Handbolti

Aron og félagar enn taplausir á toppnum

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Aron Pálmarsson átti góðan leik í kvöld.
Aron Pálmarsson átti góðan leik í kvöld. Álaborg

Aron Pálmarsson og félagar hans í liði Álaborgar unnu sterkan þriggja marka sigur er liðið heimsótti Holstebro í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld, 23-26.

Aron og félagar eru því enn taplausir á toppi deildarinnar. Álaborg er með 21 stig eftir 11 leiki þar sem liðið hefur unnið tíu og gert eitt jafntefli.

Aron átti fínan leik í liði Álaborgar í kvöld og skoraði fjögur mörk, ásamt því að búa til þrjú önnur fyrir liðsfélaga sína. Liðið var þremur mörkum undir í hálfleik, 12-9, en snéri taflinu við í síðari hálfleik og vann að lokum sterkan þriggja marka sigur, 23-26.

Arnór Atlason er aðstoðarþjálfari Álaborgar, en hann mun taka við sem aðalþjálfari hjá Holstebro á næsta tímabili þar sem Halldór Jóhann Sigfússon er nú aðstoðarþjálfari.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×