sé tilbúinn að taka á sig launalækkun í nýjum samningi. Manchester United gæti nýtt sér klásúlu í samningi De Gea sem gerir félaginu kleift að framlengja samningnum um eitt ár en fréttir hafa borist af því að United muni aðeins nýta sér þá klásúlu ef þeim tekst ekki að finna öflugan eftirmann hins 31 árs gamla De Gea. Erik Ten Hag, þjálfari Manchester United, segir að viðræður við De Gea muni fara fram þegar enska deildin fer í hlé á meðan heimsmeistaramótið í Qatar fer fram. Ólíklegt er talið að De Gea verði í spænska landsliðshópnum á mótinu. „Við munum fyrst einbeita okkur að leikjunum sem framundan eru. Þegar þessum hluta mótsins er lokið er komið að HM og þá munum við skoða hans mál. Bakvið tjöldin erum við með áætlun í gangi, sú áætlun er á hreinu eins og ég hef greint frá áður,“ sagði Ten Hag. David De Gea hefur leikið með Manchester United síðan 2011, leikið rúmlega fimmhundruð leiki fyrir félagið og verið valinn leikmaður ársins hjá United alls fjórum sinnum.
Enski boltinn Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Í beinni: Fulham - Manchester United | Hvað gera djöflarnir í Lundúnum? Enski boltinn Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Í beinni: KA - Fram | Hart barist á Akureyri Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Í beinni: Fulham - Manchester United | Hvað gera djöflarnir í Lundúnum? María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Sjá meira