Gaf foreldrum sínum hræðilega jólagjöf sem var fljótt látin hverfa Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 2. desember 2022 10:00 Leikarinn, útvarpsmaðurinn og gleðigjafinn Felix Bergsson hefur í mörgu að snúast í desember. Hann stendur meðal annars fyrir jólasýningunni Jól á náttfötunum í Gaflaraleikhúsinu, ásamt félaga sínum Gunnari Helgasyni. Jólamánuðurinn er genginn í garð og því eru eflaust margir sem eiga eftir að horfa á myndina Elf á næstu vikum, ef þeir eru ekki þegar búnir að því. Það er enginn annar en gleðigjafinn Felix Bergsson sem ljáir álfinum rödd sína í myndinni og er hann sjálfur mikið jólabarn. Felix er viðmælandi í Jólamola dagsins. Jólamolar Vísis munu birtast reglulega fram að jólum. Þar fáum við að kynnast þjóðþekktum einstaklingum í nýju ljósi og komast að því hvað það er sem kemur þeim í jólagírinn. Jólamolunum er ekki síður ætlað að koma lesendum Vísis í hið eina sanna hátíðarskap. Hvort myndirðu skilgreina þig sem Elf eða The Grinch? „Hahah, þar sem ég lék Elf í talsetningunni á íslensku þá vel ég hann allan daginn!“ Felix talar fyrir Lilla álf í íslensku talsetningu myndarinnar.imdb Hver er þín uppáhalds jólaminning? „Ætli það sé ekki þegar ég gaf Þóri bróður riffil í jólagjöf og varð svo algjörlega gáttaður þegar hann gaf mér LÍKA RIFFIL! Ég hef ekki upplifað aðra eins undrun og gleði. Við vorum 4ra og 5 ára og bjuggum á Blönduósi. Mig grunar raunar enn að mamma hafi haft eitthvað með þetta val á jólagjöfum að gera.“ Hver er eftirminnilegasta jólagjöf sem þú hefur fengið? „Þær eru fjölmargar. Fyrir utan riffilinn góða er það sjálfsagt rafmagnshjólið sem Baldur minn gaf mér. Það var og er stórkostleg gjöf sem nýtist mér mjög vel.“ View this post on Instagram A post shared by Felix Bergsson (@felixbergsson) Hver er versta jólagjöf sem þú hefur fengið? „Úff ég man ekki eftir að hafa fengið slæma jólagjöf en ég man eftir hræðilegri jólagjöf sem ég gaf foreldrum mínum sem eiga allt gott skilið. Hraunvasinn sem ég gaf þeim var ekki málið og hefur ekki sést síðan á jólunum 1979.“ Hver er uppáhalds jólahefðin þín? „Jólatrjáainnsetningin sem fjölskylda mín stendur að á hverju ári en þar er haldin myndlistarsýning með þemað jólatré og gestir og gangandi þurfa að geta hvert okkar gerði hvaða tré. Trén voru fjögur fyrsta árið en eru nú orðin átta!“ Hvert er þitt uppáhalds jólalag? „Fyrir utan Náttfatapartý með Gunna og Felix er það auðvitað Nú mega jólin koma fyrir mér með Sigurði Guðmundssyni.“ Hver er þín uppáhalds jólamynd? „Eftir að sjá dragshow á Tælandi um jólin 2017 þar sem Sound of Music var í forgrunni verð ég að nefna þá mynd. Þetta var stórkostlegt dragshow.“ Hvað borðar þú á aðfangadag? „Síðast var það humar í forrétt og appelsínuönd í aðalrétt. En nú er búið að veiða allan humarinn til að svala græðgi þjóðarinnar svo kannski breytum við forréttinum í ár.“ View this post on Instagram A post shared by Felix Bergsson (@felixbergsson) Hvers óskar þú þér í jólagjöf í ár? „Mér finnst alltaf gott að fá náttföt.“ Hvað er það sem hringir inn jólin fyrir þér? „Ríkisútvarpið og helst vil ég að Gerður G Bjarklind óski mér gleðilegra jóla. Þá kyssi ég manninn minn.“ View this post on Instagram A post shared by Felix Bergsson (@felixbergsson) Er eitthvað skemmtilegt á döfinni hjá þér núna fyrir jólin? „Já svo sannarlega. Við Gunni Helga frumsýnum nýtt jólaleikrit í Gaflaraleikhúsinu og leikum á aðventunni og á milli jóla og nýárs. Verkið heitir Jól á náttfötunum og er ætlað allri fjölskyldunni frá tveggja ára og uppúr. Með okkur á sviði er Karl Olgeirsson og Björk Jakobsdóttir leikstýrir. Svo ætla ég að syngja út um víðan völl, veislustýra jólahlaðborði á Hótel Laugabakka og njóta þess að vera með barnabörnunum mínum.“ Jólamolar Jólalög Jólamatur Tengdar fréttir Dónalegur pakki gerði Ástrós vandræðalega á aðfangadagskvöld Hin stórglæsilega og hæfileikaríka Ástrós Traustadóttir fangaði athygli þjóðarinnar þegar hún tók þátt í þáttunum Allir geta dansað fyrir fjórum árum síðan. Þá hafði hún verið áberandi á samfélagsmiðlum í þónokkur ár. Í dag er hún hluti af LXS áhrifavaldahópnum sem þjóðin fékk að kynnast í samnefndum raunveruleikaþáttum á Stöð 2 í haust. Ástrós er viðmælandi í Jólamola dagsins. 1. desember 2022 09:01 „Ég er stærsti aðdáandi hennar“ Felix Bergsson og tengdadóttir hans Þuríður Blær Jóhannsdóttir tala saman inn á sögurnar um Ævintýri Freyju og Frikka sem Felix sjálfur er rithöfundurinn að og segir viðtökurnar hafa farið vonum framar. 24. júní 2022 14:30 Hittust fyrst á bókasafni Samtakanna 78: „Ég hélt hann ætlaði aldrei að hringja“ Þeir Felix og Baldur voru báðir tiltölulega nýkomnir út úr skápnum á fullorðinsaldri þegar þeir litu hvorn annan augum á bókasafni Samtakanna 78 árið 1996. Það var þó ekki fyrr en Baldur elti Felix uppi á skemmtistað mánuði síðar sem þeir fóru að stinga saman nefjum og þá var ekki aftur snúið. 6. september 2021 12:31 Mest lesið Sannkölluð áramótabomba Jól Hugmyndir að hátíðargreiðslum fyrir börn Jól Vinsæl jóladagatöl á Íslandi: Bjór, snyrtivörur, kaffi og lakkrís Jól Jólatréð í forgrunni Jól Jólamolar: Jólasveinunum afhent snuðin og þar með var grátið öll jólin Jól Annir hjá jólasveinum Jól Heitustu jólagjafir ársins fyrir hana Jól Byggði Eiffelturninn úr piparkökum og ætlar sér meira Jól Fær ekki að vera hin eina sanna „drottning jólanna“ þrátt fyrir allt Jól Jóladagatal Vísis: Benedikt Erlingsson gerir Sigurjóni erfitt fyrir í Tvímælalaust Jól
Jólamolar Vísis munu birtast reglulega fram að jólum. Þar fáum við að kynnast þjóðþekktum einstaklingum í nýju ljósi og komast að því hvað það er sem kemur þeim í jólagírinn. Jólamolunum er ekki síður ætlað að koma lesendum Vísis í hið eina sanna hátíðarskap. Hvort myndirðu skilgreina þig sem Elf eða The Grinch? „Hahah, þar sem ég lék Elf í talsetningunni á íslensku þá vel ég hann allan daginn!“ Felix talar fyrir Lilla álf í íslensku talsetningu myndarinnar.imdb Hver er þín uppáhalds jólaminning? „Ætli það sé ekki þegar ég gaf Þóri bróður riffil í jólagjöf og varð svo algjörlega gáttaður þegar hann gaf mér LÍKA RIFFIL! Ég hef ekki upplifað aðra eins undrun og gleði. Við vorum 4ra og 5 ára og bjuggum á Blönduósi. Mig grunar raunar enn að mamma hafi haft eitthvað með þetta val á jólagjöfum að gera.“ Hver er eftirminnilegasta jólagjöf sem þú hefur fengið? „Þær eru fjölmargar. Fyrir utan riffilinn góða er það sjálfsagt rafmagnshjólið sem Baldur minn gaf mér. Það var og er stórkostleg gjöf sem nýtist mér mjög vel.“ View this post on Instagram A post shared by Felix Bergsson (@felixbergsson) Hver er versta jólagjöf sem þú hefur fengið? „Úff ég man ekki eftir að hafa fengið slæma jólagjöf en ég man eftir hræðilegri jólagjöf sem ég gaf foreldrum mínum sem eiga allt gott skilið. Hraunvasinn sem ég gaf þeim var ekki málið og hefur ekki sést síðan á jólunum 1979.“ Hver er uppáhalds jólahefðin þín? „Jólatrjáainnsetningin sem fjölskylda mín stendur að á hverju ári en þar er haldin myndlistarsýning með þemað jólatré og gestir og gangandi þurfa að geta hvert okkar gerði hvaða tré. Trén voru fjögur fyrsta árið en eru nú orðin átta!“ Hvert er þitt uppáhalds jólalag? „Fyrir utan Náttfatapartý með Gunna og Felix er það auðvitað Nú mega jólin koma fyrir mér með Sigurði Guðmundssyni.“ Hver er þín uppáhalds jólamynd? „Eftir að sjá dragshow á Tælandi um jólin 2017 þar sem Sound of Music var í forgrunni verð ég að nefna þá mynd. Þetta var stórkostlegt dragshow.“ Hvað borðar þú á aðfangadag? „Síðast var það humar í forrétt og appelsínuönd í aðalrétt. En nú er búið að veiða allan humarinn til að svala græðgi þjóðarinnar svo kannski breytum við forréttinum í ár.“ View this post on Instagram A post shared by Felix Bergsson (@felixbergsson) Hvers óskar þú þér í jólagjöf í ár? „Mér finnst alltaf gott að fá náttföt.“ Hvað er það sem hringir inn jólin fyrir þér? „Ríkisútvarpið og helst vil ég að Gerður G Bjarklind óski mér gleðilegra jóla. Þá kyssi ég manninn minn.“ View this post on Instagram A post shared by Felix Bergsson (@felixbergsson) Er eitthvað skemmtilegt á döfinni hjá þér núna fyrir jólin? „Já svo sannarlega. Við Gunni Helga frumsýnum nýtt jólaleikrit í Gaflaraleikhúsinu og leikum á aðventunni og á milli jóla og nýárs. Verkið heitir Jól á náttfötunum og er ætlað allri fjölskyldunni frá tveggja ára og uppúr. Með okkur á sviði er Karl Olgeirsson og Björk Jakobsdóttir leikstýrir. Svo ætla ég að syngja út um víðan völl, veislustýra jólahlaðborði á Hótel Laugabakka og njóta þess að vera með barnabörnunum mínum.“
Jólamolar Jólalög Jólamatur Tengdar fréttir Dónalegur pakki gerði Ástrós vandræðalega á aðfangadagskvöld Hin stórglæsilega og hæfileikaríka Ástrós Traustadóttir fangaði athygli þjóðarinnar þegar hún tók þátt í þáttunum Allir geta dansað fyrir fjórum árum síðan. Þá hafði hún verið áberandi á samfélagsmiðlum í þónokkur ár. Í dag er hún hluti af LXS áhrifavaldahópnum sem þjóðin fékk að kynnast í samnefndum raunveruleikaþáttum á Stöð 2 í haust. Ástrós er viðmælandi í Jólamola dagsins. 1. desember 2022 09:01 „Ég er stærsti aðdáandi hennar“ Felix Bergsson og tengdadóttir hans Þuríður Blær Jóhannsdóttir tala saman inn á sögurnar um Ævintýri Freyju og Frikka sem Felix sjálfur er rithöfundurinn að og segir viðtökurnar hafa farið vonum framar. 24. júní 2022 14:30 Hittust fyrst á bókasafni Samtakanna 78: „Ég hélt hann ætlaði aldrei að hringja“ Þeir Felix og Baldur voru báðir tiltölulega nýkomnir út úr skápnum á fullorðinsaldri þegar þeir litu hvorn annan augum á bókasafni Samtakanna 78 árið 1996. Það var þó ekki fyrr en Baldur elti Felix uppi á skemmtistað mánuði síðar sem þeir fóru að stinga saman nefjum og þá var ekki aftur snúið. 6. september 2021 12:31 Mest lesið Sannkölluð áramótabomba Jól Hugmyndir að hátíðargreiðslum fyrir börn Jól Vinsæl jóladagatöl á Íslandi: Bjór, snyrtivörur, kaffi og lakkrís Jól Jólatréð í forgrunni Jól Jólamolar: Jólasveinunum afhent snuðin og þar með var grátið öll jólin Jól Annir hjá jólasveinum Jól Heitustu jólagjafir ársins fyrir hana Jól Byggði Eiffelturninn úr piparkökum og ætlar sér meira Jól Fær ekki að vera hin eina sanna „drottning jólanna“ þrátt fyrir allt Jól Jóladagatal Vísis: Benedikt Erlingsson gerir Sigurjóni erfitt fyrir í Tvímælalaust Jól
Dónalegur pakki gerði Ástrós vandræðalega á aðfangadagskvöld Hin stórglæsilega og hæfileikaríka Ástrós Traustadóttir fangaði athygli þjóðarinnar þegar hún tók þátt í þáttunum Allir geta dansað fyrir fjórum árum síðan. Þá hafði hún verið áberandi á samfélagsmiðlum í þónokkur ár. Í dag er hún hluti af LXS áhrifavaldahópnum sem þjóðin fékk að kynnast í samnefndum raunveruleikaþáttum á Stöð 2 í haust. Ástrós er viðmælandi í Jólamola dagsins. 1. desember 2022 09:01
„Ég er stærsti aðdáandi hennar“ Felix Bergsson og tengdadóttir hans Þuríður Blær Jóhannsdóttir tala saman inn á sögurnar um Ævintýri Freyju og Frikka sem Felix sjálfur er rithöfundurinn að og segir viðtökurnar hafa farið vonum framar. 24. júní 2022 14:30
Hittust fyrst á bókasafni Samtakanna 78: „Ég hélt hann ætlaði aldrei að hringja“ Þeir Felix og Baldur voru báðir tiltölulega nýkomnir út úr skápnum á fullorðinsaldri þegar þeir litu hvorn annan augum á bókasafni Samtakanna 78 árið 1996. Það var þó ekki fyrr en Baldur elti Felix uppi á skemmtistað mánuði síðar sem þeir fóru að stinga saman nefjum og þá var ekki aftur snúið. 6. september 2021 12:31