Samkvæmt frétt Verdens Gang hefur norska handknattleikssambandið aldrei greitt jafn háan bónus og kvennalandsliðið fékk núna.
Allir nítján leikmennirnir sem tóku þátt á EM fá 190 þúsund norskar krónur, eða 2,7 milljónir íslenskra króna. Norska handknattleikssambandið breytti reglum sínum um bónusa þann 1. janúar í fyrra.
Leikmenn norska liðsins fengu 130 þúsund norskar krónur fyrir að vinna EM, þrjátíu þúsund fyrir að komast á Ólympíuleikana 2024 og þrjátíu þúsund fyrir að komast á EM 2024.
„Að vera með svona auka gulrót er frábært. Við eigum þetta skilið,“ sagði Stine Bredal Oftedal, fyrirliði norska liðsins.
Þórir Hergeirsson og aðrir í þjálfarateymi norska liðsins fá einnig veglega bónus fyrir að vinna Evrópumeistaratitilinn. Hversu mikið kemur ekki fram í frétt VG.
Noregur hefur níu sinnum orðið Evrópumeistari kvenna í handbolta, þar af fimm sinnum undir stjórn Þóris. Enginn þjálfari, í karla- eða kvennaflokki, hefur unnið fleiri stóra titla með landslið og Þórir, eða níu.