Umfjöllun: ÍBV - Selfoss 32-27 | Eyjakonur unnu síðast í Eyjum í september Einar Kárason skrifar 12. nóvember 2022 15:30 Hrafnhildur Hanna skoraði ellefu mörk. Vísir/Hulda Margrét ÍBV tekur á móti Selfossi í sjöttu umferð Olís deild kvenna en heimaskonur unnu síðast deildarleik í Vestmanneyjum 17. september síðastliðinn. Fyrir leik dagsins voru heimastúlkur í fjórða sæti deildarinnar með sex stig á meðan nágrannar þeirra sátu í því sjöunda og næstneðsta með tvö stig. Leikurinn var jafn, eins og venjan er, í upphafi þar sem liðin skiptust á að koma boltanum í netið en eftir um stundarfjórðung náðu Eyjastúlkur ágætu forskoti í stöðunni 11-7. Þetta forskot létu þær ekki af hendi það sem eftir lifði fyrri hálfleiks og gerðu gott betur en það. Að loknum fyrri hálfleik var staðan 19-12 og ÍBV með að lágmarki sex fingur á stigunum tveimur. Stórt verkefni beið þjálfarateymis gestanna í hálfleik en vörn Selfyssinga alls ekki góð í fyrri hálfleik og markvarslan í takt við það. Því miður fyrir gestina hófst síðari hálfleikur eins og sá fyrri endaði. Heimakonur héldu sjö til átta marka forskoti mest allan síðari hálfleikinn þrátt fyrir að vörn og markvarsla hafi skánað svo um munaði hjá gestunum. Þegar tíu mínútur voru eftir var munurinn átta mörk, 29-21, og leikurinn svo gott sem búinn. ÍBV gafst tækifæri á að gefa ungum og óreyndum leikmönnum mínútur undir lokin en svo fór að leikar enduðu með fimm marka sigri heimastúlkna, 32-27. Af hverju vann ÍBV? Hópurinn hjá ÍBV er ógnarsterkur og áttu nokkrir lykilmenn góðan dag og buðu upp á illviðráðanlegan sóknarleik á köflum. Gestirnir áttu fullt í fangi með að skapa sér dauðafæri á meðan Eyjastúlkur fengu of mikið af auðveldum mörkum. Hverjar stóðu upp úr? Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir var sterk í liði ÍBV og skoraði ellefu mörk. Í liði gestanna var Katla María Magnúsdóttir atkvæðamest með sjö mörk. Hvað gekk illa? Varnarleikur Selfoss var ekki góður í fyrri hálfleik og markvarslan slök en einungis þrír boltar voru klukkaðir á fyrstu þrjátíu mínútunum. Hvað gerist næst? ÍBV fer í Úlfarsárdal og mæta þar liði Fram á meðan Selfoss tekur á móti Stjörnunni. Þessir leikir fara fram laugardaginn eftir viku. Olís-deild kvenna ÍBV UMF Selfoss
ÍBV tekur á móti Selfossi í sjöttu umferð Olís deild kvenna en heimaskonur unnu síðast deildarleik í Vestmanneyjum 17. september síðastliðinn. Fyrir leik dagsins voru heimastúlkur í fjórða sæti deildarinnar með sex stig á meðan nágrannar þeirra sátu í því sjöunda og næstneðsta með tvö stig. Leikurinn var jafn, eins og venjan er, í upphafi þar sem liðin skiptust á að koma boltanum í netið en eftir um stundarfjórðung náðu Eyjastúlkur ágætu forskoti í stöðunni 11-7. Þetta forskot létu þær ekki af hendi það sem eftir lifði fyrri hálfleiks og gerðu gott betur en það. Að loknum fyrri hálfleik var staðan 19-12 og ÍBV með að lágmarki sex fingur á stigunum tveimur. Stórt verkefni beið þjálfarateymis gestanna í hálfleik en vörn Selfyssinga alls ekki góð í fyrri hálfleik og markvarslan í takt við það. Því miður fyrir gestina hófst síðari hálfleikur eins og sá fyrri endaði. Heimakonur héldu sjö til átta marka forskoti mest allan síðari hálfleikinn þrátt fyrir að vörn og markvarsla hafi skánað svo um munaði hjá gestunum. Þegar tíu mínútur voru eftir var munurinn átta mörk, 29-21, og leikurinn svo gott sem búinn. ÍBV gafst tækifæri á að gefa ungum og óreyndum leikmönnum mínútur undir lokin en svo fór að leikar enduðu með fimm marka sigri heimastúlkna, 32-27. Af hverju vann ÍBV? Hópurinn hjá ÍBV er ógnarsterkur og áttu nokkrir lykilmenn góðan dag og buðu upp á illviðráðanlegan sóknarleik á köflum. Gestirnir áttu fullt í fangi með að skapa sér dauðafæri á meðan Eyjastúlkur fengu of mikið af auðveldum mörkum. Hverjar stóðu upp úr? Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir var sterk í liði ÍBV og skoraði ellefu mörk. Í liði gestanna var Katla María Magnúsdóttir atkvæðamest með sjö mörk. Hvað gekk illa? Varnarleikur Selfoss var ekki góður í fyrri hálfleik og markvarslan slök en einungis þrír boltar voru klukkaðir á fyrstu þrjátíu mínútunum. Hvað gerist næst? ÍBV fer í Úlfarsárdal og mæta þar liði Fram á meðan Selfoss tekur á móti Stjörnunni. Þessir leikir fara fram laugardaginn eftir viku.
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti