Áður starfaði hún hjá Kviku banka og sem framkvæmdastjóri lánasjóðsins Framtíðarinnar. Rósa er einnig ein stofnenda Fortuna Invest, fræðsluvettvangs um fjárfestingar, og meðhöfundur bókarinnar Fjárfestingar, að því er segir í tilkynningu frá VEX.
Rósa er með meistarapróf í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík og hefur lokið prófi í verðbréfaviðskiptum.
VEX lauk á árinu 2021 fjármögnun á tíu milljarða króna framtakssjóði, VEX I. Sjóðurinn fjárfestir í óskráðum fyrirtækjum, sem eru að sækja nýtt hlutafé til vaxtar, auk stöndugra félaga þar sem tækifæri eru til umbóta og aukinnar virðissköpunar. VEX I hefur fjárfest í fyrirtækjunum AGR, Annata og Opnum kerfum.