Baneitraður Viruz í fararbroddi Breiðabliks Snorri Rafn Hallsson skrifar 9. nóvember 2022 14:00 Breiðablik hefur verið á góðu skriði upp töfluna og unnið 4 af 8 leikjum sínum á tímabilinu. Fylkismenn hafa átt í meira basli og vermt næstneðsta sætið nánast frá upphafi, en liðið hefur einungis unnið tvo leiki á tímabilinu, nú síðast gegn LAVA í 8. umferð. Furious tryggði Breiðablik hnífalotuna í háloftakortinu mikla og hóf Breiðablik leikinn í vörn. Í fyrstu tveimur lotunum sá Breiðablik auðveldlega við Fylki, en loturnar tvær eftir það féllu með Fylkismönnum þar sem Gvendur lét að sér kveða. En fleiri urðu stig Fylkis ekki. Wnkr var allt í öllu í liði Breiðabliks framan af en um miðbik hálfleiks tók Viruz aldeilis við sér á vappanum og raðaði inn hverri fellunni á fætur annarri. Leikur Fylkis var einsleitur svo Breiðablik þurfti ekki mikið að hafa fyrir því að skella í lás í vörninni og hreinlega bursta Fylki í fyrri hálfleik. Staða í hálfleik: Fylkir 2 – 13 Breiðablik Síðari hálfleikur var í styttri kantinum þar sem Breiðablik vantaði einungis þrjár lotur til að vinna leikinn. Þá var Viruz áfram afar atkvæðamikill og kláraði Breiðablik loturnar auðveldlega gegn glórulausri vörn Fylkis. Lokastaða: Fylkir 2 – 16 Breiðablik Með sigrinum styrkir Breiðablik stöðu sína fyrir miðju töflunnar og nálgast liðið óðfluga liðin á toppnum, en einungis fá stig skilja þau að. Enn sitja Fylkismenn með sárt ennið í næstneðsta sæti með aðeins 2 sigra úr 9 leikjum. Hlé verður gert á Ljósleiðaradeildinni á meðan umspil fyrir Blast mótið fer fram. Næstu leikir liðanna: Fylkir–NÚ, fimmtudaginn 1. des., kl: 19:30 Dusty–Breiðablik, fimmtudaginn 1. des., kl: 21:30 Sýnt verður frá leikjunum í beinni á Stöð 2 Esport og á Twitch síðu Rafíþróttasamtaka Íslands. Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Breiðablik Fylkir Tengdar fréttir Brnr baneitraður með 33 fellur í Ancient LAVA gat skilið sig frá miðju töflunnar með sigri á Fylki í Ljósleiðaradeildinni í CS:GO í gærkvöldi, en liðið tapaði fyrir Ármanni í síðustu umferð. 4. nóvember 2022 15:02 Peterrr plaffaði niður Blikana í öruggum sigri Þórs 8. umferð Ljósleiðaradeildarinnar í CS:GO lauk þegar topplið Þórs tók á móti Breiðabliki. 4. nóvember 2022 16:31
Breiðablik hefur verið á góðu skriði upp töfluna og unnið 4 af 8 leikjum sínum á tímabilinu. Fylkismenn hafa átt í meira basli og vermt næstneðsta sætið nánast frá upphafi, en liðið hefur einungis unnið tvo leiki á tímabilinu, nú síðast gegn LAVA í 8. umferð. Furious tryggði Breiðablik hnífalotuna í háloftakortinu mikla og hóf Breiðablik leikinn í vörn. Í fyrstu tveimur lotunum sá Breiðablik auðveldlega við Fylki, en loturnar tvær eftir það féllu með Fylkismönnum þar sem Gvendur lét að sér kveða. En fleiri urðu stig Fylkis ekki. Wnkr var allt í öllu í liði Breiðabliks framan af en um miðbik hálfleiks tók Viruz aldeilis við sér á vappanum og raðaði inn hverri fellunni á fætur annarri. Leikur Fylkis var einsleitur svo Breiðablik þurfti ekki mikið að hafa fyrir því að skella í lás í vörninni og hreinlega bursta Fylki í fyrri hálfleik. Staða í hálfleik: Fylkir 2 – 13 Breiðablik Síðari hálfleikur var í styttri kantinum þar sem Breiðablik vantaði einungis þrjár lotur til að vinna leikinn. Þá var Viruz áfram afar atkvæðamikill og kláraði Breiðablik loturnar auðveldlega gegn glórulausri vörn Fylkis. Lokastaða: Fylkir 2 – 16 Breiðablik Með sigrinum styrkir Breiðablik stöðu sína fyrir miðju töflunnar og nálgast liðið óðfluga liðin á toppnum, en einungis fá stig skilja þau að. Enn sitja Fylkismenn með sárt ennið í næstneðsta sæti með aðeins 2 sigra úr 9 leikjum. Hlé verður gert á Ljósleiðaradeildinni á meðan umspil fyrir Blast mótið fer fram. Næstu leikir liðanna: Fylkir–NÚ, fimmtudaginn 1. des., kl: 19:30 Dusty–Breiðablik, fimmtudaginn 1. des., kl: 21:30 Sýnt verður frá leikjunum í beinni á Stöð 2 Esport og á Twitch síðu Rafíþróttasamtaka Íslands.
Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Breiðablik Fylkir Tengdar fréttir Brnr baneitraður með 33 fellur í Ancient LAVA gat skilið sig frá miðju töflunnar með sigri á Fylki í Ljósleiðaradeildinni í CS:GO í gærkvöldi, en liðið tapaði fyrir Ármanni í síðustu umferð. 4. nóvember 2022 15:02 Peterrr plaffaði niður Blikana í öruggum sigri Þórs 8. umferð Ljósleiðaradeildarinnar í CS:GO lauk þegar topplið Þórs tók á móti Breiðabliki. 4. nóvember 2022 16:31
Brnr baneitraður með 33 fellur í Ancient LAVA gat skilið sig frá miðju töflunnar með sigri á Fylki í Ljósleiðaradeildinni í CS:GO í gærkvöldi, en liðið tapaði fyrir Ármanni í síðustu umferð. 4. nóvember 2022 15:02
Peterrr plaffaði niður Blikana í öruggum sigri Þórs 8. umferð Ljósleiðaradeildarinnar í CS:GO lauk þegar topplið Þórs tók á móti Breiðabliki. 4. nóvember 2022 16:31
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti