Hannes: Pínulítið óraunverulegt að vera í þessari stöðu og bara örfáir miðar eftir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. nóvember 2022 15:30 Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, var ánægður með nýja samninginn hjá landsliðsþjálfaranum. S2 Sport Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, tilkynnti í dag um nýjan samning við landsliðsþjálfarann Craig Pedersen sem mun þjálfa liðið út undankeppni Eurobasket 2025. Pedersen hefur þjálfað íslenska liðið frá 2014 og fór með landsliðið tvisvar á Eurobasket en núna eiga íslensku strákarnir möguleika á því að fara á HM í fyrsta sinn. „Við erum mjög ánægð með hann. Hann er búinn að vera með okkur hátt í tíu ár og við fórum yfir stöðuna. Afreksnefnd fór vel yfir málið og svo stjórn. Það tók ekki langan tíma að ganga frá málum við Craig,“ sagði Hannes S. Jónsson eftir að kynnti nýja samninginn í dag. Búinn að gera góða hlutifyrir íslenskan körfubolta „Hann er búinn að gera góða hluti fyrir strákana okkar og fyrir íslenskan körfubolta. Það hefur verið mikill stígandi í öllu hjá okkur á undanförnum árum. Þar af leiðandi var þetta bara niðurstaðan og við teljum að það sé mjög gott að hafa Craig og hans þjálfarateymi með okkur áfram,“ sagði Hannes. Íslenska liðið situr í HM-sæti þegar fjórir leikir eru eftir og næsti leikur er á móti Georgíu sem er í næsta sæti á eftir. „Við þurfum að halda okkur á tánum. Það er pínulítið óraunverulegt að vera í þessari stöðu að eiga möguleika á að komast á HM. Þess vegna er maður að reyna að bíta í tunguna á sér og róa sig aðeins niður. Það er ótrúlegt að vera í þeirri stöðu að eiga góða möguleika á að komast á HM og vera í hópi tólf bestu þjóða Evrópu sem komast þangað,“ sagði Hannes. Íslenska landsliðið hefur farið í gegnum stór kynslóðaskipti síðan að liðið fór á tvö Eurobasket mót í röð. Craig Pedersen hefur tekist að búa til nýtt öflugt lið. Góður í að taka nýja leikmenn inn „Hann hefur getað unnið mjög vel með þann hóp sem hann hefur verið með á undanförnum árum. Hann hefur sýnt það og sannað hversu vel hann er að taka nýja leikmenn inn og vinna með það allt,“ sagði Hannes. Gott dæmi um það er hvernig landsliðinu hefur tekist að vega upp forföll síns besta leikmanns, Martins Hermannssonar. „Við erum ofboðslega spennt fyrir næstu árum, bæði að komast hugsanlega á EM en svo langar okkur að komast á Eurobasket 2025. Það eru mjög spennandi tímar fram undan. Þetta er ekki bara karlalandsliðið því það er líka hjá kvennalandsliðinu og hjá yngri landsliðunum. Það eru mjög góðir og spennandi tímar í landsliðsstarfinu hjá körfuboltanum í dag,“ sagði Hannes. Íslenska liðið hefur unnið þrjá síðustu heimaleiki sína í Ólafssal í Hafnarfirði en spilar nú aftur í Laugardalshöllinni. Vantaði fimmtán hundruð aukasæti „Bæði gekk frábærlega en svo leið okkur ótrúlega vel í Ólafssal. Það hefði verið frábært ef við hefðum getað verið með fimmtán hundruð sæti í viðbót og þá hefðum við örugglega skoðað það að vera þar. Það er líka gott að vera í Laugardalshöll og gott að vera kominn heim,“ sagði Hannes. Það er von á góðri mætingu á föstudagskvöldi. „Hér getum við verið með tvö þúsund manns á föstudaginn og það stefnir í að það verði troðfull höll. Það eru einungis örfáir miðar eftir. Það stefnir í mikla stemmningu og við treystum á góðan stuðning úr stúkunni því það gefur strákunum mikið auka að hafa öflugan stuðning úr stúkunni. Við hlökkum bara til á föstudaginn og vonandi verða úrslitin góð,“ sagði Hannes. Búið að taka á taugarnar „Þessi leikir hafa verið allt of spennandi og þetta er búið að taka vel á taugarnar þessir leikir. Ég er orðinn mjög spenntur og ég vona að þetta verði alveg svona mikil spenna. Sigur er það sem okkur langar ofboðslega mikið í,“ sagði Hannes en það má sjá viðtalið við Hannes hér fyrir neðan. Klippa: Viðtal við Hannes um nýjan samning hjá Craig Landslið karla í körfubolta HM 2023 í körfubolta Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Loftpúði sprakk hjá Hófí Dóru á HM: „Eins og að vera kýld í loftinu“ Sport Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík „Ég er að koma aftur fyrir skemmtilegasta hlutann“ „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Kjartan: Við erum að vaða á liðin Uppgjör: Njarðvík - KR 103-79 | Njarðvíkingar hefndu bikartapsins með stæl Uppgjör, myndir og viðtöl: Álftanes - Haukar 107-90 | Álftanes frábærir þegar á þurfti að halda Uppgjörið: Þór Þ. - Grindavík 95-104 | Grindvíkingar með stáltaugar í lokin Uppgjör: Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll „Þetta er náttúrulega alltaf skrýtið“ Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit GAZ-leikur kvöldsins: Síðasti séns Hauka á atlögu að björgun? Agravanis bræður ætla með Íslandsmeistaratitilinn í Síkið Jimmy Butler endaði hjá Golden State Durant vill ekki fara til Golden State Sonur Jordans handtekinn með kókaín Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Sjá meira
