Fær ekki að vera hin eina sanna „drottning jólanna“ þrátt fyrir allt Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 17. nóvember 2022 15:31 Tónlistarkonan Mariah Carey fær ekki einkarétt á titilinum „drottning jólanna“, þrátt fyrir að jólalag hennar sé það vinsælasta í heimi. Getty/James Devaney Söngkonan Mariah Carey hefur oft verið kölluð drottning jólanna enda jólalög hennar órjúfanlegur hluti af jólahaldi margra. Carey hafði óskað eftir því að titillinn yrði skráður sem vörumerki í hennar eigu. Í vikunni fékkst sú niðurstaða í málið að Carey fengi ekki einkaleyfi fyrir vörumerkinu og má því hver sem er kalla sig „drottningu jólanna“. Þegar við heyrum klukkuspilið í upphafi lagsins All I Want for Christmas is You, þá getum við verið nokkuð viss um að jólahátíðin sé að nálgast. Mariah Carey gaf þetta ódauðlega lag út árið 1994 og hefur það verið eitt vinsælasta jólalag heims allar götur síðan. Laginu hefur til að mynda verið streymt yfir milljarð sinnum á streymisveitunni Spotify. Carey hefur því réttilega margoft verið titluð „drottning jólanna“. Vildi selja ilmvötn, sólgleraugu og hundaólar undir vörumerkinu Carey hafði sótt um það að fá titilinn „drottning jólanna“ (e. queen of christmas) sem skráð vörumerki sem hún hefði einkarétt á. Hafði hún í hyggju að selja húðvörur, ilmvötn, sólgleraugu, hundaólar, kókosmjólk og hinn ýmsa varning undir vörumerkinu. Aðrar tónlistarkonur mótmæltu þessu harðlega og gerðu Carey strax ljóst að hún myndi ekki vera krýnd drottning jólanna án þess að berjast með kjafti og klóm. Carey lagði hins vegar fram þau rök að þessi titill væri óumflýjanlegur hluti af henni. Þá vitnaði hún í grein Billboard, þar sem sagði að Carey væri „óumdeilanleg drottning jólanna“. View this post on Instagram A post shared by Mariah Carey (@mariahcarey) Óhugsandi að aðeins ein kona fengi að vera „drottning jólanna“ Tónlistarkonurnar Elizabeth Chan og Darlene Love voru þær tónlistarkonur sem mómæltu þessu hvað harðast. Chan hefur sjálf notað titilinn „drottning jólanna“ enda hefur hún gefið út yfir þúsund jólalög. Henni hefur verið líkt við jólasvein, þar sem hún skýtur aðeins upp kollinum í desember mánuði ár hvert með nýja jólatónlist. Tímaritið New Yorker kallaði Chan „drottningu jólanna“ í viðtali árið 2018. Þremur árum síðar gaf hún svo út plötu undir titlinum. Chan á djúpstæða tenginu við jólin. Hún var sjálf skírð á jóladag og svo skírði hún dóttur sína Noelle sem þýðir jól. Þá segist Chan alltaf hafa kallað ömmu sína „drottningu jólanna“. Chan þótti því óhugsandi að Carey mætti ein kalla sig jóladrottningu. „Spáið í því hve margar jóladrottningar við gætum farið á mis við“ „Hvort sem það fyrir ömmur að baka jólasmákökur eða sölufólk eða jólamyndir. Það þarf fullt af fólki til þess að vera boðberar jólanna. Fyrir eina manneskju að ætla að eigna sér það er bara rangt,“ sagði Chan í rökstuðningi sínum. Markmið Chan var þó ekki að eigna sér titilinn sjálf, heldur vildi hún sjá til þess að hver sem er mætti nota hann. Enda fjölmargir tónlistarmenn sem hafa verið kallaðir annað hvort konungar eða drottningar jólanna. „Þetta snýst ekki um það hver sé drottning jólanna. Þetta snýst um það að Carey ætli sér að einoka titilinn á mjög tilætlunarsaman hátt. Spáið hve margar jóladrottningar við gætum verið að fara á mis við?“ Allir mega vera jóladrottningar Eftir rökstuðning Chan lítur út fyrir að Carey ætli að láta málið fjara út. Henni gafst tækifæri til þess að svara rökstuðningi Chan, en hún ákvað að gera það ekki. Hún hafði einnig látið á það reyna að fá einkarétt á vörumerkjunum „prinsessa jólanna“ eða „QOC“, sem er skammstöfun fyrir enska titilinn „queen of christmas“, en fékk það ekki heldur í gegn. „Á morgun verður hverjum sem er frjálst að fara út í bol með áletruninni „drottning jólanna“ og útvarpsstöðvarnar geta útnefnd nýja manneskju „drottningu jólanna“ á hverjum einasta degi, hvort sem það er maður eða kona. Allir geta verið drottning jólanna“ sagði Louis W Thompson, lögmaður Chan, að málinu loknu. Það má hver og einn hafa sína skoðun á því hver sé hin sanna drottning jólanna. Það verður þó ekki tekið af Mariuh Carey að lag hennar er eitt lífseigasta og árangursríkasta jólalag allra tíma. Það hefur slegið þrjú heimsmet Guinness World Records og hefur náð toppsæti Billboard listans síðustu þrjú ár þrátt fyrir að 28 ár séu liðin frá því að lagið kom út. Þrátt fyrir að Carey hafi ekki fengið sínu framgengt í þetta skiptið skulum við samt sem áður fagna henni og hennar framlagi til jólanna með því að rifja upp hið goðsagnakennda lag All I Want for Christmas Is You. Tónlist Hollywood Bandaríkin Höfundarréttur Tengdar fréttir Sagan á bak við vinsælasta jólalag allra tíma Það eru yfirgnæfandi líkur á því að þú hafir einhvern tímann sungið hástöfum með laginu All I Want for Christmas is You sem söngkonan Mariah Carey gerði frægt árið 1994. Lagið hefur verið eitt vinsælasta jólalag í heimi í 27 ár og hefur það þrisvar sinnum komist í heimsmetabækur Guinness. En hver er sagan á bak við þetta ódauðlega lag? 15. desember 2021 13:31 Mariah Carey gefur út nýtt myndband við All I Want For Christmas Is You Eitt vinsælasta jólalag sögunnar er lagið All I Want For Christmas Is You með Mariah Carey en lagið kom út árið 1994. 20. desember 2019 16:08 Syngur All I Want For Christmas Is You með tuttugu mismunandi röddum Anthony Vincent er engum líkur. 4. desember 2014 20:00 Mest lesið Aðventan með Lindu Ben: Kalkúnabringa með öllu tilheyrandi Jól Jólaævintýri Ingu Marenar dansara Jól Maríanna Clara les Jól í Múmíndal Jól Helvítis jólakokkurinn: Djúsi kofareykt hangilæri með uppstúf, kartöflum og bökuðum lauk Jól Jólastressið hverfur með sjósundi Jól Jóladagatal Vísis: Langstærsti smellur Þórunnar Antoníu Jól Missir alla stjórn á jólaskrautinu Jól Jólamolar: „Ég var bara svo yfir mig ástfangin að öll jólagleðin þúsundfaldaðist“ Jól Jólakótilettur úr sveitinni Jól Selma Björns og Sigga Beinteins gefa út jólalag saman Jól Fleiri fréttir Jólasaga: Stúlkan og uglan – jólanótt Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Aðventan með Lindu Ben: Kalkúnabringa með öllu tilheyrandi Jólamolar: „Ég var bara svo yfir mig ástfangin að öll jólagleðin þúsundfaldaðist“ Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Heitustu jólagjafirnar fyrir hana Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jólamolar: Ekkert fallegra en að sjá dótturina gráta úr gleði Jóladrottningin stal senunni Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Sjá meira
Þegar við heyrum klukkuspilið í upphafi lagsins All I Want for Christmas is You, þá getum við verið nokkuð viss um að jólahátíðin sé að nálgast. Mariah Carey gaf þetta ódauðlega lag út árið 1994 og hefur það verið eitt vinsælasta jólalag heims allar götur síðan. Laginu hefur til að mynda verið streymt yfir milljarð sinnum á streymisveitunni Spotify. Carey hefur því réttilega margoft verið titluð „drottning jólanna“. Vildi selja ilmvötn, sólgleraugu og hundaólar undir vörumerkinu Carey hafði sótt um það að fá titilinn „drottning jólanna“ (e. queen of christmas) sem skráð vörumerki sem hún hefði einkarétt á. Hafði hún í hyggju að selja húðvörur, ilmvötn, sólgleraugu, hundaólar, kókosmjólk og hinn ýmsa varning undir vörumerkinu. Aðrar tónlistarkonur mótmæltu þessu harðlega og gerðu Carey strax ljóst að hún myndi ekki vera krýnd drottning jólanna án þess að berjast með kjafti og klóm. Carey lagði hins vegar fram þau rök að þessi titill væri óumflýjanlegur hluti af henni. Þá vitnaði hún í grein Billboard, þar sem sagði að Carey væri „óumdeilanleg drottning jólanna“. View this post on Instagram A post shared by Mariah Carey (@mariahcarey) Óhugsandi að aðeins ein kona fengi að vera „drottning jólanna“ Tónlistarkonurnar Elizabeth Chan og Darlene Love voru þær tónlistarkonur sem mómæltu þessu hvað harðast. Chan hefur sjálf notað titilinn „drottning jólanna“ enda hefur hún gefið út yfir þúsund jólalög. Henni hefur verið líkt við jólasvein, þar sem hún skýtur aðeins upp kollinum í desember mánuði ár hvert með nýja jólatónlist. Tímaritið New Yorker kallaði Chan „drottningu jólanna“ í viðtali árið 2018. Þremur árum síðar gaf hún svo út plötu undir titlinum. Chan á djúpstæða tenginu við jólin. Hún var sjálf skírð á jóladag og svo skírði hún dóttur sína Noelle sem þýðir jól. Þá segist Chan alltaf hafa kallað ömmu sína „drottningu jólanna“. Chan þótti því óhugsandi að Carey mætti ein kalla sig jóladrottningu. „Spáið í því hve margar jóladrottningar við gætum farið á mis við“ „Hvort sem það fyrir ömmur að baka jólasmákökur eða sölufólk eða jólamyndir. Það þarf fullt af fólki til þess að vera boðberar jólanna. Fyrir eina manneskju að ætla að eigna sér það er bara rangt,“ sagði Chan í rökstuðningi sínum. Markmið Chan var þó ekki að eigna sér titilinn sjálf, heldur vildi hún sjá til þess að hver sem er mætti nota hann. Enda fjölmargir tónlistarmenn sem hafa verið kallaðir annað hvort konungar eða drottningar jólanna. „Þetta snýst ekki um það hver sé drottning jólanna. Þetta snýst um það að Carey ætli sér að einoka titilinn á mjög tilætlunarsaman hátt. Spáið hve margar jóladrottningar við gætum verið að fara á mis við?“ Allir mega vera jóladrottningar Eftir rökstuðning Chan lítur út fyrir að Carey ætli að láta málið fjara út. Henni gafst tækifæri til þess að svara rökstuðningi Chan, en hún ákvað að gera það ekki. Hún hafði einnig látið á það reyna að fá einkarétt á vörumerkjunum „prinsessa jólanna“ eða „QOC“, sem er skammstöfun fyrir enska titilinn „queen of christmas“, en fékk það ekki heldur í gegn. „Á morgun verður hverjum sem er frjálst að fara út í bol með áletruninni „drottning jólanna“ og útvarpsstöðvarnar geta útnefnd nýja manneskju „drottningu jólanna“ á hverjum einasta degi, hvort sem það er maður eða kona. Allir geta verið drottning jólanna“ sagði Louis W Thompson, lögmaður Chan, að málinu loknu. Það má hver og einn hafa sína skoðun á því hver sé hin sanna drottning jólanna. Það verður þó ekki tekið af Mariuh Carey að lag hennar er eitt lífseigasta og árangursríkasta jólalag allra tíma. Það hefur slegið þrjú heimsmet Guinness World Records og hefur náð toppsæti Billboard listans síðustu þrjú ár þrátt fyrir að 28 ár séu liðin frá því að lagið kom út. Þrátt fyrir að Carey hafi ekki fengið sínu framgengt í þetta skiptið skulum við samt sem áður fagna henni og hennar framlagi til jólanna með því að rifja upp hið goðsagnakennda lag All I Want for Christmas Is You.
