Stjórnar hljómsveitinni og syngur óperu á sama tíma Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 4. nóvember 2022 21:01 Ragnheiður Ingunn kláraði bakkalárpróf í söng og fiðluleik við Listaháskóla Íslands þar sem hún nam auk þess hljómsveitarstjórnun. Vísir/Bjarni Óperudagar fara nú fram í sjötta sinn í Hörpu en lokahátíð þeirra fer fram á morgun. Þar mun 21 árs gömul tónlistarkona frumflytja þrjú íslensk verk. Hún stjórnar ekki aðeins hljómsveitinni heldur syngur hún á sama tíma. Hin 21 árs gamla Ragnheiður Ingunn Jóhannsdóttir frumflytur á morgun þrjú íslensk tónlistarverk ásamt hljómsveit. „Sem voru samin fyrir mig, sem ég bara pantaði. Eitt verkið er eftir Ingibjörgu Ýr Skarphéðinsdóttur, annað eftir Maríu Huld Markan og þriðja eftir Jóhann G. Jóhannsson,“ segir Ragnheiður en Jóhann er pabbi hennar og reyndist því ekki erfitt að fá hann til að semja fyrir hana verk. Þá fær aría Zerbinetta úr óperunni Ariadne auf Naxos eftir Richard Straus að fljóta með í prógramminu. „Sem er engin smá aría. Þetta er örugglega lengsta sópranaría sem samin hefur verið,“ segir hún. Ragnheiður syngur og stjórnar hljómsveitinni á sama tíma.Vísir/Bjarni Ragnheiður sér ekki aðeins um einsönginn heldur stjórnar hún hljómsveitinni á sama tíma. „Mér finsnt það bara að mörgu leyti hjálpa. Það er gaman að hafa alla stjórn og þurfa ekki að reiða sig á einhvern annan til að stjórna hljómsveitinni á meðan maður er að syngja. Þannig að ég fíla að hafa stjórnina. En það er ansi mikill pakki að þurfa að læra öll verkin bæði sem hljómsveitarstjóri og sem sópransöngkona,“ segir Ragnheiður. Þetta er sjötta sinn sem óperudagar eru haldnir í Hörpu og hafa þeir staðið yfir síðan 23. október. Lokadagurinn er eins og áður segir á morgun og því nóg um að vera annað en tónleikar Ragnheiðar. „Það er dagskrá frá klukkan eitt til ellefu og alls konar skemmtilegt á dagskránni. Ópera fyrir áhrifavalda, styttri útgáfa af Mattheusarpassíunni yrir börn og fjölskyldur. Svo er óperupartý um kvöldið.“ Ragnheiður hefur verið í mastersnámi í söng í Stokkhólmi undanfarið ár og var að hefja nám í hljómsveitarstjórnun í Kaupmannahöfn í haust. Það er því mikil upplifun að fá að koma heim og spila fyrir fullum sal. „Þetta er algjör draumur sem er að verða að veruleika núna allt í einu.“ Tónlist Íslenska óperan Reykjavík Íslendingar erlendis Harpa Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Fleiri fréttir Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Hin 21 árs gamla Ragnheiður Ingunn Jóhannsdóttir frumflytur á morgun þrjú íslensk tónlistarverk ásamt hljómsveit. „Sem voru samin fyrir mig, sem ég bara pantaði. Eitt verkið er eftir Ingibjörgu Ýr Skarphéðinsdóttur, annað eftir Maríu Huld Markan og þriðja eftir Jóhann G. Jóhannsson,“ segir Ragnheiður en Jóhann er pabbi hennar og reyndist því ekki erfitt að fá hann til að semja fyrir hana verk. Þá fær aría Zerbinetta úr óperunni Ariadne auf Naxos eftir Richard Straus að fljóta með í prógramminu. „Sem er engin smá aría. Þetta er örugglega lengsta sópranaría sem samin hefur verið,“ segir hún. Ragnheiður syngur og stjórnar hljómsveitinni á sama tíma.Vísir/Bjarni Ragnheiður sér ekki aðeins um einsönginn heldur stjórnar hún hljómsveitinni á sama tíma. „Mér finsnt það bara að mörgu leyti hjálpa. Það er gaman að hafa alla stjórn og þurfa ekki að reiða sig á einhvern annan til að stjórna hljómsveitinni á meðan maður er að syngja. Þannig að ég fíla að hafa stjórnina. En það er ansi mikill pakki að þurfa að læra öll verkin bæði sem hljómsveitarstjóri og sem sópransöngkona,“ segir Ragnheiður. Þetta er sjötta sinn sem óperudagar eru haldnir í Hörpu og hafa þeir staðið yfir síðan 23. október. Lokadagurinn er eins og áður segir á morgun og því nóg um að vera annað en tónleikar Ragnheiðar. „Það er dagskrá frá klukkan eitt til ellefu og alls konar skemmtilegt á dagskránni. Ópera fyrir áhrifavalda, styttri útgáfa af Mattheusarpassíunni yrir börn og fjölskyldur. Svo er óperupartý um kvöldið.“ Ragnheiður hefur verið í mastersnámi í söng í Stokkhólmi undanfarið ár og var að hefja nám í hljómsveitarstjórnun í Kaupmannahöfn í haust. Það er því mikil upplifun að fá að koma heim og spila fyrir fullum sal. „Þetta er algjör draumur sem er að verða að veruleika núna allt í einu.“
Tónlist Íslenska óperan Reykjavík Íslendingar erlendis Harpa Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Fleiri fréttir Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira