Laddi fær hjartastein í Hafnarfirði Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 17. nóvember 2022 22:22 Nánasta fjölskylda og vinir Ladda voru viðstödd afhjúpun hjartasteinsins við lauflétta athöfn og ljúfan barnasöng fyrr í kvöld Bæjarbíó „Þetta er einn af hápunktunum, allavega hæsti punkturinn hingað til myndi ég segja,“ segir Þórhallur Sigurðsson, skemmtikraftur, betur þekktur sem Laddi. Svokallaður hjartasteinn til heiðurs Ladda var afhjúpaður fyrir framan Bæjarbíó í Hafnarfirði fyrr í kvöld og fréttastofa Stöðvar 2 var að sjálfsögðu á staðnum. Hjartasteininn hlýtur Laddi fyrir leikinn, gleðina og skemmtunina sem hann hefur fært öllum aldurshópum um árabil. Laddi er landsmönnum flestum að góðu kunnur og þá ekki síst fyrir sköpun sína á fjöldanum öllum af karakterum sem margir kannast við. Eiríkur Fjalar, Saxi læknir, Skúli rafvirki, Magnús bóndi, Elsa Lund og Marteinn Mosdal eru meðal þessara karaktera og vilja margir meina að einhverjir þeirra séu fæddir í brandarabænum Hafnarfirði líkt og Laddi sjálfur. Þá hefur Laddi gefið út plötur, leikið í kvikmyndum og tekið þátt sem handritshöfundur og/eða leikari í áramótaskaupum og fjölda þátta sem yljað hafa andann og glatt hafa landann um áratuga skeið. Hann hefur einnig talsett mikinn fjölda kvikmynda og teiknimynda og afrekaði það m.a. að talsetja allar teiknimyndirnar um Strumpana einn síns liðs líkt og fram kemur í tilkynningu frá Bæjarbíó. Lillý Valgerður Pétursdóttir fréttamaður Stöðvar 2 var á staðnum þegar hjartasteininn var vígður og spjallaði við Ladda. „Þetta er mikill heiður myndi ég segja, að vera hérna á stéttinni fyrir framan Bæjarbíó. Gamla bíóið mitt. Ég var alltaf hérna þegar ég var krakki,“ sagði Laddi en eins og margir vita er hann fæddur og uppalinn í Hafnarfirðinum. Aðspurður segist hann þó ekki beinlínis hafa sótt mikið af karakterum í heimabæinn. Einn maður úr bæjarlífinu, Baldur Magister veitti Ladda þó innblástur þegar hann skapaði Hallgrím hvítlaukskokk sem birtist landsmönnum fyrst á skjánum í Heilsubælinu. Hjartasteinninn er sá þriðji fyrir framan Bæjarbíó en fyrir eru steinar tileinkaðir tónlistarmanninum Björgvini Halldórssyni og Guðrúnu Helgadóttur rithöfundi. „Þetta er ekki amalegur hópur sem maður er með í. Þetta eru aðal hafnfirðingarnir,“ segir Laddi sem nú er orðinn 75 ára og segir margt standa upp úr í gegnum tíðina. „Og það er ekki allt búið.“ Hafnarfjörður Leikhús Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Laddi fór á kostum á trommunum Í Glaumbæ á föstudaginn mættu þeir Magni Ásgeirsson og Laddi í myndver og léku á als oddi. Magni er þekktur fyrir það að taka ábreiður af vinsælum lögum og Laddi er nokkuð liðtækur trommari. 2. mars 2022 12:31 Laddi 75 ára: Skapar nýja karaktera í lyftuspeglum Þórhallur Sigurðsson, best þekktur sem Laddi, fagnar 75 ára afmæli sínu í dag. Stóru afmælissýningunni var þó frestað fram í mars vegna heimsfaraldursins. 20. janúar 2022 15:40 Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Fleiri fréttir Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Sjá meira
Laddi er landsmönnum flestum að góðu kunnur og þá ekki síst fyrir sköpun sína á fjöldanum öllum af karakterum sem margir kannast við. Eiríkur Fjalar, Saxi læknir, Skúli rafvirki, Magnús bóndi, Elsa Lund og Marteinn Mosdal eru meðal þessara karaktera og vilja margir meina að einhverjir þeirra séu fæddir í brandarabænum Hafnarfirði líkt og Laddi sjálfur. Þá hefur Laddi gefið út plötur, leikið í kvikmyndum og tekið þátt sem handritshöfundur og/eða leikari í áramótaskaupum og fjölda þátta sem yljað hafa andann og glatt hafa landann um áratuga skeið. Hann hefur einnig talsett mikinn fjölda kvikmynda og teiknimynda og afrekaði það m.a. að talsetja allar teiknimyndirnar um Strumpana einn síns liðs líkt og fram kemur í tilkynningu frá Bæjarbíó. Lillý Valgerður Pétursdóttir fréttamaður Stöðvar 2 var á staðnum þegar hjartasteininn var vígður og spjallaði við Ladda. „Þetta er mikill heiður myndi ég segja, að vera hérna á stéttinni fyrir framan Bæjarbíó. Gamla bíóið mitt. Ég var alltaf hérna þegar ég var krakki,“ sagði Laddi en eins og margir vita er hann fæddur og uppalinn í Hafnarfirðinum. Aðspurður segist hann þó ekki beinlínis hafa sótt mikið af karakterum í heimabæinn. Einn maður úr bæjarlífinu, Baldur Magister veitti Ladda þó innblástur þegar hann skapaði Hallgrím hvítlaukskokk sem birtist landsmönnum fyrst á skjánum í Heilsubælinu. Hjartasteinninn er sá þriðji fyrir framan Bæjarbíó en fyrir eru steinar tileinkaðir tónlistarmanninum Björgvini Halldórssyni og Guðrúnu Helgadóttur rithöfundi. „Þetta er ekki amalegur hópur sem maður er með í. Þetta eru aðal hafnfirðingarnir,“ segir Laddi sem nú er orðinn 75 ára og segir margt standa upp úr í gegnum tíðina. „Og það er ekki allt búið.“
Hafnarfjörður Leikhús Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Laddi fór á kostum á trommunum Í Glaumbæ á föstudaginn mættu þeir Magni Ásgeirsson og Laddi í myndver og léku á als oddi. Magni er þekktur fyrir það að taka ábreiður af vinsælum lögum og Laddi er nokkuð liðtækur trommari. 2. mars 2022 12:31 Laddi 75 ára: Skapar nýja karaktera í lyftuspeglum Þórhallur Sigurðsson, best þekktur sem Laddi, fagnar 75 ára afmæli sínu í dag. Stóru afmælissýningunni var þó frestað fram í mars vegna heimsfaraldursins. 20. janúar 2022 15:40 Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Fleiri fréttir Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Sjá meira
Laddi fór á kostum á trommunum Í Glaumbæ á föstudaginn mættu þeir Magni Ásgeirsson og Laddi í myndver og léku á als oddi. Magni er þekktur fyrir það að taka ábreiður af vinsælum lögum og Laddi er nokkuð liðtækur trommari. 2. mars 2022 12:31
Laddi 75 ára: Skapar nýja karaktera í lyftuspeglum Þórhallur Sigurðsson, best þekktur sem Laddi, fagnar 75 ára afmæli sínu í dag. Stóru afmælissýningunni var þó frestað fram í mars vegna heimsfaraldursins. 20. janúar 2022 15:40