Marvel's Spider-Man: Miles Morales - Enn ein vel heppnuð PC-útgáfa hjá Sony Samúel Karl Ólason skrifar 30. nóvember 2022 13:31 Sony Spider-Man: Miles Morales er enn frekar góður leikur. Leikjadeild Sony hefur verið að stunda það að gefa út PlayStation leiki á PC að undanförnu og nú er komið að Miles Morales. Mér finnst reyndar eins og ég hafi skrifað þennan sama dóm nokkrum sinnum núna enda er þetta í minnst fjórða sinn sem ég skrifa um einn af nýju Spider-Man leikjunum eða endurútgáfu þeirra. Leikurinn Spider-Man var fyrst gefinn út á PS4 árið 2018 og síðar uppfærður fyrir PS5. Sú útgáfa var svo tekin í gegn og gefin út á PC í sumar. Spider-Man: Miles Morales var svo gefinn út í nóvember 2020 og var ætlað að sýna hvað hægt væri að gera með PS5. Leikurinn gerði það svo sannarlega, eins og ég sagði á sínum tíma. Sony Um sögu leiksins hef ég lítið að segja annað en það sem ég gerði þegar upprunalegi leikurinn kom út, enda er þetta sami leikurinn fyrir PC og með tæknilegum uppfærslum. Spider-Man: Miles Morales gerist nokkrum mánuðum eftir atburði fyrri leiksins og steðjar ný ógn að íbúum New York. Auðjöfur og fyrirtæki hans Roxxon, vinnur að því að koma upp sérstökum orkuverum víða um Manhattan og ætlar hann sér að keyra alla eyjuna á umhverfisvænni orku. Tæknivæddir vondirkallar, sem leiddir eru af The Tinkerer, eru þó eitthvað ósáttir við þær áætlanir og Miles Morales, hinn nýi Spider-Man, þarf að komast til botns í málinu á meðan sá upprunalegi er í fríi. Eðli málsins samkvæmt er MM mjög líkur upprunalega leiknum og það er í rauninni ekki galli. Upprunalegi leikurinn var æðislegur og er það enn. Sony Það sama gildir hér og átti við um fyrri leikinn. Miles Morales hefur ekki versnað við að vera gefinn út á PC. Spilunin er sú sama en eins og alltaf er lang skemmtilegast að sveifla sér um Manhattan og berja fátæka glæpamenn, sem eru bara að reyna að afla matar fyrir börnin sín, í spað. Helsta breytingin er auðvitað sú að hann lítur betur út, í góðum tölvum. Helsta tæknilega breytingin á milli Miles Morales í PC og PS5 eru Ray-tracing skuggar í leiknum. Skuggar líta mun betur út í PC útgáfunni með réttu þrívíddarkortunum. Sjá má samantekt sérfræðinga Digital Foundry á grafík Miles Morales og Spider-Man og því hvernig PC útgáfur leikjanna berast saman við PS5 útgáfurnar í spilaranum hér að neðan. Samantekt-ish Það er kannski asnalegt að segja það en ég hef voða lítið um þennan leik að segja, til viðbótar það sem ég sagði fyrir tveimur árum. Ég er aðdáandi þessara leikja enda eru þeir þrusugóðir. En. Í stuttu máli sagt, þá verður enginn sem hafði gaman af Spider-Man í PC fyrir vonbrigðum með Miles Morales. Hann er eðli málsins samkvæmt styttri en upprunalegi leikurinn en það er ekkert endilega verra. Sagan fær að njóta sín meira fyrir vikið og það getur verið næs að vera laus við svokallað „grind“. Sony Leikjavísir Leikjadómar Mest lesið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Góð tilfinning að endurheimta styrkinn Lífið samstarf Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fleiri fréttir Ný Switch kynnt til leiks GameTíví: Berjast fyrir lífinu í Squid Game Leikirnir sem beðið er eftir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví Sjá meira
Mér finnst reyndar eins og ég hafi skrifað þennan sama dóm nokkrum sinnum núna enda er þetta í minnst fjórða sinn sem ég skrifa um einn af nýju Spider-Man leikjunum eða endurútgáfu þeirra. Leikurinn Spider-Man var fyrst gefinn út á PS4 árið 2018 og síðar uppfærður fyrir PS5. Sú útgáfa var svo tekin í gegn og gefin út á PC í sumar. Spider-Man: Miles Morales var svo gefinn út í nóvember 2020 og var ætlað að sýna hvað hægt væri að gera með PS5. Leikurinn gerði það svo sannarlega, eins og ég sagði á sínum tíma. Sony Um sögu leiksins hef ég lítið að segja annað en það sem ég gerði þegar upprunalegi leikurinn kom út, enda er þetta sami leikurinn fyrir PC og með tæknilegum uppfærslum. Spider-Man: Miles Morales gerist nokkrum mánuðum eftir atburði fyrri leiksins og steðjar ný ógn að íbúum New York. Auðjöfur og fyrirtæki hans Roxxon, vinnur að því að koma upp sérstökum orkuverum víða um Manhattan og ætlar hann sér að keyra alla eyjuna á umhverfisvænni orku. Tæknivæddir vondirkallar, sem leiddir eru af The Tinkerer, eru þó eitthvað ósáttir við þær áætlanir og Miles Morales, hinn nýi Spider-Man, þarf að komast til botns í málinu á meðan sá upprunalegi er í fríi. Eðli málsins samkvæmt er MM mjög líkur upprunalega leiknum og það er í rauninni ekki galli. Upprunalegi leikurinn var æðislegur og er það enn. Sony Það sama gildir hér og átti við um fyrri leikinn. Miles Morales hefur ekki versnað við að vera gefinn út á PC. Spilunin er sú sama en eins og alltaf er lang skemmtilegast að sveifla sér um Manhattan og berja fátæka glæpamenn, sem eru bara að reyna að afla matar fyrir börnin sín, í spað. Helsta breytingin er auðvitað sú að hann lítur betur út, í góðum tölvum. Helsta tæknilega breytingin á milli Miles Morales í PC og PS5 eru Ray-tracing skuggar í leiknum. Skuggar líta mun betur út í PC útgáfunni með réttu þrívíddarkortunum. Sjá má samantekt sérfræðinga Digital Foundry á grafík Miles Morales og Spider-Man og því hvernig PC útgáfur leikjanna berast saman við PS5 útgáfurnar í spilaranum hér að neðan. Samantekt-ish Það er kannski asnalegt að segja það en ég hef voða lítið um þennan leik að segja, til viðbótar það sem ég sagði fyrir tveimur árum. Ég er aðdáandi þessara leikja enda eru þeir þrusugóðir. En. Í stuttu máli sagt, þá verður enginn sem hafði gaman af Spider-Man í PC fyrir vonbrigðum með Miles Morales. Hann er eðli málsins samkvæmt styttri en upprunalegi leikurinn en það er ekkert endilega verra. Sagan fær að njóta sín meira fyrir vikið og það getur verið næs að vera laus við svokallað „grind“. Sony
Leikjavísir Leikjadómar Mest lesið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Góð tilfinning að endurheimta styrkinn Lífið samstarf Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fleiri fréttir Ný Switch kynnt til leiks GameTíví: Berjast fyrir lífinu í Squid Game Leikirnir sem beðið er eftir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví Sjá meira