Dagbók Bents: „100 manns andvarpa í kór og byrja að hata mig“ Ágúst Bent skrifar 5. nóvember 2022 17:18 Bent nálgast Airwaves á sinn hátt. Hér er sagt frá því sem fyrir augu bar á miðvikudagskvöldinu. Vísir Krummi er með flest nöfn af öllum íslenskum poppstjörnum. Okkar besti maður; Oddur Hrafn Stefán er að spila á Jörgensen og músíkin er hressari en ég hélt. Getur verið að Krummi sé að verða léttur í lund? Það er slatti af fólki hérna og kostulegir karakterar í krádinu. Hér sé ég flat earther með fléttu í skegginu, Formúlu 1 lýsanda í spilastokk jakka og mann um sextugt með rauðan klút um hálsinn eins og teiknimyndahundur. Kántrí tónlist dregur að fyndnar týpur. Þegar það líður á seinni partinn er tónlistin orðinn svo hress að hún minnir á Snörurnar. Muniði ekki eftir þeim? Næst er risastór viðburður. Stærsti grafík listamaður Íslands og ein stærsta poppstjarnan leiða saman merar sínar fyrir multi-media sýningu í hinu nýja Hafnartorg Galleríi. Í dagskránni er þessu lýst sem „a contemporary mythical tragedy.“ En svo er þetta bara video á sjónvörpum í mathöll. View this post on Instagram A post shared by Hafnartorg (@hafnartorg) Hættu að horfa á listaverkin Ég skal viðurkenna að ég mætti kl 17:45 og það var ýtt á stopp kl. 17:50 svo ég sá ekki mikið. Sem er svolítið eins og ef að á Kjarvalsstöðum væru málverkin skyndilega rifinn af veggnum og öskrað á þig. „Hættu að horfa listaverkin! Mættu á réttum tíma!“ En það sem ég sá og heyrði var mjög flott og þar sem þetta er líka sýnt á laugardag þá reyni ég aftur. Mætið tímanlega ef þið viljið ekki vera kýld af dularfullum söngvara í gunslinger ponsjói. Hámenningarhátíðinni Airwaves fannst ekki nógu fyndið að vera bara með höfuðstöðvar á flóamarkaði svo að núna eru allir barþjónarnir með einhvers konar Gajol skotvesti yfir bringuna. Ég fæ mér eitt því ég er hress týpa. En þau eru líka með íslenskan fánann yfir upphandlegginn og það er erfitt að tengja það ekki við mjög neikvæða hluti. Meira segja ég er ekki nógu hress til að gúddera það. Airwaves 2022Ágúst Bent Eiga vinsældirnar skilið Alina Amuri er söngkona frá Sviss/Kongó (sem hljómar eins og drykkur á kaffibrennslunni) og með ljúfa tóna sem hugga mig. Ég held að þessi tónlistarstefna heiti adult contemporary. Þetta er allavega mjög mikil Létt Bylgjan. Spes hvað höfuðstöðvar Airwaves eru lítið Airwaves. View this post on Instagram A post shared by Alina Amuri (@alinaamuri) „I'm kinda old“ segir söngkona sem er miklu yngri en ég og það særir mig svo mikið að ég ætla ekki að segja hvað bandið heitir. Við erum á Listasafninu og tónlistin er ekki alslæm, hljómar smá eins og hún ætti að vera í rómantískri gamanmynd frá 1995. Á all is Lost momentinu og það er nýbúið að segja up Alicia Silverstone eða eitthvað. Russian.Girls er skrítnasta hljómsveitarnafn á Íslandi en þau eiga vinsældir sínar skilið. Þetta er músík sem þú vilt í eyrunum þegar þú ert á crosstrainer/skíðavél/fjölþjálfa og stefnir á að líta út eins og Jökull í Kaleo. View this post on Instagram A post shared by russian.girls (@russiang1rls) Afleiðingar Gumma Ben Ég lít á gráa veggina á Húrra og sakna krotsins sem var þegar þetta var Harlem. Afleiðingar Gumma Ben (staðarins, ekki íþróttafréttamannsins). Tvö af þremur hljómsveitarmeðlimum Russian.Girls eru í upphneptum hvítum skyrtum. Lætur manni gruna að það hafi verið rifrildi baksviðs og hljómborðsleikarinn hafi krumpað sína saman og fleygt henni í hornið. Það er víst J-dagur í dag, sorglega kapitalísk hátíð í ætt við Coca-Cola lestina sem fagnar komu Jóla Tuborg. Það eru ungir gæjar útum allt í jólasveinabúningum að gefa bjóra. Ég fíla auðvitað