Pedersen hefur þjálfað íslenska liðið frá 2014 og fór með landsliðið tvisvar á Eurobasket en núna eiga íslensku strákarnir möguleika á því að fara á HM í fyrsta sinn. „Við erum mjög ánægð með hann. Hann er búinn að vera með okkur hátt í tíu ár og við fórum yfir stöðuna. Afreksnefnd fór vel yfir málið og svo stjórn. Það tók ekki langan tíma að ganga frá málum við Craig,“ sagði Hannes S. Jónsson eftir að kynnti nýja samninginn í dag. Búinn að gera góða hlutifyrir íslenskan körfubolta „Hann er búinn að gera góða hluti fyrir strákana okkar og fyrir íslenskan körfubolta. Það hefur verið mikill stígandi í öllu hjá okkur á undanförnum árum. Þar af leiðandi var þetta bara niðurstaðan og við teljum að það sé mjög gott að hafa Craig og hans þjálfarateymi með okkur áfram,“ sagði Hannes. Íslenska liðið situr í HM-sæti þegar fjórir leikir eru eftir og næsti leikur er á móti Georgíu sem er í næsta sæti á eftir. „Við þurfum að halda okkur á tánum. Það er pínulítið óraunverulegt að vera í þessari stöðu að eiga möguleika á að komast á HM. Þess vegna er maður að reyna að bíta í tunguna á sér og róa sig aðeins niður. Það er ótrúlegt að vera í þeirri stöðu að eiga góða möguleika á að komast á HM og vera í hópi tólf bestu þjóða Evrópu sem komast þangað,“ sagði Hannes. Íslenska landsliðið hefur farið í gegnum stór kynslóðaskipti síðan að liðið fór á tvö Eurobasket mót í röð. Craig Pedersen hefur tekist að búa til nýtt öflugt lið. Góður í að taka nýja leikmenn inn „Hann hefur getað unnið mjög vel með þann hóp sem hann hefur verið með á undanförnum árum. Hann hefur sýnt það og sannað hversu vel hann er að taka nýja leikmenn inn og vinna með það allt,“ sagði Hannes. Gott dæmi um það er hvernig landsliðinu hefur tekist að vega upp forföll síns besta leikmanns, Martins Hermannssonar. „Við erum ofboðslega spennt fyrir næstu árum, bæði að komast hugsanlega á EM en svo langar okkur að komast á Eurobasket 2025. Það eru mjög spennandi tímar fram undan. Þetta er ekki bara karlalandsliðið því það er líka hjá kvennalandsliðinu og hjá yngri landsliðunum. Það eru mjög góðir og spennandi tímar í landsliðsstarfinu hjá körfuboltanum í dag,“ sagði Hannes. Íslenska liðið hefur unnið þrjá síðustu heimaleiki sína í Ólafssal í Hafnarfirði en spilar nú aftur í Laugardalshöllinni. Vantaði fimmtán hundruð aukasæti „Bæði gekk frábærlega en svo leið okkur ótrúlega vel í Ólafssal. Það hefði verið frábært ef við hefðum getað verið með fimmtán hundruð sæti í viðbót og þá hefðum við örugglega skoðað það að vera þar. Það er líka gott að vera í Laugardalshöll og gott að vera kominn heim,“ sagði Hannes. Það er von á góðri mætingu á föstudagskvöldi. „Hér getum við verið með tvö þúsund manns á föstudaginn og það stefnir í að það verði troðfull höll. Það eru einungis örfáir miðar eftir. Það stefnir í mikla stemmningu og við treystum á góðan stuðning úr stúkunni því það gefur strákunum mikið auka að hafa öflugan stuðning úr stúkunni. Við hlökkum bara til á föstudaginn og vonandi verða úrslitin góð,“ sagði Hannes. Búið að taka á taugarnar „Þessi leikir hafa verið allt of spennandi og þetta er búið að taka vel á taugarnar þessir leikir. Ég er orðinn mjög spenntur og ég vona að þetta verði alveg svona mikil spenna. Sigur er það sem okkur langar ofboðslega mikið í,“ sagði Hannes en það má sjá viðtalið við Hannes hér fyrir neðan. Klippa: Viðtal við Hannes um nýjan samning hjá Craig
Landslið karla í körfubolta HM 2023 í körfubolta Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Loftpúði sprakk hjá Hófí Dóru á HM: „Eins og að vera kýld í loftinu“ Sport Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík „Ég er að koma aftur fyrir skemmtilegasta hlutann“ „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Kjartan: Við erum að vaða á liðin Uppgjör: Njarðvík - KR 103-79 | Njarðvíkingar hefndu bikartapsins með stæl Uppgjör, myndir og viðtöl: Álftanes - Haukar 107-90 | Álftanes frábærir þegar á þurfti að halda Uppgjörið: Þór Þ. - Grindavík 95-104 | Grindvíkingar með stáltaugar í lokin Uppgjör: Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll „Þetta er náttúrulega alltaf skrýtið“ Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit GAZ-leikur kvöldsins: Síðasti séns Hauka á atlögu að björgun? Agravanis bræður ætla með Íslandsmeistaratitilinn í Síkið Jimmy Butler endaði hjá Golden State Durant vill ekki fara til Golden State Sonur Jordans handtekinn með kókaín Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Sjá meira