Beyoncé og Björk á lista Grammy verðlaunanna Elísabet Hanna skrifar 16. nóvember 2022 11:30 Beyoncé og Björk eru báðar tilnefndar. Getty/Jason LaVeris/Santiago Felipe Tilnefningar til Grammy verðlaunanna hafa verið tilkynntar. Beyoncé hlaut flestar tilnefningar fyrir plötuna sína Renaissance, alls níu. Hin íslenska Björk Guðmundsdóttir hlaut einnig tilnefningu fyrir plötuna sína Fossora. Plata Bjarkar er tilnefnd í flokknum Besta óhefðbundna tónlistarplatan (e. Best Alternative Music Album). Í flokknum keppir Björk við hljómsveitir á borð við Arcade Fire, Yeah Yeah Yeahs, Big Thief og Wet Leg. Hún hefur fimmtán sinnum verið tilnefnd til verðlaunanna en aldrei unnið. Klippa: björk - atopos Toppaði Paul McCartney og gerði jafntefli við eiginmanninn Með sínum níu tilnefningum varð Beyoncé sá tónlistarmaður sem hefur fengið flestar tilnefningar til Grammy verðlaunanna síðan þau hófu göngu sína, alls 88. Hún er þó ekki eini listamaðurinn sem situr í efsta sætinu heldur er eiginmaður hennar Jay-Z einnig búinn að fá alls 88 tilnefningar á sínum ferli og er því um jafntefli að ræða. Áður var það Bítillinn Paul McCartney sem átti heiðurinn en hann hefur hlotið alls 81 tilnefningu. Paul McCartney og John Lennon en áður átti Paul metið.Getty/Bettmann Kendrick Lamar hlaut átta tilnefningar í ár, Adele og Brandi Carlile báðar sjö en poppstjarnan Harry Styles hlaut sex tilnefningar, meðal annars fyrir lagið As It Was sem besta lag ársins. Verðlaunin verða veitt þann 5. febrúar á næsta ári í Los Angeles. Sjá má lista yfir allar tilnefningarnar á heimasíðu Grammy-verðlaunanna. Hér fyrir neðan má sjá útsendinguna þegar tilkynnt var um þær. Grammy-verðlaunin Björk Hollywood Tengdar fréttir Beyoncé og Taylor Swift skráðu sig á spjöld Grammy-sögunnar Bandarísku tónlistarkonurnar Beyoncé og Taylor Swift rituðu nöfn sín á spjöld sögunnar á Grammy-verðlaunahátíðinni sem fram fór í gær. 15. mars 2021 07:16 Björk biður um að íslenskir sjónvarpsþættir hætti að sýna morð sem daglegt brauð Tónlistarkonan Björk Guðmundsdóttir segir íslenskt sjónvarpsefni láta morð virðast daglegt brauð á Íslandi. Hún biður um að þessu sé breytt, þetta endurspegli ekki íslenskan raunveruleika. 14. september 2022 21:02 Biðinni eftir Björk lokið Björk Guðmundsdóttir var að senda frá sér tónlistarmyndband við lagið „atopos“ og er um að ræða fyrsta lagið af væntanlegri plötu, „fossora“. 6. september 2022 14:31 Insta-Grammy: Brotin verðlaun, Gucci og BTS Um helgina fór Grammy verðlaunahátíðin fram og voru stjörnurnar duglegar að deila myndum frá viðburðinum á sínum persónulegu miðlum. Íslendingar áttu góða fulltrúa á hátíðinni sem voru glæsileg á rauða dreglinum. 5. apríl 2022 17:31 Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Plata Bjarkar er tilnefnd í flokknum Besta óhefðbundna tónlistarplatan (e. Best Alternative Music Album). Í flokknum keppir Björk við hljómsveitir á borð við Arcade Fire, Yeah Yeah Yeahs, Big Thief og Wet Leg. Hún hefur fimmtán sinnum verið tilnefnd til verðlaunanna en aldrei unnið. Klippa: björk - atopos Toppaði Paul McCartney og gerði jafntefli við eiginmanninn Með sínum níu tilnefningum varð Beyoncé sá tónlistarmaður sem hefur fengið flestar tilnefningar til Grammy verðlaunanna síðan þau hófu göngu sína, alls 88. Hún er þó ekki eini listamaðurinn sem situr í efsta sætinu heldur er eiginmaður hennar Jay-Z einnig búinn að fá alls 88 tilnefningar á sínum ferli og er því um jafntefli að ræða. Áður var það Bítillinn Paul McCartney sem átti heiðurinn en hann hefur hlotið alls 81 tilnefningu. Paul McCartney og John Lennon en áður átti Paul metið.Getty/Bettmann Kendrick Lamar hlaut átta tilnefningar í ár, Adele og Brandi Carlile báðar sjö en poppstjarnan Harry Styles hlaut sex tilnefningar, meðal annars fyrir lagið As It Was sem besta lag ársins. Verðlaunin verða veitt þann 5. febrúar á næsta ári í Los Angeles. Sjá má lista yfir allar tilnefningarnar á heimasíðu Grammy-verðlaunanna. Hér fyrir neðan má sjá útsendinguna þegar tilkynnt var um þær.
Grammy-verðlaunin Björk Hollywood Tengdar fréttir Beyoncé og Taylor Swift skráðu sig á spjöld Grammy-sögunnar Bandarísku tónlistarkonurnar Beyoncé og Taylor Swift rituðu nöfn sín á spjöld sögunnar á Grammy-verðlaunahátíðinni sem fram fór í gær. 15. mars 2021 07:16 Björk biður um að íslenskir sjónvarpsþættir hætti að sýna morð sem daglegt brauð Tónlistarkonan Björk Guðmundsdóttir segir íslenskt sjónvarpsefni láta morð virðast daglegt brauð á Íslandi. Hún biður um að þessu sé breytt, þetta endurspegli ekki íslenskan raunveruleika. 14. september 2022 21:02 Biðinni eftir Björk lokið Björk Guðmundsdóttir var að senda frá sér tónlistarmyndband við lagið „atopos“ og er um að ræða fyrsta lagið af væntanlegri plötu, „fossora“. 6. september 2022 14:31 Insta-Grammy: Brotin verðlaun, Gucci og BTS Um helgina fór Grammy verðlaunahátíðin fram og voru stjörnurnar duglegar að deila myndum frá viðburðinum á sínum persónulegu miðlum. Íslendingar áttu góða fulltrúa á hátíðinni sem voru glæsileg á rauða dreglinum. 5. apríl 2022 17:31 Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Beyoncé og Taylor Swift skráðu sig á spjöld Grammy-sögunnar Bandarísku tónlistarkonurnar Beyoncé og Taylor Swift rituðu nöfn sín á spjöld sögunnar á Grammy-verðlaunahátíðinni sem fram fór í gær. 15. mars 2021 07:16
Björk biður um að íslenskir sjónvarpsþættir hætti að sýna morð sem daglegt brauð Tónlistarkonan Björk Guðmundsdóttir segir íslenskt sjónvarpsefni láta morð virðast daglegt brauð á Íslandi. Hún biður um að þessu sé breytt, þetta endurspegli ekki íslenskan raunveruleika. 14. september 2022 21:02
Biðinni eftir Björk lokið Björk Guðmundsdóttir var að senda frá sér tónlistarmyndband við lagið „atopos“ og er um að ræða fyrsta lagið af væntanlegri plötu, „fossora“. 6. september 2022 14:31
Insta-Grammy: Brotin verðlaun, Gucci og BTS Um helgina fór Grammy verðlaunahátíðin fram og voru stjörnurnar duglegar að deila myndum frá viðburðinum á sínum persónulegu miðlum. Íslendingar áttu góða fulltrúa á hátíðinni sem voru glæsileg á rauða dreglinum. 5. apríl 2022 17:31
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“