gjafir en hvenær hætti jólasveinninn að vera feitur? Setjið inná ykkur kodda eða eitthvað, og ekki segja að þetta séu íslensku jólasveinarnir því þá væru þeir í síðum ullarnærfötum og með hnúajárn. Ég tækla stóru málin. View this post on Instagram A post shared by American Bar (@americanbarrvk) Nýja Sigga Beinteins Flott eru að spila í Gamla bíói. Ég var ekki búinn að fatta að það væru bara stelpur í hljómsveitinni, fíla að þær hafi ekki keyrt á því og kallað sig Flottar. Söngkonan er nýja Sigga Beinteins, klædd eins og blanda af Michelle Pfeiffer í Scarface og hífuð, rík Garðabæjarkelling í náttslopp. Það virkar. Núna eru þær að gera kynningu á öllum hljómsveitarmeðlimunum eins og í Með allt á hreinu. Ógeðslega skemmtilegt, allar hljómsveitir ættu að gera þetta. Ég held að þetta sé minnst toxic músík sem ég hef heyrt. Ef ég ætti börn mættu þau bara hlusta á þetta. View this post on Instagram A post shared by Christopher Little (@cheffo21) Núna er hún að kasta út í sal einhverjum Bláa lóns grímum. Þarf allt að vera sponsað af stórfyrirtækjum? Þessi ímynduðu börn mín mega ekki hlusta á neitt núna. Unnsteinn Manúel mætir og breytir sér í Jón Jónsson. Þetta er svo wholesome alltsaman að það gerir mig reiðan. Fyrir utan Gamla bíó missir ógæfumaður poka af dósum og Cell 7 labbar framhjá. „Hjálpaðu manninum“ æpi ég. „Gerðu það sjálfur“ segir hún. Ég myndi gera það, en ég er busy við að skrifa hjá mér að hún hafi ekki gert það. Þetta er örugglega metafor fyrir eitthvað. Hundrað manna andvarp Metronomy byrja fljótlega á Listasafninu og röðin nær næstum því að Bæjarins bestu. Mig langar til að hrista alla í röðinni og minna þau á að þetta sé bara tónlist. En það er gott veður þannig að kannski er bara gaman að standa þarna. View this post on Instagram A post shared by Metronomy (@metronomy) VIP/press pass röðin er líka löng þannig að ég þarf að vera gerpi. Þegar ég næ að lauma mér inn heyri ég 100 manns andvarpa í kór og byrja að hata mig. Ég hitti vin minn sem mætti fyrir þremur tímum því þetta er uppáhalds hljómsveitin hans. Hann stendur samt hinum megin á safninu, drekkur bjór og heyrir kannski smá í tónlistinni. Örugglega metafor fyrir eitthvað. Þessi hljómsveit hljómar bara eins og hljómsveit. Heyri engan mun á þessu og því sem er enginn röð á. Ég spyr mann hvaða tónlistastefna þetta sé og hann segir „þetta er siggisiggilælæ siggisiggilælæ.“ Vel mælt. View this post on Instagram A post shared by Marcus Getta (@marcusgetta) Betri með hverju árinu Eyþór Arnalds er í röðinni á Húrra og ég stríði honum smá. Dyraverðirnir hafa ekki hugmynd um hver hann er sem þýðir að það sé stutt í að þeir þekki mig ekki heldur. Hefði átt að sýna þeim video af honum að taka Killing in the Name of, þá hefði hann þotið inn. Countess Malaise er að spila og hún er verður betri með hverju árinu. Hún er með litalinsur, í sexí búning og ég öfunda kvenrappara að fá að gera svona skemmtilega hluti með útlitið. Næst þegar ég kem fram ætla ég að vera í bodypaint og með snákalinsur. Ef einhver spyr þá segi ég að það sé metafor fyrir eitthvað. View this post on Instagram A post shared by Countess Malaise (@countessmalaise) Dagbók Bents Tónlist Airwaves Tengdar fréttir Dagbók Bents: „Fokk hvað hún stendur sig í stykkinu“ „Æðislegt að byrja daginn svona!" Oddur vinur minn er alltof sveittur miðað við hvað klukkan er lítið. Það er Lunch Beat og fólk er að dansa á fullu. 4. nóvember 2022 15:31 Dagbók Bents: „Ég er aumingi með bónus poka og ríkið er búið að loka” Það er svo heiðarlegt að höfuðstöðvar Airwaves séu í Kolaportinu. 3. nóvember 2022 14:31 Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Það er slatti af fólki hérna og kostulegir karakterar í krádinu. Hér sé ég flat earther með fléttu í skegginu, Formúlu 1 lýsanda í spilastokk jakka og mann um sextugt með rauðan klút um hálsinn eins og teiknimyndahundur. Kántrí tónlist dregur að fyndnar týpur. Þegar það líður á seinni partinn er tónlistin orðinn svo hress að hún minnir á Snörurnar. Muniði ekki eftir þeim? Næst er risastór viðburður. Stærsti grafík listamaður Íslands og ein stærsta poppstjarnan leiða saman merar sínar fyrir multi-media sýningu í hinu nýja Hafnartorg Galleríi. Í dagskránni er þessu lýst sem „a contemporary mythical tragedy.“ En svo er þetta bara video á sjónvörpum í mathöll. View this post on Instagram A post shared by Hafnartorg (@hafnartorg) Hættu að horfa á listaverkin Ég skal viðurkenna að ég mætti kl 17:45 og það var ýtt á stopp kl. 17:50 svo ég sá ekki mikið. Sem er svolítið eins og ef að á Kjarvalsstöðum væru málverkin skyndilega rifinn af veggnum og öskrað á þig. „Hættu að horfa listaverkin! Mættu á réttum tíma!“ En það sem ég sá og heyrði var mjög flott og þar sem þetta er líka sýnt á laugardag þá reyni ég aftur. Mætið tímanlega ef þið viljið ekki vera kýld af dularfullum söngvara í gunslinger ponsjói. Hámenningarhátíðinni Airwaves fannst ekki nógu fyndið að vera bara með höfuðstöðvar á flóamarkaði svo að núna eru allir barþjónarnir með einhvers konar Gajol skotvesti yfir bringuna. Ég fæ mér eitt því ég er hress týpa. En þau eru líka með íslenskan fánann yfir upphandlegginn og það er erfitt að tengja það ekki við mjög neikvæða hluti. Meira segja ég er ekki nógu hress til að gúddera það. Airwaves 2022Ágúst Bent Eiga vinsældirnar skilið Alina Amuri er söngkona frá Sviss/Kongó (sem hljómar eins og drykkur á kaffibrennslunni) og með ljúfa tóna sem hugga mig. Ég held að þessi tónlistarstefna heiti adult contemporary. Þetta er allavega mjög mikil Létt Bylgjan. Spes hvað höfuðstöðvar Airwaves eru lítið Airwaves. View this post on Instagram A post shared by Alina Amuri (@alinaamuri) „I'm kinda old“ segir söngkona sem er miklu yngri en ég og það særir mig svo mikið að ég ætla ekki að segja hvað bandið heitir. Við erum á Listasafninu og tónlistin er ekki alslæm, hljómar smá eins og hún ætti að vera í rómantískri gamanmynd frá 1995. Á all is Lost momentinu og það er nýbúið að segja up Alicia Silverstone eða eitthvað. Russian.Girls er skrítnasta hljómsveitarnafn á Íslandi en þau eiga vinsældir sínar skilið. Þetta er músík sem þú vilt í eyrunum þegar þú ert á crosstrainer/skíðavél/fjölþjálfa og stefnir á að líta út eins og Jökull í Kaleo. View this post on Instagram A post shared by russian.girls (@russiang1rls) Afleiðingar Gumma Ben Ég lít á gráa veggina á Húrra og sakna krotsins sem var þegar þetta var Harlem. Afleiðingar Gumma Ben (staðarins, ekki íþróttafréttamannsins). Tvö af þremur hljómsveitarmeðlimum Russian.Girls eru í upphneptum hvítum skyrtum. Lætur manni gruna að það hafi verið rifrildi baksviðs og hljómborðsleikarinn hafi krumpað sína saman og fleygt henni í hornið. Það er víst J-dagur í dag, sorglega kapitalísk hátíð í ætt við Coca-Cola lestina sem fagnar komu Jóla Tuborg. Það eru ungir gæjar útum allt í jólasveinabúningum að gefa bjóra. Ég fíla auðvitað gjafir en hvenær hætti jólasveinninn að vera feitur? Setjið inná ykkur kodda eða eitthvað, og ekki segja að þetta séu íslensku jólasveinarnir því þá væru þeir í síðum ullarnærfötum og með hnúajárn. Ég tækla stóru málin. View this post on Instagram A post shared by American Bar (@americanbarrvk) Nýja Sigga Beinteins Flott eru að spila í Gamla bíói. Ég var ekki búinn að fatta að það væru bara stelpur í hljómsveitinni, fíla að þær hafi ekki keyrt á því og kallað sig Flottar. Söngkonan er nýja Sigga Beinteins, klædd eins og blanda af Michelle Pfeiffer í Scarface og hífuð, rík Garðabæjarkelling í náttslopp. Það virkar. Núna eru þær að gera kynningu á öllum hljómsveitarmeðlimunum eins og í Með allt á hreinu. Ógeðslega skemmtilegt, allar hljómsveitir ættu að gera þetta. Ég held að þetta sé minnst toxic músík sem ég hef heyrt. Ef ég ætti börn mættu þau bara hlusta á þetta. View this post on Instagram A post shared by Christopher Little (@cheffo21) Núna er hún að kasta út í sal einhverjum Bláa lóns grímum. Þarf allt að vera sponsað af stórfyrirtækjum? Þessi ímynduðu börn mín mega ekki hlusta á neitt núna. Unnsteinn Manúel mætir og breytir sér í Jón Jónsson. Þetta er svo wholesome alltsaman að það gerir mig reiðan. Fyrir utan Gamla bíó missir ógæfumaður poka af dósum og Cell 7 labbar framhjá. „Hjálpaðu manninum“ æpi ég. „Gerðu það sjálfur“ segir hún. Ég myndi gera það, en ég er busy við að skrifa hjá mér að hún hafi ekki gert það. Þetta er örugglega metafor fyrir eitthvað. Hundrað manna andvarp Metronomy byrja fljótlega á Listasafninu og röðin nær næstum því að Bæjarins bestu. Mig langar til að hrista alla í röðinni og minna þau á að þetta sé bara tónlist. En það er gott veður þannig að kannski er bara gaman að standa þarna. View this post on Instagram A post shared by Metronomy (@metronomy) VIP/press pass röðin er líka löng þannig að ég þarf að vera gerpi. Þegar ég næ að lauma mér inn heyri ég 100 manns andvarpa í kór og byrja að hata mig. Ég hitti vin minn sem mætti fyrir þremur tímum því þetta er uppáhalds hljómsveitin hans. Hann stendur samt hinum megin á safninu, drekkur bjór og heyrir kannski smá í tónlistinni. Örugglega metafor fyrir eitthvað. Þessi hljómsveit hljómar bara eins og hljómsveit. Heyri engan mun á þessu og því sem er enginn röð á. Ég spyr mann hvaða tónlistastefna þetta sé og hann segir „þetta er siggisiggilælæ siggisiggilælæ.“ Vel mælt. View this post on Instagram A post shared by Marcus Getta (@marcusgetta) Betri með hverju árinu Eyþór Arnalds er í röðinni á Húrra og ég stríði honum smá. Dyraverðirnir hafa ekki hugmynd um hver hann er sem þýðir að það sé stutt í að þeir þekki mig ekki heldur. Hefði átt að sýna þeim video af honum að taka Killing in the Name of, þá hefði hann þotið inn. Countess Malaise er að spila og hún er verður betri með hverju árinu. Hún er með litalinsur, í sexí búning og ég öfunda kvenrappara að fá að gera svona skemmtilega hluti með útlitið. Næst þegar ég kem fram ætla ég að vera í bodypaint og með snákalinsur. Ef einhver spyr þá segi ég að það sé metafor fyrir eitthvað. View this post on Instagram A post shared by Countess Malaise (@countessmalaise)
Dagbók Bents Tónlist Airwaves Tengdar fréttir Dagbók Bents: „Fokk hvað hún stendur sig í stykkinu“ „Æðislegt að byrja daginn svona!" Oddur vinur minn er alltof sveittur miðað við hvað klukkan er lítið. Það er Lunch Beat og fólk er að dansa á fullu. 4. nóvember 2022 15:31 Dagbók Bents: „Ég er aumingi með bónus poka og ríkið er búið að loka” Það er svo heiðarlegt að höfuðstöðvar Airwaves séu í Kolaportinu. 3. nóvember 2022 14:31 Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Dagbók Bents: „Fokk hvað hún stendur sig í stykkinu“ „Æðislegt að byrja daginn svona!" Oddur vinur minn er alltof sveittur miðað við hvað klukkan er lítið. Það er Lunch Beat og fólk er að dansa á fullu. 4. nóvember 2022 15:31
Dagbók Bents: „Ég er aumingi með bónus poka og ríkið er búið að loka” Það er svo heiðarlegt að höfuðstöðvar Airwaves séu í Kolaportinu. 3. nóvember 2022 14:31