Tónlist Hollywood Bandaríkin Höfundarréttur Tengdar fréttir Sagan á bak við vinsælasta jólalag allra tíma Það eru yfirgnæfandi líkur á því að þú hafir einhvern tímann sungið hástöfum með laginu All I Want for Christmas is You sem söngkonan Mariah Carey gerði frægt árið 1994. Lagið hefur verið eitt vinsælasta jólalag í heimi í 27 ár og hefur það þrisvar sinnum komist í heimsmetabækur Guinness. En hver er sagan á bak við þetta ódauðlega lag? 15. desember 2021 13:31 Mariah Carey gefur út nýtt myndband við All I Want For Christmas Is You Eitt vinsælasta jólalag sögunnar er lagið All I Want For Christmas Is You með Mariah Carey en lagið kom út árið 1994. 20. desember 2019 16:08 Syngur All I Want For Christmas Is You með tuttugu mismunandi röddum Anthony Vincent er engum líkur. 4. desember 2014 20:00 Mest lesið Aðventan með Lindu Ben: Kalkúnabringa með öllu tilheyrandi Jól Jólaævintýri Ingu Marenar dansara Jól Maríanna Clara les Jól í Múmíndal Jól Helvítis jólakokkurinn: Djúsi kofareykt hangilæri með uppstúf, kartöflum og bökuðum lauk Jól Jólastressið hverfur með sjósundi Jól Jóladagatal Vísis: Langstærsti smellur Þórunnar Antoníu Jól Missir alla stjórn á jólaskrautinu Jól Jólamolar: „Ég var bara svo yfir mig ástfangin að öll jólagleðin þúsundfaldaðist“ Jól Jólakótilettur úr sveitinni Jól Selma Björns og Sigga Beinteins gefa út jólalag saman Jól Fleiri fréttir Jólasaga: Stúlkan og uglan – jólanótt Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Aðventan með Lindu Ben: Kalkúnabringa með öllu tilheyrandi Jólamolar: „Ég var bara svo yfir mig ástfangin að öll jólagleðin þúsundfaldaðist“ Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Heitustu jólagjafirnar fyrir hana Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jólamolar: Ekkert fallegra en að sjá dótturina gráta úr gleði Jóladrottningin stal senunni Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Sjá meira
Sagan á bak við vinsælasta jólalag allra tíma Það eru yfirgnæfandi líkur á því að þú hafir einhvern tímann sungið hástöfum með laginu All I Want for Christmas is You sem söngkonan Mariah Carey gerði frægt árið 1994. Lagið hefur verið eitt vinsælasta jólalag í heimi í 27 ár og hefur það þrisvar sinnum komist í heimsmetabækur Guinness. En hver er sagan á bak við þetta ódauðlega lag? 15. desember 2021 13:31
Mariah Carey gefur út nýtt myndband við All I Want For Christmas Is You Eitt vinsælasta jólalag sögunnar er lagið All I Want For Christmas Is You með Mariah Carey en lagið kom út árið 1994. 20. desember 2019 16:08
Syngur All I Want For Christmas Is You með tuttugu mismunandi röddum Anthony Vincent er engum líkur. 4. desember 2014 20:00