Samskip fái úrlausn um tiltekin atriði í sátt Eimskips við Samkeppniseftirlitið Atli Ísleifsson skrifar 21. nóvember 2022 09:53 Í sáttinni skuldbatt Eimskip sig til að hætta öllu samkeppnishamlandi samstarfi við Samskip og önnur fyrirtæki í hvers konar flutningaþjónustu ef Samskip ættu einnig í samstarfi við viðkomandi fyrirtæki. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur hefur komist að þeirri niðurstöðu að Samskip hafi lögvarða hagsmuni af því að fá úrlausn áfrýjunarnefndar samkeppnismála um tiltekin atriði í sátt Eimskips við Samkeppniseftirlitið frá í júní 2021. Frá þessu segir á vef Samkeppniseftirlitsins. Þar kemur fram að héraðsdómur hafi þar snúið úrskurði áfrýjunarnefndarinnar frá í desember. Með sáttinni við Samkeppniseftirlitið viðurkenndi Eimskip alvarleg brot gegn banni samkeppnislaga við ólögmætu samráði og greiddi 1,5 milljarða króna í stjórnvaldssekt. Auk þess skuldbatt Eimskip sig til að grípa til nánar tiltekinna aðgerða í því skyni að vinna gegn frekari brotum og efla samkeppni. „Í því fólst meðal annars að Eimskip skuldbatt sig til að hætta öllu samkeppnishamlandi samstarfi við Samskip og önnur fyrirtæki í hvers konar flutningaþjónustu ef Samskip ættu einnig í samstarfi við viðkomandi fyrirtæki. Þessu er lýst nánar í 3. málsgrein 3. greinar sáttarinnar. Í kjölfar sáttarinnar beindu Samskip kæru til áfrýjunarnefndar samkeppnismála og kröfðust þess að umrætt ákvæði sáttarinnar um lok samstarfs yrði fellt úr gildi. Töldu Samskip meðal annars að fyrirmæli sáttarinnar fælu í sér ólögmæta takmörkun á samnings- og atvinnufrelsi fyrirtækisins og veikti stöðu þess gagnvart Eimskipi. Það var niðurstaða áfrýjunarnefndar samkeppnismála að Samskip hefðu ekki átt rétt á því að koma að gerð sáttarinnar við Eimskip og gæti fyrirtækið því ekki borið umrætt ákvæði sáttarinnar undir áfrýjunarnefndina. Í þessu sambandi var tekið fram að þætti Samskipa í rannsókninni væri enn ólokið. Taldi áfrýjunarnefnd því óhjákvæmilegt að vísa kæru Samskipa frá nefndinni. Í dómi héraðsdóms frá því á föstudag var úrskurður áfrýjunarnefndar sem áður segir felldur úr gildi og komist að þeirri niðurstöðu að Samskip eigi lögvarða hagsmuni af því að fá efnisúrlausn áfrýjunarnefndar í málinu,“ segir á vef Samkeppniseftirlitsins. Segir ennfremur að Samkeppniseftirlitið muni nú yfirfara niðurstöðu héraðsdóms og forsendur hans. Dómurinn sjálfur hefur enn ekki verið birtur á vef héraðsdómstólanna. Samkeppnismál Dómsmál Skipaflutningar Ólöglegt samráð Eimskips og Samskipa Mest lesið Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Fleiri fréttir Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Sjá meira
Frá þessu segir á vef Samkeppniseftirlitsins. Þar kemur fram að héraðsdómur hafi þar snúið úrskurði áfrýjunarnefndarinnar frá í desember. Með sáttinni við Samkeppniseftirlitið viðurkenndi Eimskip alvarleg brot gegn banni samkeppnislaga við ólögmætu samráði og greiddi 1,5 milljarða króna í stjórnvaldssekt. Auk þess skuldbatt Eimskip sig til að grípa til nánar tiltekinna aðgerða í því skyni að vinna gegn frekari brotum og efla samkeppni. „Í því fólst meðal annars að Eimskip skuldbatt sig til að hætta öllu samkeppnishamlandi samstarfi við Samskip og önnur fyrirtæki í hvers konar flutningaþjónustu ef Samskip ættu einnig í samstarfi við viðkomandi fyrirtæki. Þessu er lýst nánar í 3. málsgrein 3. greinar sáttarinnar. Í kjölfar sáttarinnar beindu Samskip kæru til áfrýjunarnefndar samkeppnismála og kröfðust þess að umrætt ákvæði sáttarinnar um lok samstarfs yrði fellt úr gildi. Töldu Samskip meðal annars að fyrirmæli sáttarinnar fælu í sér ólögmæta takmörkun á samnings- og atvinnufrelsi fyrirtækisins og veikti stöðu þess gagnvart Eimskipi. Það var niðurstaða áfrýjunarnefndar samkeppnismála að Samskip hefðu ekki átt rétt á því að koma að gerð sáttarinnar við Eimskip og gæti fyrirtækið því ekki borið umrætt ákvæði sáttarinnar undir áfrýjunarnefndina. Í þessu sambandi var tekið fram að þætti Samskipa í rannsókninni væri enn ólokið. Taldi áfrýjunarnefnd því óhjákvæmilegt að vísa kæru Samskipa frá nefndinni. Í dómi héraðsdóms frá því á föstudag var úrskurður áfrýjunarnefndar sem áður segir felldur úr gildi og komist að þeirri niðurstöðu að Samskip eigi lögvarða hagsmuni af því að fá efnisúrlausn áfrýjunarnefndar í málinu,“ segir á vef Samkeppniseftirlitsins. Segir ennfremur að Samkeppniseftirlitið muni nú yfirfara niðurstöðu héraðsdóms og forsendur hans. Dómurinn sjálfur hefur enn ekki verið birtur á vef héraðsdómstólanna.
Samkeppnismál Dómsmál Skipaflutningar Ólöglegt samráð Eimskips og Samskipa Mest lesið Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Fleiri fréttir Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Sjá meira