Yfir hundrað og þrjátíu eldri borgarar æfa eróbikk með Fylki Árni Sæberg skrifar 14. nóvember 2022 23:35 Eldri borgarar koma reglulega saman og stunda líkamsrækt hjá Fylki. Stöð 2/Arnar Hundrað og þrjátíu eldri borgarar æfa eróbikk tvisvar í viku hjá íþróttafélaginu Fylki, sá elsti 92 ára. Námskeiðið er liður í að efla lýðheilsu þjóðarinnar. „Við erum að efla lýðheilsu fullorðna fólksins, bæði andlega, líkamlega og gleðilega,“ sagði Guðrún Ósk Jakobsdóttir, formaður fimleikadeildar Fylkis, þegar fréttamaður okkar kíkti á æfingu. Æfingar eru haldnar tvisvar í vikur og að jafnaði mæta 130 iðkendur. Leikfimitímarnir eru fyrir 65 ára og eldri en elsti iðkandinn er 92 ára gamall. Allir þátttakendur segja að þjálfararnir gefi ekkert eftir á æfingum og að gleðin sem þeir fá út úr tímanum sé ótrúleg. Guðrún Ósk segir að lagt sé upp með því að allir geri æfingarnar af sínum krafti enda séu margið iðkendur í hjólastól eða með sjúkdóma á borð við Parkinsons. Æfingarnar eru af ýmsum toga.Stöð 2/Arnar Er þetta ekki gaman? „Þetta er svakalega gaman, þetta heldur manni alveg uppi. Ef við værum ekki hérna þá værum við í vanda,“ segir Jóhannes sem er 87 ára gamall. Félagsmálaráðherra lét sig ekki vanta Guðbrandur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, fékk að taka þátt í æfingunni og hafði nýlokið við hana þegar fréttastofa náði tali af honum. „Þetta er ótrúlega flott starf sem er verið að vinna hérna. Og þegar maður talar við fólkið þá greinir það líka frá því að þetta geri mjög mikið fyrir það,“ segir hann. Félagsmálaráðherra fékk að vera með í dag þrátt fyrir að eiga nokkuð langt í land með að ná lágmarksaldri fyrir æfingarnar.Stöð 2/Arnar Að loknu stuttu viðtali sýndi Guðbrandur nokkur dansspor, þrátt fyrir að hafa alltaf dottið úr takti á æfingunni sjálfri. Sýnidæmið má sjá í spilaranum ofar í fréttinni. Hann segist svolítið stoltur af frammistöðu sinni og að ekki veiti af því að hann kenni félögum sínum í ríkisstjórn nokkur spor. Eldri borgarar Reykjavík Fylkir Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Fleiri fréttir Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Sjá meira
„Við erum að efla lýðheilsu fullorðna fólksins, bæði andlega, líkamlega og gleðilega,“ sagði Guðrún Ósk Jakobsdóttir, formaður fimleikadeildar Fylkis, þegar fréttamaður okkar kíkti á æfingu. Æfingar eru haldnar tvisvar í vikur og að jafnaði mæta 130 iðkendur. Leikfimitímarnir eru fyrir 65 ára og eldri en elsti iðkandinn er 92 ára gamall. Allir þátttakendur segja að þjálfararnir gefi ekkert eftir á æfingum og að gleðin sem þeir fá út úr tímanum sé ótrúleg. Guðrún Ósk segir að lagt sé upp með því að allir geri æfingarnar af sínum krafti enda séu margið iðkendur í hjólastól eða með sjúkdóma á borð við Parkinsons. Æfingarnar eru af ýmsum toga.Stöð 2/Arnar Er þetta ekki gaman? „Þetta er svakalega gaman, þetta heldur manni alveg uppi. Ef við værum ekki hérna þá værum við í vanda,“ segir Jóhannes sem er 87 ára gamall. Félagsmálaráðherra lét sig ekki vanta Guðbrandur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, fékk að taka þátt í æfingunni og hafði nýlokið við hana þegar fréttastofa náði tali af honum. „Þetta er ótrúlega flott starf sem er verið að vinna hérna. Og þegar maður talar við fólkið þá greinir það líka frá því að þetta geri mjög mikið fyrir það,“ segir hann. Félagsmálaráðherra fékk að vera með í dag þrátt fyrir að eiga nokkuð langt í land með að ná lágmarksaldri fyrir æfingarnar.Stöð 2/Arnar Að loknu stuttu viðtali sýndi Guðbrandur nokkur dansspor, þrátt fyrir að hafa alltaf dottið úr takti á æfingunni sjálfri. Sýnidæmið má sjá í spilaranum ofar í fréttinni. Hann segist svolítið stoltur af frammistöðu sinni og að ekki veiti af því að hann kenni félögum sínum í ríkisstjórn nokkur spor.
Eldri borgarar Reykjavík Fylkir Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Fleiri fréttir Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Sjá meira