KSÍ setti sig loks í samband við Margréti Láru: „Því miður er ég ekki einsdæmi“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. nóvember 2022 13:47 Margrét Lára Viðarsdóttir í einum af 124 landsleikjum sínum. getty/Filipe Farinha Margrét Lára Viðarsdóttir, markahæsta landsliðskona Íslands frá upphafi, segir að framkvæmdastjóri KSÍ, Klara Bjartmarz, hafi sett sig í samband við sig í morgun. Í færslu á Instagram í gær gagnrýndi Dagný Brynjarsdóttir KSÍ fyrir skort á veitingu viðurkenninga til hennar og Glódísar Perlu Viggósdóttur í tilefni af því að þær hafa leikið hundrað landsleiki fyrir Íslands hönd. Fyrr um daginn hafði Aron Einar Gunnarsson leikið sinn hundraðasta landsleik og fyrir það fékk hann merkta treyju. Í kjölfar gagnrýni Dagnýjar greindi Margrét Lára frá því að hún hefði ekki fengið tækifæri til að kveðja stuðningsmenn landsliðsins almennilega. „Ætli sé verið að bíða eftir að ég taki fram skóna aftur? spyr Margrét Lára og bætir við að henni finnist frábært að strákarnir fái vðurkenningar. „Plís ekki hætta því, gerum bara betur við ALLA“ Margrét Lára var til viðtals í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem hún sagði frá því að KSÍ hefði haft samband við sig í morgun. „Ég hef allavega átt ágætis samtöl í bítið, mjög þörf samtöl en fyrir mitt leyti hefði þau átt að eiga sér stað fyrir nokkru síðan,“ sagði Margrét Lára sem skoraði 79 mörk í 124 landsleikjum áður en hún lagði skóna á hilluna haustið 2019. Vantar verkferla „Ég átta mig á að í mínu tilfelli skall Covid á og svo urðu formannsskipti og KSÍ hefur háð ýmsar baráttur og kannski ekki efst á baugi að kveðja leikmenn sem hafa, innan gæsalappa, starfað fyrir sambandið í mörg ár. Því miður er ég ekki einsdæmi og þetta eru ekki bara konur. Ég veit um karlmenn sem hafa ekki verið kvaddir sem mér finnst að eigi að vera viðeigandi. Það vantar einhverja verkferla í þessu.“ Margrét Lára bendir á að kveðjustundin snúist ekki bara um að stuðningsmenn fái tækifæri til að kveðja viðkomandi leikmann heldur einnig öfugt; að leikmaðurinn geti þakkað fyrir stuðninginn í gegnum árin. Að sögn Margrétar Láru var hún heiðruð þegar hún lék sinn hundraðasta landsleik 2015, ekki þó með treyju enda sé sú hefð tiltölulega nýtilkomin. Sárt að fá ekki samtalið Margrét Lára segist hafa komið athugasemdum sínum um skort á viðurkenningu áleiðis til KSÍ en ekki fengið nein viðbrögð. „Mitt fyrsta mál var ekki að fara með þetta í fjölmiðla. Þetta var komið inn á borð KSÍ en ég hafði ekki fengið nein viðbrögð. Mér fannst það svolítið sárt, að fá ekki samtalið,“ sagði Margrét Lára sem veit þó ekki hvort mál hennar fór allavega inn á borð formanns KSÍ, Vöndu Sigurgeirsdóttur. Margrét Lára vonast til að svona lagað komi ekki aftur fyrir í framtíðinni og að leikmenn verði heiðraðir með viðeigandi hætti. „Mitt augnablik er farið en mér finnst mikilvægt að stelpur og strákar framtíðarinnar sem munu spila í okkar frábæru landsliðstreyju fái viðeigandi kveðjustund,“ sagði Margrét Lára. Hún segir að Klara hafi slegið á þráðinn til sín í morgun og vel hafi farið á með þeim. Hlusta má á viðtalið við Margréti Láru í Bítinu í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan. KSÍ Landslið kvenna í fótbolta Landslið karla í fótbolta Bítið Tengdar fréttir Guðbjörg fær loksins styttuna í jólagjöf Enn bætist í hóp landsliðskvenna sem gagnrýna Knattspyrnusamband Íslands fyrir skort á viðurkenningu í þeirra garð, eftir að Aron Einar Gunnarsson var heiðraður með sérstakri treyju eftir hundraðasta landsleik sinn í gær. 7. nóvember 2022 10:03 Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Leik lokið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Íslenski boltinn Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Fleiri fréttir Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Sjá meira
Í færslu á Instagram í gær gagnrýndi Dagný Brynjarsdóttir KSÍ fyrir skort á veitingu viðurkenninga til hennar og Glódísar Perlu Viggósdóttur í tilefni af því að þær hafa leikið hundrað landsleiki fyrir Íslands hönd. Fyrr um daginn hafði Aron Einar Gunnarsson leikið sinn hundraðasta landsleik og fyrir það fékk hann merkta treyju. Í kjölfar gagnrýni Dagnýjar greindi Margrét Lára frá því að hún hefði ekki fengið tækifæri til að kveðja stuðningsmenn landsliðsins almennilega. „Ætli sé verið að bíða eftir að ég taki fram skóna aftur? spyr Margrét Lára og bætir við að henni finnist frábært að strákarnir fái vðurkenningar. „Plís ekki hætta því, gerum bara betur við ALLA“ Margrét Lára var til viðtals í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem hún sagði frá því að KSÍ hefði haft samband við sig í morgun. „Ég hef allavega átt ágætis samtöl í bítið, mjög þörf samtöl en fyrir mitt leyti hefði þau átt að eiga sér stað fyrir nokkru síðan,“ sagði Margrét Lára sem skoraði 79 mörk í 124 landsleikjum áður en hún lagði skóna á hilluna haustið 2019. Vantar verkferla „Ég átta mig á að í mínu tilfelli skall Covid á og svo urðu formannsskipti og KSÍ hefur háð ýmsar baráttur og kannski ekki efst á baugi að kveðja leikmenn sem hafa, innan gæsalappa, starfað fyrir sambandið í mörg ár. Því miður er ég ekki einsdæmi og þetta eru ekki bara konur. Ég veit um karlmenn sem hafa ekki verið kvaddir sem mér finnst að eigi að vera viðeigandi. Það vantar einhverja verkferla í þessu.“ Margrét Lára bendir á að kveðjustundin snúist ekki bara um að stuðningsmenn fái tækifæri til að kveðja viðkomandi leikmann heldur einnig öfugt; að leikmaðurinn geti þakkað fyrir stuðninginn í gegnum árin. Að sögn Margrétar Láru var hún heiðruð þegar hún lék sinn hundraðasta landsleik 2015, ekki þó með treyju enda sé sú hefð tiltölulega nýtilkomin. Sárt að fá ekki samtalið Margrét Lára segist hafa komið athugasemdum sínum um skort á viðurkenningu áleiðis til KSÍ en ekki fengið nein viðbrögð. „Mitt fyrsta mál var ekki að fara með þetta í fjölmiðla. Þetta var komið inn á borð KSÍ en ég hafði ekki fengið nein viðbrögð. Mér fannst það svolítið sárt, að fá ekki samtalið,“ sagði Margrét Lára sem veit þó ekki hvort mál hennar fór allavega inn á borð formanns KSÍ, Vöndu Sigurgeirsdóttur. Margrét Lára vonast til að svona lagað komi ekki aftur fyrir í framtíðinni og að leikmenn verði heiðraðir með viðeigandi hætti. „Mitt augnablik er farið en mér finnst mikilvægt að stelpur og strákar framtíðarinnar sem munu spila í okkar frábæru landsliðstreyju fái viðeigandi kveðjustund,“ sagði Margrét Lára. Hún segir að Klara hafi slegið á þráðinn til sín í morgun og vel hafi farið á með þeim. Hlusta má á viðtalið við Margréti Láru í Bítinu í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.
KSÍ Landslið kvenna í fótbolta Landslið karla í fótbolta Bítið Tengdar fréttir Guðbjörg fær loksins styttuna í jólagjöf Enn bætist í hóp landsliðskvenna sem gagnrýna Knattspyrnusamband Íslands fyrir skort á viðurkenningu í þeirra garð, eftir að Aron Einar Gunnarsson var heiðraður með sérstakri treyju eftir hundraðasta landsleik sinn í gær. 7. nóvember 2022 10:03 Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Leik lokið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Íslenski boltinn Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Fleiri fréttir Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Sjá meira
Guðbjörg fær loksins styttuna í jólagjöf Enn bætist í hóp landsliðskvenna sem gagnrýna Knattspyrnusamband Íslands fyrir skort á viðurkenningu í þeirra garð, eftir að Aron Einar Gunnarsson var heiðraður með sérstakri treyju eftir hundraðasta landsleik sinn í gær. 7. nóvember 2022 10:03
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð